Hér er verkefni sem er gott að byrja að vinna með nemendum þegar unnið er með hugtakið orka. Nemendur búa yfir allskonar hversdagshugmyndum um orku sem eru ekkert óeðlilegar þar sem orðið er notað mikið í daglegu tali. Börn heyra meðal annars að þau séu orkumikil, orkulaus, raftæki hætta að virka af því af rafhlaðan "kláraðist" o.s.frv. Blaðsíða 1 er prentuð út fyrir nemendur, blaðsíða 2 og 3 eru upplýsingar fyrir kennara. Nemendur geta unnið saman í 3-4 manna hópum.