Hér er verkefni sem hentar vel sem inngangur að orkuhugtakinu. Nemendur búa oft yfir margvíslegum hversdagshugmyndum um orku, sem er fullkomlega eðlilegt þar sem orðið er mikið notað í daglegu tali. Börn heyra til dæmis talað um að vera „orkumikil“ eða „orkulaus“ og að raftæki hætti að virka af því að rafhlaðan „kláraðist“.
Leiðbeiningar: Prentið blaðsíðu 1 handa nemendum. Á blaðsíðum 2 og 3 eru upplýsingar fyrir kennara. Mælt er með því að nemendur vinni saman í 3–4 manna hópum.