Velkomin á MenntaStefnumót

MenntaStefnumótið er uppskeruhátíð þess nýsköpunar- og þróunarstarfs sem unnið hefur verið að í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar á fyrstu þremur árum innleiðingar Menntastefnu Reykjavíkur „Látum draumana rætast“. Mótið er haldið í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Boðið verður upp á fjórar dagskrárlínur 10. maí 2021 þar sem hægt er að nálgast beinar útsendingar og streymi á fyrirframuppteknum erindum. Í sýningarherbergjum verður hægt að nálgast tengla á ítarefni, myndbönd og erindi í rauntíma í gegnum fjarfundarforrit

Ráðstefnuvefur: menntastefnumot.velkomin.is | Viðburðasíða á Facebook | Instagram | #menntastefnumót

Heildardagskrá - hugmynd

Sýningarherbergin endurspegla áhersluþætti og almennar aðgerðir menntastefnunnar en einnig má finna þar efni frá Menntavísindasvið HÍ og Skólaþróunarsamtökunum