Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Læsi á gögn og náttúruvísindatexta:
lesið náttúruvísindatexta sér til gagns og endursagt með eigin orðum, túlkað myndrit og skoðað myndefni um náttúrufræði, umorðað og nýtt til útskýringa,
Samspil lesbókar og vinnubókar gefur nemendum færi á að lesa texta og svara spurningum, nefna dæmi og merkja inn á skýringarmyndir.
Athuganir:
framkvæmt, skráð og safnað upplýsingum út frá einföldum athugunum og mælingum úti og inni samkvæmt fyrirmælum,
Í kennslubókinni er gott úrval tilrauna, við reynum að framkvæma flestar þeirra.
Miðlun:
kynnt niðurstöður rannsókna, útskýrt hvaða vinnubrögðum var beitt og tekið þátt í umræðum um efnið,
Vísindaleg vinnubrögð:
þekkt ferli vísindalegra vinnubragða og unnið eftir þeim í stýrðum verkefnum,
Eðli vísindalegrar þekkingar:
rætt muninn á staðreynd og skoðun, tilgátu og kenningu í tengslum við náttúruvísindi,
Tengsl vísinda, tækni og menningar:
rætt valin dæmi um samspil tækni, þekkingar og framfara og hvernig hugmyndir manna um heiminn hafa breyst með aukinni þekkingu.
Kafli 3 í Náttúrulega 2 fjallar um heim vísindanna. Þar er farið yfir vísinda- og uppfinningamenn fortíðar t.d. Ísak Newton, Wright bræður og Arkimedes. Farið er yfir mælieiningar fortíðar og nútíma
Kafli 4 fjallar um sólkerfið og sólina.
Hringrásir efna og orku:
lýst samspili lífvera og lífvana þátta,
Vistkerfi:
lýst mismunandi vistkerfum og nefnt dæmi um áhrif sem nýjar tegundir geta haft á umhverfi sitt,
Líffræðilega fjölbreytni:
áttað sig á gildi líffræðilegrar fjölbreytni og tengslum við velferð manna og dýra,
Tekið fyrir í 5. bekk.
Náttúruvernd:
rætt um og skilið ástæður náttúruverndar,
Veðurfar:
lýst helstu sérkennum veðurfars við Ísland,
Lofslagsbreytingar:
útskýrt gróðurhúsaáhrif og tengsl við loftslagsbreytingar,
Náttúruauðlindir og sjálfbær nýting:
áttað sig á mikilvægi þess að nýta náttúruauðlindir án þess að ganga um of á þær,
Einstaklingurinn og umhverfið:
rætt valin dæmi um tengsl einstaklinga, nærumhverfis og umhverfismála á heimsvísu,
Geta til aðgerða:
skipulagt og tekið þátt í aðgerðum er varða náttúruvernd og umhverfismál í nærumhverfi sínu.
Upplifun af náttúrunni:
lýst reynslu sinni, athugun og upplifun af lífverum í náttúrulegu umhverfi,
Flokkun og lífsskilyrði lífvera:
útskýrt helstu einkenni og lífsskilyrði lífvera og tekið dæmi um tengsl þeirra innbyrðis,
Örverur:
nefnt dæmi um gagn og skaðsemi örvera,
Frumur:
áttað sig á að frumur eru grunneining lífs á jörðinni,
Þróun:
nefnt dæmi um náttúruval og aðlögun,
Erfðir:
skilið að lífverur erfa einkenni forfeðra sinna,
Bygging og starfsemi plantna:
sagt frá hvernig plöntur nýta ljóstillífun til að afla næringar,
Náttúrulega 2, lesbók bls. 8 og vinnubók bls. 8.
Glærur um ljóstillífun.
Bygging og starfsemi sveppa:
sagt frá rotverum og hvernig sveppir afla næringar,
Náttúrulega 2 lesbók, bls. 15-17, vinnubók bls. 13-15.
Bygging og starfsemi dýra:
sagt frá einkennum helstu hópa dýra,
Tekið fyrir í 5. bekk.
Líffæri og líffærakerfi:
lýst helstu líffærakerfum mannslíkamans og starfsemi þeirra í grófum dráttum,
Í 6. bekk er farið taugakerfið, meltingu, lykt og bragð, heilbrigði, hormón, hreinsikerfi, næring og hreyfing, varnarkerfi líkamans, hormónastarfsemi líkamans, hljóð, bylgjur og eyru.
Við lesum saman texta bókarinnar, köfum ofan í skilning á nýjum orðum og tökum dæmi til útskýringar. Nemendur vinna verkefni vinnubókarinnar. Á vefsíðu mms.is eru myndbönd á undirsíðunni kvistir sem við notum til að dýpka skilning á efninu.
Nemendur vinna skapandi verkefni þar sem mannslíkaminn er teiknaður í fullri stærð og hópurinn velur hvaða líffærakerfi þau vilja sýna á sinni mynd.
Kynheilbrigði:
lýst breytingum sem verða við kynþroskaaldur og gert sér grein fyrir mikilvægi gagnkvæmrar virðingar í samskiptum kynjanna,
Náttúrulega 2, lesbók bls. 50-51, vinnubók bls. 30.
Námsefni í viku 6.
Fræðsla um blæðingar kvenna.
Lífsleikni, hópefli og umræður um hegðun og samskipti.
Heilsa:
rætt hvernig einstaklingur getur stuðlað að líkamlegu og andlegu heilbrigði.
Náttúrulega 2, lesbók bls. 44 og vinnubók bls. 29.
Uppbygging efna:
útskýrt að allt er búið til úr frumeindum og sameindum,
Varðveisla massa:
nefnt dæmi um varðveislu massa og tengt við hversdagslega atburði,
Lotukerfið:
notað algeng efnatákn í umfjöllun um lotukerfið og efni í umhverfi sínu,
Efnajöfnur:
þekkt algengar formúlur efnasambanda sem birtast í daglegu lífi,
Efnabreytingar og eiginleikar efna:
gert grein fyrir efnabreytingum og hamskiptum og útskýrt með dæmum,
Leysni:
fjallað um hugtakið leysni og tengt við athafnir í daglegu lífi,
Sýrustig:
þekkt muninn á sýru og basa.
Orka:
lýst helstu orkuformum og lýst einföldum dæmum um varðveislu orkunnar,
Nýting orku:
rætt dæmi um framleiðslu og nýtingu á orku í daglegu lífi,
Varmi:
sýnt skilning á hugtökunum varmi og hitastig og tengt þau við daglegt líf,
Rafmagn og segulmagn:
lýst eiginleikum segla og notkun þeirra og kannað eiginleika rafhlaðinna hluta,
Rafmagn og rafrásir:
framkvæmt einfaldar athuganir á rafrásum og útskýrt hvernig rafmagn verður til,
Bylgjur:
lýst eiginleikum hljóðs og ljóss og ýmsum fyrirbærum með tilliti til hljóðs og lita,
Gagn og skaðsemi bylgna:
rætt um gagnsemi og hættur við helstu bylgjur í nærumhverfinu,
Kraftar og hreyfing:
þekkt og fjallað um hreyfingu og einfaldar tegundir krafta,
Massi:
áttað sig á muninum á massa og rúmmáli og helstu mælieiningum þessara eiginleika.
Jörðin:
útskýrt árstíðirnar og dægraskipti út frá stöðu jarðar í sólkerfinu,
Mótun lands:
lýst hvernig náttúruöfl hafa áhrif á myndun og mótun lands,
Hamfarir:
lýst helstu sérkennum náttúruhamfara sem búast má við á Íslandi og hvernig viðbrögð við þeim eru skipulögð,
Tunglið:
lýst gangi tunglsins um jörðina,
Sólkerfið:
gert grein fyrir uppbyggingu sólkerfisins,
Alheimurinn:
gert grein fyrir staðsetningu jarðarinnar í vetrarbrautinni.