26.3 Matsviðmið fyrir upplýsinga- og tæknimennt.
Matsviðmið eru sett fram fyrir allar námsgreinar og námssvið við lok 4., 7. og 10. bekkjar. Þau eru lýsing á hversu vel nemandi hefur skilgreinda hæfni á valdi sínu. Skólum ber að setja matsviðmið fyrir námsgreinar og námssvið annarra árganga og gera grein fyrir þeim í skólanámskrá.
Matsviðmið eru birt á A–D matskvarða. A lýsir framúrskarandi hæfni, B lýsir góðri hæfni, C sæmilegri hæfni og D hæfni sem nær ekki viðmiðum sem lýst er í C. Gera má ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem tilgreind er í B, hæfni náð, þar sem þau eru byggð á hæfniviðmiðum árgangsins.
A fá þeir sem sýna framúrskarandi hæfni og C þeir sem ekki standast fyllilega þær kröfur sem gerðar eru í B viðmiðum. Ekki eru sett viðmið fyrir D, en sá vitnisburður er notaður þegar nemandi uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru í C viðmiðum. Skóli gerir þá sérstaka grein fyrir hæfni viðkomandi nemanda.
A–D matskvarða og matsviðmið er skólum skylt að nota við brautskráningu nemenda úr 10. bekk.
A–D matskvarða og matsviðmiðum við lok 4. og 7. bekkjar er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir skóla og eru einungis sett fram til að styðja við námsmat við lok yngsta stigs og miðstigs.
Námsmat: Aðferðir leiðsagnarnáms eru nýttar þar sem lögð er áhersla á vaxandi hugarfar, árangursríka samvinnu og gagnvirkan lestur.
Upplýsingum um námsmat er haldið til haga í Mentor.
Nemendur fá umsögn í metanlegum hæfniviðmiðum sem eru sýnileg í Mentor.
Leiðsagnarnám: Áhersla er lögð á fjölbreyttar vinnuaðferðir í einstaklings, para og hópvinnu. Mikil samþætting er í námi nemenda og er reynt að tengja lestur við sem flestar námsgreinar.
Aðferðir leiðsagnarnáms eru nýttar þar sem lögð er áhersla á vaxandi hugarfar, árangursríka samvinnu og gagnvirkan lestur.
A Framúrskarandi hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.
B+ Notað þegar hæfni er sambærileg þeirri lýsingu sem á við einkunnina B og að hluta til þeirri lýsingu sem á við einkunnina A.
B Góð hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.
C+ Notað þegar hæfni er sambærileg þeirri lýsingu sem á við einkunnina C og að hluta til þeirri lýsingu sem á við einkunnina B.
C Sæmileg hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.
D Hæfni og frammistöðu í námi ábótavant með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs
Við styðjumst við A-D matskvarða í flestum tilfellum en sum verkefni eru þess eðlis að 1-10 (1-100) kvarði eða Lokið/ólokið á betur við.
Nemandi getur á öruggan hátt sagt frá hugtökum náttúruvísinda, lesið með góðum skilningi og endursagt á skýran hátt einfaldan náttúruvísindatexta og -myndefni. Farið á öruggan og sjálfstæðan hátt eftir leiðbeiningum tengdum athugunum og mælingum, kannað náttúruleg viðfangsefni á skipulagðan hátt og deilt niðurstöðum með skýrum hætti. Lýst á greinargóðan hátt nærumhverfi sínu og stöðu lífvera í vistkerfum, rætt á sjálfstæðan hátt um umgengni mannsins um náttúruna og sett fram hugmyndir að aðgerðum sem vernda náttúruna. Sagt á greinargóðan hátt frá einkennum lífvera og fjölbreytileika þeirra, lýst byggingu mannslíkamans mjög vel, rætt á sjálfstæðan hátt um heilbrigða lífshætti og ábyrgð á eigin líkama. Sagt frá völdum efnum og lýst eiginleikum þeirra á skýran hátt. Rætt á greinargóðan hátt um notagildi valinna efna og gert athuganir á þeim á sjálfstæðan hátt. Útskýrt algengustu orkuformin í nærumhverfinu og tengt þau á greinargóðan hátt við daglegt líf. Framkvæmt á sjálfstæðan hátt og útskýrt vel einfaldar athuganir á rafmagni og kröftum. Fjallað um dægraskiptin af öryggi og greint með skýrum og skipulögðum hætti frá sólkerfinu. Sagt á greinargóðan hátt frá náttúruöflum sem móta land.
Nemandi getur á skýran hátt sagt frá hugtökum náttúruvísinda, lesið og endursagt aðalatriði úr einföldum náttúruvísindatexta og -myndefni. Farið á öruggan hátt eftir leiðbeiningum tengdum athugunum og mælingum, kannað náttúruleg viðfangsefni og deilt niðurstöðum. Lýst nærumhverfi sínu og stöðu lífvera í völdum vistkerfum, rætt um umgengni mannsins um náttúruna og hugmyndir að aðgerðum sem vernda náttúruna. Sagt frá helstu einkennum lífvera og fjölbreytileika þeirra, lýst byggingu mannslíkamans, rætt um heilbrigða lífshætti og ábyrgð á eigin líkama. Nefnt valin efni og sagt frá eiginleikum þeirra. Rætt um notagildi valinna efna og gert einfaldar athuganir á þeim. Sagt frá algengustu orkuformum í nærumhverfinu og tengt þau við daglegt líf. Framkvæmt og fjallað um einfaldar athuganir á rafmagni og kröftum. Fjallað um dægraskiptin með skýrum hætti og greint frá sólkerfinu. Sagt frá náttúruöflum sem móta land.
Nemandi getur að nokkru leyti sagt frá völdum hugtökum náttúruvísinda, lesið og endursagt að einhverju leyti einfaldan náttúruvísindatexta og -myndefni. Farið með stuðningi eftir leiðbeiningum tengdum athugunum og mælingum, kannað náttúruleg viðfangsefni að vissu marki og deilt niðurstöðum. Lýst nærumhverfi sínu og nefnt dæmi um stöðu lífvera í völdum vistkerfum, rætt að nokkru leyti um umgengni mannsins um náttúruna og hugmyndir að aðgerðum sem vernda náttúruna. Sagt frá nokkrum einkennum lífvera og nefnt dæmi um fjölbreytileika þeirra, lýst að nokkru leyti byggingu mannslíkamans, rætt að vissu marki um heilbrigða lífshætti og ábyrgð á eigin líkama. Bent á valin efni og sagt að einhverju leyti frá eiginleikum þeirra. Rætt að nokkru leyti um notagildi valinna efna og gert einfaldar athuganir á þeim með leiðsögn. Nefnt dæmi um orkuform í nærumhverfinu og tengt þau að einhverju leyti við daglegt líf. Framkvæmt með stuðningi og fjallað að nokkru leyti um einfaldar athuganir á rafmagni og kröftum. Fjallað um dægraskiptin að nokkru leyti og greint frá völdum atriðum tengdum sólkerfinu. Sagt að vissu marki frá náttúruöflum sem móta land.
Nemandi getur notað hugtök náttúruvísinda á skipulagðan og skýran hátt við verkefnavinnu, lesið sér til, greint frá og útskýrt á skýran og ítarlegan hátt náttúruvísindatexta og -myndefni. Framkvæmt athuganir og tilraunir á sjálfstæðan og öruggan hátt, nýtt niðurstöður til skipulegrar og fjölbreyttrar framsetningar á tölulegum gögnum og mælingum. Sagt með gagnrýnum hætti frá niðurstöðum sem tengjast náttúruvísindum og tengt við tækniþróun og daglegt líf fólks. Lýst á greinargóðan hátt samspili ólíkra þátta í náttúrunni og þörfum lífvera í ólíkum vistkerfum. Gert mjög góða grein fyrir áhrifum mannsins á náttúruna. Greint á gagnrýninn hátt málefni sem tengjast umhverfinu, náttúruvernd og loftslagsbreytingum, rætt á sjálfstæðan hátt áhrif þeirra á lífsgæði og náttúru, rökrætt eigin lífssýn í tengslum við umhverfismál og haft frumkvæði að skipulagningu aðgerða til úrbóta. Aflað sér fjölbreyttra upplýsinga um einkenni lífvera og fjölbreytileika og gert góða grein fyrir þeim. Rætt af virðingu og á sjálfstæðan hátt um heilsu og kynheilbrigði út frá þekkingu á líkama mannsins. Útskýrt á skýran og greinargóðan hátt uppbyggingu algengra efna og helstu eiginleika þeirra. Rökrætt af góðum skilningi dæmi um notagildi efna og tengt við ólíkar aðstæður. Gert góða grein fyrir helstu orkuformum og á gagnrýninn hátt tengt þau við daglegt líf. Framkvæmt athuganir á rafmagni og kröftum á skipulegan og sjálfstæðan hátt og útskýrt mjög vel. Útskýrt á greinargóðan hátt árstíðir á jörðu og birtingarmyndir tunglsins með tilliti til stöðu þeirra í sólkerfinu og hvernig náttúruöfl móta landið.
Nemandi getur notað hugtök náttúruvísinda á skýran hátt við verkefnavinnu, lesið sér til, greint frá og útskýrt með skýrum hætti náttúruvísindatexta og -myndefni. Framkvæmt athuganir og tilraunir á öruggan hátt, nýtt niðurstöður til skipulegrar framsetningar á tölulegum gögnum og mælingum. Sagt á skýran hátt frá niðurstöðum sem tengjast náttúruvísindum og tengt við tækniþróun og daglegt líf fólks. Lýst samspili ólíkra þátta í náttúrunni og þörfum lífvera í ólíkum vistkerfum. Gert grein fyrir áhrifum mannsins á náttúruna. Greint málefni sem tengjast umhverfinu, náttúruvernd og loftslagsbreytingum, rætt áhrif þeirra á lífsgæði og náttúru, rætt eigin lífssýn í tengslum við umhverfismál og skipulagt einfaldar aðgerðir til úrbóta. Aflað sér helstu upplýsinga um einkenni lífvera og fjölbreytileika og gert grein fyrir þeim. Rætt af virðingu um heilsu og kynheilbrigði út frá þekkingu á líkama mannsins. Útskýrt uppbyggingu algengra efna og helstu eiginleika þeirra. Rætt dæmi um notagildi efna og tengt við ólíkar aðstæður. Lýst helstu orkuformum og tengt þau við daglegt líf. Framkvæmt athuganir á rafmagni og kröftum á skipulegan hátt og útskýrt. Útskýrt árstíðir á jörðu og birtingarmyndir tunglsins með tilliti til stöðu þeirra í sólkerfinu og hvernig náttúruöfl móta landið.
Nemandi getur notað hugtök náttúruvísinda að nokkru leyti við verkefnavinnu, lesið sér til, greint frá og útskýrt að nokkru leyti náttúruvísindatexta og -myndefni. Framkvæmt athuganir og tilraunir með leiðsögn, nýtt niðurstöður til nokkuð góðrar framsetningar á tölulegum gögnum og mælingum. Rætt að vissu marki um niðurstöður sem tengjast náttúruvísindum og tengt við dæmi um tækniþróun og daglegt líf fólks. Lýst völdum dæmum um samspil ólíkra þátta í náttúrunni og þörfum lífvera í vistkerfum. Gert nokkuð góða grein fyrir áhrifum mannsins á náttúruna. Útskýrt að nokkru leyti málefni sem tengjast umhverfinu, náttúruvernd og loftslagsbreytingum, rætt að nokkru leyti áhrif þeirra á lífsgæði og náttúru, sagt frá eigin lífssýn í tengslum við umhverfismál og tekið þátt í einföldum aðgerðum til úrbóta. Aflað sér með leiðsögn upplýsinga um einkenni lífvera og fjölbreytileika og gert nokkra grein fyrir þeim. Rætt að vissu marki um heilsu og kynheilbrigði út frá þekkingu á líkama mannsins. Sagt frá uppbyggingu algengra efna og eiginleikum þeirra. Getur að nokkru leyti rætt dæmi um notagildi efna og tengt við ólíkar aðstæður. Bent á helstu orkuform og tengt þau við daglegt líf. Framkvæmt athuganir á rafmagni og kröftum. Útskýrt að nokkru leyti árstíðir á jörðu og birtingarmyndir tunglsins með tilliti til stöðu þeirra í sólkerfinu og hvernig náttúruöfl móta landið.