Hér verða birtar upplýsingar um þau erindi sem flutt verða á öðru tungumáli en íslensku á MenntaStefnumótinu. Síðan verður uppfærð.
Hér má finna Orðalista Miðju máls og læsis sem unninn hefur verið í tengslum við MenntaStefnumótið
Silfurberg kl. 10:00
Pasi Sahlberg
UNSW Sydney
Finnski menntafræðingurinn Pasi Sahlberg hefur starfað sem kennari, fræðimaður og ráðgjafi um árabil. Hann hefur verið ráðgefandi um stefnumótun í menntakerfum í sínu heimalandi og víða um heim. Pasi hefur fengið fjölmargar viðurkenningar fyrir framlag sitt til menntamála, m.a. í Finnlandi, Danmörku og Skotlandi og er að auki gestaprófessor við Harvard-háskóla. Þekktastur er hann hér á landi fyrir bók sína „Finnska leiðin“ í henni setur hann fram hugmyndir sem hafa haft umbreytandi áhrif á menntun víða um heim. Nú starfar Pasi sem prófessor við New South Wales háskólann í Sidney í Ástralíu. Pasi var einn af þeim fræðimönnum sem kom að mótun menntastefnu Reykjavíkur og hefur veitt ráðgjöf við innleiðingu hennar. Í erindi sínu ætlar Pasi að fjalla um þær gríðarlegu breytingar sem heimsfaraldurinn hefur haft á líf okkar allra, samskipti og nám. Streitan og álagið hefur verið prófraun fyrir allt menntakerfið en samhliða höfum við lært að sveigjanleiki, sköpun, samstarf og traust eru þeir þættir sem stuðla að þrautseigju og úthaldi. Pasi mun fjalla um áhrif alls þessa á menntun í alþjóðasamhengi og færa rök fyrir mikilvægi þess að nýta þetta tækifæri til að breyta menntun til framtíðar m.a. með aukinni áherslu á leik barna. Í lok erindisins munu þau Fríða Bjarney Jónsdóttir og Ingvi Hrannar Ómarsson spjalla við Pasi og taka við spurningum frá áhorfendum í gegnum SLIDO. Fríða Bjarney, deildarstýra Nýsköpunarmiðju Menntamála, hefur það hlutverk að styðja starfsstaði skóla- og frístundasviðs við innleiðingu menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Ingvi Hrannar er kennsluráðgjafi í upplýsingatækni hjá sveitarfélaginu í Skagafirði og sérfræðingur hjá skólaþróunarteymi mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna innleiðingar nýrrar menntastefnu Íslands til 2030.
Silfurberg kl. 10:40
Að raungera drauminn - “Living the Dream”
Anne Bamford
City of London
Prófessor Anne Bamford stýrir deild menntunar og hæfni í London auk þess sem hún starfar við rannsóknir m.a. fyrir UNESCO. Hún hefur stýrt stefnumótun í menntamálum í Bretlandi og víðar og leitast við að greina þá hæfni sem mikilvægast er að efla í menntakerfinu. Anne hefur hlotið viðurkenningu á alþjóðavettvangi fyrir rannsóknir sínar á gildi sköpunar, símenntunar og tækni í námi og kennslu. Þá hefur hún rannsakað áhrif nýsköpunar, jafnréttis og margbreytileika á menntun. Anne innleiddi hugtakið „fusion skills“ sem þýða mætti sem „samruna hæfniþátta” og lýsir flóknu samspili fjölbreyttra hæfniþátta sem mikilvægt er að börn tileinki sér til að ná að blómstra í nútíð og framtíð. Í erindi sínu ætlar Anne m.a. að fjalla um hvernig ótti okkar við breytingar og mistök stendur í vegi fyrir því að við breytum út af vananum. Einnig hvernig við getum betur skipulagt skóla- og frístundadaginn og mætt tæknilegum og samfélagslegum áskorunum. Til þess að búa börn undir framtíð í breyttum heimi þurfum við að horfast í augu við það hvaða hæfni er þeim mikilvægust. Tækifærin, en um leið áskoranirnar, liggja m.a. í auknu samstarfi milli formlegrar og óformlegrar menntunar, markvissri starfsþróun og aukinni áherslu á skapandi starf og stafræna tækni í starfi með börnum. Í lok erindisins munu þau Fríða Bjarney Jónsdóttir og Ingvi Hrannar Ómarsson spjalla við Anne og taka við spurningum frá áhorfendum í gegnum SLIDO. Fríða Bjarney, deildarstýra Nýsköpunarmiðju Menntamála, hefur það hlutverk að styðja starfsstaði skóla- og frístundasviðs við innleiðingu menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Ingvi Hrannar er kennsluráðgjafi í upplýsingatækni hjá sveitarfélaginu í Skagafirði og sérfræðingur hjá skólaþróunarteymi mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna innleiðingar nýrrar menntastefnu Íslands til 2030.
Silfurberg kl. 11:20
Nýsköpun í menntamálum - “Innovation in Education”
Paul Bennett
IDEO
Paul Bennett er yfirhönnuður og stjórnandi hjá IDEO einu framsæknasta hönnunarfyrirtæki heims. Hann hefur víða komið að nýsköpun og hönnun m.a. í tengslum við breytingar í menntakerfum. Paul leggur áherslu á að að vekja áhuga og ástríðu hjá þeim sem hann vinnur með. Hann hvetur þá til að hugsa út fyrir kassann og þróa skapandi lausnir sem nýtast öllu samfélaginu. Hann telur góða hönnun vera hreyfiafl breytinga og að knýja megi fram nauðsynlegar breytingar með aðkomu stjórnvalda og fyrirtækja. Paul segir alla geta skapað og telur mikilvægt að börn með skapandi huga fái menntun til að hafa áhrif á framtíðina. Í erindi sínu mun Paul fjalla um hvernig hægt er að byggja á hugmyndafræði hönnunar og nýsköpunar í skóla- og frístundastarfi og gefa dæmi um alþjóðleg umbótaverkefni í menntun og menntakerfum. Í lok erindisins munu þau Fríða Bjarney Jónsdóttir og Ingvi Hrannar Ómarsson spjalla við Paul og taka við spurningum frá áhorfendum í gegnum SLIDO. Fríða Bjarney er deildarstýra Nýsköpunarmiðju Menntamála sem hefur það hlutverk að styðja starfsstaði skóla- og frístundasviðs við innleiðingu menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Ingvi Hrannar er kennsluráðgjafi í upplýsingatækni hjá sveitarfélaginu í Skagafirði og sérfræðingur hjá skólaþróunarteymi mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna innleiðingar nýrrar menntastefnu Íslands til 2030.
Háaloft kl. 09:00
Presentation of the City of Reykjavík's education policy Let our dreams come true and the main emphases in the implementation of the policy in the city's pre-schools, primary schools and leisure centers since its approval in 2018.
Showroom Heilbrigði kl. 14:00-14:45
Jóna Kristín Gunnarsdóttir, ADHD organization
ADHD has an impact on the lives of many individuals and families. They face many challenges on a daily basis since life with ADHD is not an easy one, especially in modern society. This lecture will be held through Microsoft Teams and will be conducted in English.
Sýningarherbergið Fjölmenning og fjöltyngi kl. 15:00-15:45
دردشة تعليمية باللغة العربية للموظفين من أصول أجنبية
Salah Karim Mahmood og Susan Rafik Hama
حادثة تعليمية في ختام اليوم. حیث الموظفين في قسم الأنشطة المدرسية والترفيهية ذوي مستوی أقل في اللغة الأيسلندية يجتمعون معًا ويجرون محادثة بناءة باللغة البولندية حول الأنشطة المدرسية والترفيهية وما وجده المشاركون أكثر إثارة للاهتمام في لمؤتمرالتربوي Menntastefnumót . سوف نتساءل و نناقش كيف يمكننا أن ندع أحلام الأطفال تتحقق.
Menntaspjall á arabísku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna
Menntaspjall í lok dags. Þar sem starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem er styttra komin í íslensku kemur saman og á uppbyggilegt samtal á arabísku um skóla- og frístundamál og það sem þátttakendum þótti áhugaverðast á Menntastefnumótinu. Velt verður vöngum yfir því hvernig við getum látið drauma barna rætast.
Sýningarherbergið Fjölmenning og fjöltyngi kl. 15:00-15:45
Rozmowa edukacyjna w języku polskim dla pracowników obcego pochodzenia.
Magdalena E Andrésdóttir og Dröfn Rafnsdóttir
Rozmowa edukacyjnyja pod koniec dnia. Pracownicy szkȯł, przedszkoli i zajęć w świetlicy, którzy jeszcze nie rozumieją bardzo dobrze języka islandzkiego, będą mieli okazję do spotkania się i przeprowadzenia rozmowy w języku polskim na temat: szkȯł, przedszkoli i zajęć w świetlicy oraz o tym co uznali za najciekawsze podczas Konferencji Polityki Edukacyjnej. Będziemy się zastanawiać w jaki sposȯb możemy spełnić dziecięce marzenia.
Menntaspjall á pólsku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna
Menntaspjall í lok dags. Þar sem starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem er styttra komin í íslensku kemur saman og á uppbyggilegt samtal á pólsku um skóla- og frístundamál og það sem þátttakendum þótti áhugaverðast á Menntastefnumótinu. Velt verður vöngum yfir því hvernig við getum látið drauma barna rætast.
Sýningarherbergið Fjölmenning og fjöltyngi kl. 15:00-15:45
Educational chat in English for staff of foreign origin
Sigrún J Baldursdóttir, Þóra Sæunn Úlfsdóttir og Helga Ágústsdóttir
An educational chat at the end of the day. Where staff in school and leisure activities who have not learned much Icelandic come together and have a constructive conversation, in English, about school and leisure issues and what Menntastefnumótið offered. We will wonder how we can make children's dreams come true.
Menntaspjall á ensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna
Menntaspjall í lok dags. Þar sem starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem er styttra komin í íslensku kemur saman og á uppbyggilegt samtal á ensku um skóla- og frístundamál og það sem þátttakendum þótti áhugaverðast á Menntastefnumótinu. Velt verður vöngum yfir því hvernig við getum látið drauma barna rætast.
Sýningarherbergið Fjölmenning og fjöltyngi
Myndbönd um íslenska skólakerfið á íslensku, ensku, filipseysku, pólsku, arabísku, spænsku, litáíska, víetnömsku og kúrdísku
Háaloft á dagskrá kl. 16:05 - 16:21 - opið allan daginn
Í þessum myndböndum er grundvallaratriðum sem felast í að vinna með börnum á leikskóla gerð skil. Það eru atriði eins og að vera virkur í leik, fara niður í hæð barnanna, að heilsa og kveðja og brosa. Myndböndin eru með íslenskum, enskum og pólskum texta.
Myndböndin eru afurð úr samstarfsverkefni þar sem leikskólarnir Engjaborg, Funaborg, Hólaborg og Sunnufold vinna saman að innleiðingu menntastefnunnar „Látum draumana rætast“ með áherslu á grundvallarþáttinn sjálfseflingu. Verkefnið sem nýtast bæði til sjálfseflingar barna og starfsfólks.