Nokkur dæmi um hvernig hægt er að sýna nemendum orkuflutning
Kúlubraut með árekstrum: Settu upp braut þar sem stór kúla rennur niður og rekst á röð minni kúlna. Nemendur sjá beinlínis hvernig hreyfingin (orkan) flyst frá einni kúlu til annarrar. Þeir geta einnig fundið út að kúla sem fer hraðar eða er þyngri flytur meiri orku. Kúlan sem rennur niður hægir einnig á sér þegar hún rekst á hinar kúlurnar vegna þess að orkan flyst á milli.
Leikfang: Notaðu leikfang sem hægt er að trekkja upp og sleppa síðan. Nemendur sjá hvernig orku er safnað, hún geymd og svo losnar hún.
Peningaskot: raðaðu nokkrum peningum saman (krónum). Skjótu einum pening á röðina. Aftasti peningurinn færist. Sýnir mjög vel hvernig orka flyst á milli. Peningarnir á milli hreyfast ekki.
Kúla eða lítill hlutur látinn falla. Nemendur velta fyrir sér hvað hefur orðið um orkuna þegar kúlan skellur í gólfið og loks stöðvast.
Hitamyndun við núning: Láttu nemendur draga gúmmíteygjur yfir fingur sína nokkrum sinnum hratt og finna hitann sem myndast. Þeir geta líka nuddað vaxi milli fingra sinna þar til það mýkist vegna hitans sem myndast.
Kerti sem kveikir á öðru kerti: Sýndu hvernig hiti frá logandi kerti getur kveikt á öðru kerti sem er í nokkurri fjarlægð án þess að logarnir snertist. Þetta sýnir varmaflutning.
Dominokubbar: Raðaðu kubbum með litlu millibili. Þegar þú slærð á fyrsta kubbinn, sést hvernig hreyfingin flyst í gegnum röðina og seinasti kubburinn dettur.
Gormur og kubbur: Þjappaðu saman gormi og láttu hann svo skjóta kubb. Nemendur sjá hvernig stöðuorkan í gorminum breytist í hreyfiorku kubbs.
Örlítill matarlitur út í vatn í glæru íláti. Liturinn dreifist um vatnið og eftir smá tíma er nánast ekki hægt að greina litinn. Við vitum að hann er þarna þó að við sjáum hann ekki. Þetta sýnir vel hvernig varmaorka dreifist í umhverfið. Þegar hlutur fellur breytist stöðuorka í hreyfiorku og hreyfiorkan breytist í hljóð og varmaorku. Við heyrum hljóðið en skynjum ekki varmann þar sem hann dreifist um stórt rými. Orkan virðist hverfa þar sem við skynjum hana ekki lengur en hún er í annarri mynd sem skynfærin eiga erfitt með að greina.
Vatnsmyllur: Búðu til einfalda vatnsmyllu með plastskeiðum og pinna. Þegar vatn er hellt á hjólið, sjá nemendur greinilega hvernig fallorkað vatnsins breytist í snúningsorku hjólsins (leiðbeiningar inn á pinterest).
Afrita skjal - Orka verklegar æfingar
Með því að afrita skjal er hægt að sjá nánari útskýring er undir glærunum.
Það er ágætt að hafa þennan frasa í huga. Stundum er sagt Hands-On, Without Minds-On! sem þýðir að nemandi er að leika sér en lærir ekkert af æfingunni. Þess vegna er mikilvægt að hafa námsmarkmiðin skýr og að það sé umræða eða annars konar úrvinnsla í tengslum við æfingarnar.