Dagskrá fjarfunda/vinnusmiðja er alltaf birt með fyrirvara um breytingar. Allar tímasetningar eiga við 10. maí 20201
Athugið að málstofurnar (kynningar og umræður) verða teknar upp og stefnt er að því að þær verði aðgengilegar í 6 mánuði í gegnum tengla á vefsíðu MenntaStefnumótsins. Upptökurnar verða geymdar inn á Microsoft Stream og Google Drive og eytt eftir 6 mánuði. Þátttakendum er í sjálfvald sett hvort þeir hafi kveikt á vefmyndavélum og/eða taki þátt í umræðum í gegnum spjallglugga eða með því að kveikja á hljóðnema.
Erindi á fjarfundunum á vegum Skóla- og frístundasviðs munu fara fram í fjarfundarforritinu Microsoft Teams. Ekki er nauðsynlegt að hlaða niður Teams í tölvu til að taka þátt en hins vegar þarf að ná í Teams smáforritið á snjalltæki. Fjarfundir á vegum Menntavísindasviðs HÍ munu fara fram í gegnum fjarfundarforritið ZOOM. Reykjavíkurborg mælir ekki með að Zoom forritinu sé hlaðið niður heldur eingöngu farið inn á fundi í gegnum vafra, sjá nánar leiðbeiningar um Zoom
Upptakan var aðgengileg til 2. júní 2021
Fyrirlestur um ADHD
Jóna Kristín Gunnarsdóttir, ADHD samtökin
Fyrirlestur um ADHD.
Á toppinn
Kjartan Stefánsson og Kristján Sturla Bjarnason, Árbæjarskóli
Erindið er kynning á vinsælli valgrein á unglingastigi í Árbæjarskóla þar sem nemendum gefst kostur á því að fara í fjallgöngur og læra lífsleikni í leiðinni. Farið verður m.a. yfir markmið valgreinarinnar, hvernig tekist hefur til og hverju þetta hefur skilað fyrir skólastarfið.
Ráðleggingar Embættis landlæknis um máltíðir í leik- og grunnskólum
Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Embætti landlæknis
Erindið mun fjalla um næringu, fjölbreytni og hollustu út frá opinberum ráðleggingum og handbókum um skólaeldhús. Einnig verður fjallað um fæðuofnæmi og fæðuóþol og sérfæði því tengdu.
Líðan stúlkna
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, skólastýra Jafnréttisskólans
Mikið hefur rætt um líðan drengja í skólakerfinu en hvað með líðan stúlkna? Kolbrún Hrund fer yfir málin í léttu spjalli um nýjustu niðurstöður frá Rannsóknum og Greiningu.
Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf: Hefur þú áhuga?
Guðrún Ragnarsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Súsanna Margrét Gestdóttir, aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Leiðsagnarviðtal – sýnidæmi:
Íris Björk Eysteinsdóttir, kennsluráðgjafi, leiðsagnarkennari og verkefnastjóri í Hörðuvallaskóla
Birta Rún Jóhannsdóttir, umsjónarkennari í 7. bekk í Hörðuvallaskóla og fimmta árs nemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Hvernig styðjum við kennaranema og nýliða í starfi og stuðlum að starfsvexti þeirra og skólaþróun? Námstækifæri á Menntavísindasviði Háskóla Íslands eru kynnt í þessu myndbandi og sýnt er dæmi um leiðsagnarsamtal kennsluráðgjafa og kennaranema.
Jafnréttisnám með samþættingu leiklistar og samfélagsgreina
Rannveig Björk Þorkelsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Íris Ellenberger, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Rætt verður vítt og breitt um samþættingu leiklistar og samfélagsgreina og sagt frá kennsluþróunarverkefni þar sem kennsla leiklistar og samfélagsgreina er samþætt. Samþættingin á sér stað með sameiginlegri kennslu þvert á námskeiðin og verkefnum sem leiklistar- og samfélagsgreinanemar vinna í sameiningu.
Markmið verkefnisins er að stuðla að samvinnunámi og samstarfi milli faggreina og þjálfa verðandi kennara í nútímakennsluháttum, en samþætting ólíkra námgreina, t.d. með þemaverkefnum, færist sífellt í vöxt í grunnskólum. Það þjálfar jafnframt kennaranema í list- og samfélagsgreinum í að beita skapandi leiðum til að takast á við samfélagslegar áskoranir með grunnskólanemendum.
Vellíðan og velgengni -
Dagleg hreyfing
Selma Birna Úlfarsdóttir, Selásskóli
Farið verður yfir hvað hægt er að gera á ókeypis og einfaldan hátt til að auka vellíðan og velgengni nemenda til að auðveldara þeim nám.
Unglingar í starfsnámi í frístundaheimilum
María Una Óladóttir, frístundaheimilið Brosbær
"Unglingar í starfsnámi í frístundaheimilum" er verkefni sem fór af stað 2014 og þá sem þróunarverkefni frístundaheimila, félagsmiðstöðva og skóla í þáverandi Vættaskóla Engjum og Borgum. Samstarfsverkefnið hefur fest sig í sessi sem fastur liður í vali á unglingastigi. Núna er verkefnið unnið í samstarfi félagsmiðstöðvarinnar Vígynjar, Víkurskóla og frístundaheimilanna Brosbæjar í Engjaskóla og Hvergilands í Borgaskóla.
Leiðsagnarnám. Hvers vegna, hvernig, hvað?
Nanna Kristín Christiansen
Nanna mun kynna nýútkomna bók sína "Leiðsagnarnám. Hvers vegna, hvernig, hvað? og sitja fyrir svörum.
Spurt og svarað um sjálfsfærnivita Seljaskóla
Stjórnendur Seljaskóla
Seljaskóli hefur undanfarin ár byggt upp skilgreint kerfi þegar kemur að vinnu með félagsfærni og leiðir til sjálfseflingar. Hér gefst færi á að spyrja út í efnið en það verður á dagskrá í Rímu.
Spurt og svarað um skapandi námssamfélag og sköpunarver
Fab Lab Reykjavík
Hér gefst færi á að spyrja út í erindið "Skapandi námssamfélag og uppsetning sköpunarvera" en það verður á dagskrá á Háalofti.
Spurt og svarað um Rómafólk og skólagöngu
Marco Solimene, nýdoktor við Mannfræðideild Háskóla Íslands
Hér gefst færi á að spyrja út í erindið "Rómabörn í skóla: áskoranir og lausnir" en það verður á dagskrá á Háalofti.
Geðrækt, forvarnir og stuðningur við börn og ungmenni í skólastarfi
Sigrún Daníelsdóttir, Embætti landlæknis
Á vinnusmiðjunni verður fjallað um afraskstur vinnu starfshóps sem settur var á fót haustið 2018 til að gera tillögur um innleiðingu geðræktarstarfs í leik-, grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Vinna hópsins var liður í geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun stjórnvalda til ársins 2020 þar sem markmiðið var að efla uppeldisskilyrði barna hér á landi þannig að þau stuðli að vellíðan, góðri geðheilsu og félagsfærni.
Starfshópurinn lagði fyrir viðamikla könnun í leik-, grunn- og framhaldsskólum um allt land til að fá yfirlit yfir núverandi stöðu geðræktar, forvarna og stuðnings við börn og ungmenni í skólastarfi hér á landi. Niðurstöður sýndu m.a. að styrkja þarf innviði skólakerfisins til að sinna þessum þætti skólastarfs, bæta þarf starfsaðstæður og vinna markvisst að uppbyggingu þekkingar og færni starfsfólks á öllum skólastigum til að styðja við þroska, líðan, hegðun og samskipti barna og ungmenna. Á öllum skólastigum mætti sömuleiðis efla markvissa kennslu í félags- og tilfinningafærni og gæta þess að nálgun að hegðun barna og ungmenna í skólum sé í samræmi við bestu þekkingu. Þá sýndu niðurstöður að bæta þarf verulega skipulag, utanumhald og framkvæmd á stuðningi við börn og ungmenni í skólastarfi og efla hlutverk skólaþjónustu gagnvart skólum og starfsfólki þeirra.
Niðurstöður könnunarinnar voru nýttar við mótun tillagna til stjórnvalda um markvissa innleiðingu þrepaskipts stuðningskerfia (e. multi-tiered system of support) og annarra umbóta sem gera skólum kleift að sinna geðrækt, forvörnum og stuðningi með öflugri hætti. Starfshópurinn skilaði tillögum sínum haustið 2019 en þær telja yfir 40 aðgerðir sem ná bæði til skólakerfisins og annarra kerfa sem sinna velferð barna og ungmenna. Þær hafa einnig mikilvæga snertifleti við þá heildarendurskoðun á málefnum barna sem hafin er í samvinnu þvert á ráðuneyti hér á landi. Á vinnustofunni verður greint frá aðgerðum áætlunarinnar og þýðingu þeirra fyrir skólastarf og velferð barna hér á landi.
Þróun námssamfélags - hugtakaskilningur í stærðfræði
Menntafléttan - námssamfélög í skóla- og frístundastarfi
Á þessu skólaári hefur námskeiðið Hugtakaskilningur í stærðfræði verið kennt í HÍ og HA undir yfirskriftinni Námssamfélag stærðfræðikennara undir leiðsögn stærðfræðileiðtoga og er það fyrsta námskeiðið sem kennd eru á vegum Menntafléttunnar – námssamfélög í skóla- og frístundastarfi.
Fossvogsskóli, Borgarskóli, Dalskóli og Vesturbæjarskóli fengu styrk frá Reykjavíkurborg til að vera í samstarfi við HÍ við að móta námskeið og fá sérstakan stuðning frá kennurum HÍ. Stærðfræðileiðtogar þessara skóla taka þátt í námskeiðinu Hugtakaskilningur í stærðfræði. Þar að auki koma kennarar námskeiðsins á samstarfsfundi í þessum skólum og styðja leiðtogana við að kynna verkefnið fyrir samkennurum og fylgjast með undirbúningi kennara fyrir kennslustundir og úrvinnslu þeirra eftir kennslu.
Í þessu erindi verður byrjað á að kynna hugmyndafræði námskeiðsins, efnistök og inntak. Síðan ætla stærðfræðileiðtogar Fossvogsskóla, Borgarskóla, Dalskóla og Vesturbæjarskóla að tala um hvernig þeir vinna með námssamfélögunum í sínum skólum. Þeir ætla að segja frá hvernig þeir vinna sem leiðtogar í námssamfélagi, hvernig þeir vinna með námsefni námskeiðsins í námssamfélagi og hvernig kennarar vinna með efni námskeiðsins með nemendum. Að lokum verður örstutt kynning á námskeiðinu Stærðfræðinám og upplýsingatækni ætlað stærðfræðileiðtogum í grunnskólum sem Menntafléttan ætlar að bjóða upp á næsta skólaár.
Reynslunámsferð Þróttheima
Alexía Rut Hannesdóttir og Magnús Björgvin Sigurðsson,
félagsmiðstöðin Þróttheimar
Hver er tilgangurinn með reynslunámsferðum meðal starfsmannahópa í félagsmiðstöðvum? Í þessu erindi verður farið yfir markmið og skipulag reynslunámsferðar sem starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Þróttheimar stefndi á að fara í í byrjun skólaárs. Einnig verður gefið rými til þess að ræða saman um tilgang og mikilvægi reynslunámsferða í starfsmannahópum félagsmiðstöðva.
Því miður er ekki til upptaka frá þessum fjarfundi
Spurt og svarað um íslenskuþorpin í grunnskólum Grafarvogs og Kjalarnes
Stjórnendur í grunnskólum Grafarvogs, Kjalarnesi og frá Íslenskuþorpinu
Hér gefst færi á að spyrja út í erindið "Viltu tala íslensku við mig?" en það verður á dagskrá í Rímu
Kynning á heimasíðu Miðju
máls og læsis
Dröfn Rafnsdóttir, deildarstjóri Miðju máls og læsis
Kynnt verða markmið, hlutverk og verkefni Miðju máls og læsis. Farið verður yfir heimasíðu og bent á það sem hún hefur upp á að bjóða.
The recording was accessable to June 2nd, 2021
What is ADHD?
Jóna Kristín Gunnarsdóttir, ADHD organization
ADHD has an impact on the lives of many individuals and families. They face many challenges on a daily basis since life with ADHD is not an easy one, especially in modern society. This lecture will be held through Microsoft Teams and will be conducted in English.
Rafíþróttastarf í Gufunesbæ
Maríanna Wathne Kristjánsdóttir
Létt kynning á því rafíþróttastarfi sem félagsmiðstöðin Sigyn í Rimaskóla hefur boðið upp á síðustu ár. Í kjölfarið verða samræður um mögulega framþróun og hugmyndum deilt á milli. Hvetjum alla stjórnendur rafíþróttaklúbba til þess að kíkja við og leggja í púkkið.
Funfy - leikjavefur
Sædís Sif Harðardóttir, frístundaheimilið Vogasel
Leikur er ekki bara leikur, heldur mikilvægt og gott tæki til að nýta í hópastarfi sem og einstaklingsvinnu, allt frá því að styrkja almennt og hafa gaman, yfir í að vinna með flókinn vanda. Farið verður yfir þá þætti sem hafa þarf í huga þegar unnin er ákveðin vinna í gegn um leik ásamt því hvernig Funfy síðan getur hjálpað til, en hún er þróuð með það í huga að stytta undirbúningstíma og auðvelda þeim sem nota hana að finna viðeigandi efni fyrir þann hóp sem unnið er með.
دردشة تعليمية باللغة العربية للموظفين من أصول أجنبية
Salah Karim Mahmood og Susan Rafik Hama
حادثة تعليمية في ختام اليوم. حیث الموظفين في قسم الأنشطة المدرسية والترفيهية ذوي مستوی أقل في اللغة الأيسلندية يجتمعون معًا ويجرون محادثة بناءة باللغة البولندية حول الأنشطة المدرسية والترفيهية وما وجده المشاركون أكثر إثارة للاهتمام في لمؤتمرالتربوي Menntastefnumót . سوف نتساءل و نناقش كيف يمكننا أن ندع أحلام الأطفال تتحقق.
Menntaspjall á arabísku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna
Menntaspjall í lok dags. Þar sem starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem er styttra komin í íslensku kemur saman og á uppbyggilegt samtal á arabísku um skóla- og frístundamál og það sem þátttakendum þótti áhugaverðast á Menntastefnumótinu. Velt verður vöngum yfir því hvernig við getum látið drauma barna rætast.
Því miður er ekki til nein upptaka frá þessum fjarfundi / Sorry, this meeting was not recorded
Rozmowa edukacyjna w języku polskim dla pracowników obcego pochodzenia.
Magdalena E Andrésdóttir og Dröfn Rafnsdóttir
Rozmowa edukacyjnyja pod koniec dnia. Pracownicy szkȯł, przedszkoli i zajęć w świetlicy, którzy jeszcze nie rozumieją bardzo dobrze języka islandzkiego, będą mieli okazję do spotkania się i przeprowadzenia rozmowy w języku polskim na temat: szkȯł, przedszkoli i zajęć w świetlicy oraz o tym co uznali za najciekawsze podczas Konferencji Polityki Edukacyjnej. Będziemy się zastanawiać w jaki sposȯb możemy spełnić dziecięce marzenia.
Menntaspjall á pólsku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna
Menntaspjall í lok dags. Þar sem starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem er styttra komin í íslensku kemur saman og á uppbyggilegt samtal á pólsku um skóla- og frístundamál og það sem þátttakendum þótti áhugaverðast á Menntastefnumótinu. Velt verður vöngum yfir því hvernig við getum látið drauma barna rætast.
Því miður er ekki til nein upptaka frá þessum fjarfundi / Sorry, this meeting was not recorded
Educational chat in English for staff of foreign origin
Sigrún J Baldursdóttir, Þóra Sæunn Úlfsdóttir og Helga Ágústsdóttir
An educational chat at the end of the day. Where staff in school and leisure activities who have not learned much Icelandic come together and have a constructive conversation, in English, about school and leisure issues and what Menntastefnumótið offered. We will wonder how we can make children's dreams come true.
Menntaspjall á ensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna
Menntaspjall í lok dags. Þar sem starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem er styttra komin í íslensku kemur saman og á uppbyggilegt samtal á ensku um skóla- og frístundamál og það sem þátttakendum þótti áhugaverðast á Menntastefnumótinu. Velt verður vöngum yfir því hvernig við getum látið drauma barna rætast.
Spurt og svarað um kynusla á frístundaheimilum
Bryngeir A. Bryngeirsson, frístundaheimilið Simbað sæfari
Forstöðumaður frístundaheimilis ögraði staðalímyndum kynjanna eftir að stelpur í fyrsta bekk grilluðu bekkjarbróður sinn fyrir að mæta í kjól á bleika deginum. Hér gefst tækifæri til að spyrja Bryngeir A. Bryngeirsson út í það af hverju maður ætti að valda kynusla með börnum og ungmennum.