Á þessari síðu má finna fjölbreyttar kennsluaðferðir og hugmyndir sem nýtast í kennslu um orku en þær má einnig yfirfæra á önnur viðfangsefni í náttúrufræði. Efnið byggir á rannsóknum sem styðja dýpri skilning, þátttöku nemenda og meðvitaða kennslu. Hér má meðal annars skoða markmið, hversdagslegar hugmyndir nemenda, leiðsagnarnám, lesskilning, verklegar æfingar, sýndartilraunir og efni um stöðuorku og hreyfiorku.

Markmiðið er að styðja kennara í að þróa gagnvirka og áhugaverða kennslu þar sem nemendur fá tækifæri til að hugsa, prófa, ígrunda og tengja nýja þekkingu við eigið líf. Hér til hliðar er tilbúin kennsluáætlun en á síðunni eru fleiri aðferðir sem hægt er að nota í námi og kennslu.