Gestgjafar í Silfurbergi eru Soffía Vagnsdóttir og Orri Eliasen
Silfurberg kl. 09:00
Kynning á menntastefnu Reykjavíkur - Textað á íslensku
Fríða Bjarney Jónsdóttir
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur
Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra Nýsköpunarmiðju menntamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.Kynning á menntastefnu Reykjavíkurborgar Látum draumana rætast og helstu áherslur í innleiðingu stefnunnar í skóla- og frístundastarfi borgarinnar frá samþykkt hennar 2018.
Silfurberg kl. 09:22
Siguratriði Skrekks 2021
Langholtsskóli
Siguratriðið kemur úr Langholtsskóla og fjallar um þær óskrifuðu reglur samfélagsins sem unglingum finnst þeir þurfa að fylgja, hvort sem þeim líkar það betur eða verr.
Silfurberg kl. 09:30
Setning MenntaStefnumóts
Dagur B. Eggertsson
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur
Dagur B. Eggertsson setur Menntastefnumótið í beinni útsendingu úr Silfurbergi í Hörpu.
Silfurberg kl. 09:40
Samtal um menntun, menntastefnu og draumadaginn í skóla- og frístundastarfinu
Bára Katrín, Brynjar Bragi, Helgi Grímsson, Skúli Helgason
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur
Bára Katrín Jóhannsdóttir og Brynjar Bragi Einarsson fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar spjalla við Helga Grímsson sviðsstjóra skóla-og frístundasviðs og Skúla Helgason formann skóla- og frístundaráðs um hugmyndir sínar um menntun og draumadaginn í skóla- og frístundastarfi.
Silfurberg kl. 10:00
Menntun til framtíðar að heimsfaraldri loknum
Pasi Sahlberg
UNSW Sydney
Finnski menntafræðingurinn Pasi Sahlberg hefur starfað sem kennari, fræðimaður og ráðgjafi um árabil. Hann hefur verið ráðgefandi um stefnumótun í menntakerfum í sínu heimalandi og víða um heim. Pasi hefur fengið fjölmargar viðurkenningar fyrir framlag sitt til menntamála, m.a. í Finnlandi, Danmörku og Skotlandi og er að auki gestaprófessor við Harvard-háskóla. Þekktastur er hann hér á landi fyrir bók sína „Finnska leiðin“ í henni setur hann fram hugmyndir sem hafa haft umbreytandi áhrif á menntun víða um heim. Nú starfar Pasi sem prófessor við New South Wales háskólann í Sidney í Ástralíu. Pasi var einn af þeim fræðimönnum sem kom að mótun menntastefnu Reykjavíkur og hefur veitt ráðgjöf við innleiðingu hennar. Í erindi sínu ætlar Pasi að fjalla um þær gríðarlegu breytingar sem heimsfaraldurinn hefur haft á líf okkar allra, samskipti og nám. Streitan og álagið hefur verið prófraun fyrir allt menntakerfið en samhliða höfum við lært að sveigjanleiki, sköpun, samstarf og traust eru þeir þættir sem stuðla að þrautseigju og úthaldi. Pasi mun fjalla um áhrif alls þessa á menntun í alþjóðasamhengi og færa rök fyrir mikilvægi þess að nýta þetta tækifæri til að breyta menntun til framtíðar m.a. með aukinni áherslu á leik barna. Í lok erindisins munu þau Fríða Bjarney Jónsdóttir og Ingvi Hrannar Ómarsson spjalla við Pasi og taka við spurningum frá áhorfendum í gegnum SLIDO. Fríða Bjarney, deildarstýra Nýsköpunarmiðju Menntamála, hefur það hlutverk að styðja starfsstaði skóla- og frístundasviðs við innleiðingu menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Ingvi Hrannar er kennsluráðgjafi í upplýsingatækni hjá sveitarfélaginu í Skagafirði og sérfræðingur hjá skólaþróunarteymi mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna innleiðingar nýrrar menntastefnu Íslands til 2030.
Silfurberg kl. 10:40
Að raungera drauminn - “Living the Dream”
Anne Bamford
City of London
Prófessor Anne Bamford stýrir deild menntunar og hæfni í London auk þess sem hún starfar við rannsóknir m.a. fyrir UNESCO. Hún hefur stýrt stefnumótun í menntamálum í Bretlandi og víðar og leitast við að greina þá hæfni sem mikilvægast er að efla í menntakerfinu. Anne hefur hlotið viðurkenningu á alþjóðavettvangi fyrir rannsóknir sínar á gildi sköpunar, símenntunar og tækni í námi og kennslu. Þá hefur hún rannsakað áhrif nýsköpunar, jafnréttis og margbreytileika á menntun. Anne innleiddi hugtakið „fusion skills“ sem þýða mætti sem „samruna hæfniþátta” og lýsir flóknu samspili fjölbreyttra hæfniþátta sem mikilvægt er að börn tileinki sér til að ná að blómstra í nútíð og framtíð. Í erindi sínu ætlar Anne m.a. að fjalla um hvernig ótti okkar við breytingar og mistök stendur í vegi fyrir því að við breytum út af vananum. Einnig hvernig við getum betur skipulagt skóla- og frístundadaginn og mætt tæknilegum og samfélagslegum áskorunum. Til þess að búa börn undir framtíð í breyttum heimi þurfum við að horfast í augu við það hvaða hæfni er þeim mikilvægust. Tækifærin, en um leið áskoranirnar, liggja m.a. í auknu samstarfi milli formlegrar og óformlegrar menntunar, markvissri starfsþróun og aukinni áherslu á skapandi starf og stafræna tækni í starfi með börnum. Í lok erindisins munu þau Fríða Bjarney Jónsdóttir og Ingvi Hrannar Ómarsson spjalla við Anne og taka við spurningum frá áhorfendum í gegnum SLIDO. Fríða Bjarney, deildarstýra Nýsköpunarmiðju Menntamála, hefur það hlutverk að styðja starfsstaði skóla- og frístundasviðs við innleiðingu menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Ingvi Hrannar er kennsluráðgjafi í upplýsingatækni hjá sveitarfélaginu í Skagafirði og sérfræðingur hjá skólaþróunarteymi mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna innleiðingar nýrrar menntastefnu Íslands til 2030.
Silfurberg kl. 11:20
Nýsköpun í menntamálum - “Innovation in Education”
Paul Bennett
IDEO
Paul Bennett er yfirhönnuður og stjórnandi hjá IDEO einu framsæknasta hönnunarfyrirtæki heims. Hann hefur víða komið að nýsköpun og hönnun m.a. í tengslum við breytingar í menntakerfum. Paul leggur áherslu á að að vekja áhuga og ástríðu hjá þeim sem hann vinnur með. Hann hvetur þá til að hugsa út fyrir kassann og þróa skapandi lausnir sem nýtast öllu samfélaginu. Hann telur góða hönnun vera hreyfiafl breytinga og að knýja megi fram nauðsynlegar breytingar með aðkomu stjórnvalda og fyrirtækja. Paul segir alla geta skapað og telur mikilvægt að börn með skapandi huga fái menntun til að hafa áhrif á framtíðina. Í erindi sínu mun Paul fjalla um hvernig hægt er að byggja á hugmyndafræði hönnunar og nýsköpunar í skóla- og frístundastarfi og gefa dæmi um alþjóðleg umbótaverkefni í menntun og menntakerfum. Í lok erindisins munu þau Fríða Bjarney Jónsdóttir og Ingvi Hrannar Ómarsson spjalla við Paul og taka við spurningum frá áhorfendum í gegnum SLIDO. Fríða Bjarney er deildarstýra Nýsköpunarmiðju Menntamála sem hefur það hlutverk að styðja starfsstaði skóla- og frístundasviðs við innleiðingu menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Ingvi Hrannar er kennsluráðgjafi í upplýsingatækni hjá sveitarfélaginu í Skagafirði og sérfræðingur hjá skólaþróunarteymi mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna innleiðingar nýrrar menntastefnu Íslands til 2030.
Silfurberg kl. 12:00
Hádegishlé
Hádegishléið er frábært tími til að næra líkama og sál og eiga í uppbyggilegum faglegum samræðum um þau frábæru erindi og verkefni sem kynnt hafa verið fyrir hádegi. Mælum einnig með að skoða sýningarherbergin þar sem finna má gríðarlegt magn af fjölbreyttu efni og taka þátt í áhugaverðum málstofum sem tengjast innleiðingu menntastefnu Reykjavíkur.
Silfurberg kl. 12:30
Látum draumana rætast
Alma Möller
Alma Dagbjört Möller landlæknir segir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi hafa unnið þrekvirki í heimsfaraldrinum. Hún flytur þakkir og fylgir eftir einum af fimm grunnþáttum menntastefnunnar, heilbrigði.
Silfurberg kl. 12:35
Tökum stökkið, Draumar og landamæri
Oddný Sturludóttir
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Oddný Sturludóttir er menntunarfræðingur og aðjunkt. Hún starfar sem verkefnastjóri á Menntavísindasviði um Menntafléttu, Komdu að kenna og Menntamiðju. Hún kennir meistaranemum í tómstunda- og félagsmálafræði og stjórnun menntastofnana stjórnunarfræði og um samstarf ólíkra fagstétta. Áður fyrr kenndi Oddný börnum og unglingum á píanó, vann við ritstörf og sat í borgarstjórn Reykjavíkur. Þar tók hún þátt í stofnun Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur enda trúir hún því að draumar barna rætist í samstarfi.Í erindi sínu mun Oddný ræða samstarf þvert á landamæri þekkingar, þar sem fólk með ólíka sýn á nám, börn og unglinga mætist. Hvaða nám á sér stað þar? Hvaða áhætta er í því fólgin? Við sögu koma kunnugleg andlit samstarfs úr ólíkum hverfum, hið félagslega lím- og töfrarnir sem felast í því að taka stökkið og stíga til baka.
Silfurberg kl. 12:50
Hvert stefnum við? Skóla- og frístundastarf í nútíð og framtíð
Kolbrún Pálsdóttir
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Kolbrún Þ. Pálsdóttir tekur saman það helsta úr dagskrá morgunsins og stýrir að því loknu sófaspjalli þar sem góðir gestir ræða menntun í nútíð og framtíð. Áhorfendur geta sent inn spurningar í gegnum SLIDO. Í starfi sínu sem forseti MVS tekur Kolbrún þátt í að byggja upp nám, rannsóknir og nýsköpun á sviði menntunar ásamt breiðum hópi samstarfsfólks innan og utan háskólans. Kolbrún tók þátt í að móta og þróa frístundaheimilin, bæði sem fagaðili á árunum 2002-2008 og eftir þann tíma sem rannsakandi. Hún hefur óbilandi trú á samvinnu milli ólíkra fagstétta og leggur áherslu á aukinn skilning á samþættu námi sem fléttar saman styrkleika formlegs og óformlegs náms. Björgvin Ívar Guðbrandsson er kennari og verkefnastjóri við Langholtsskóla í Reykjavík og Menntavísindasvið HÍ. Hann hefur starfað við kennslu í rúm 20 ár og allan þann tíma verið virkur þáttakandi í ýmiskonar þróunarstarfi á þeim vettvangi. Björgin er einn þeirra sem hefur leitt þróunarverkefnið Smiðjur sem hefur það markmið að auka veg þverfaglegra viðfangsefna með áherslu á sköpun, lykilhæfni og nýtingu upplýsingatækni í námi en í fyrra hlaut Langholtsskóli íslensku menntaverðlaunin fyrir þá vinnu. Guðrún Sólveig er leikskólastjóri í Rauðhól, stærsta leikskóla borgarinnar en hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt. Guðrún segist hafa verið mjög lánsöm þegar hún fann draumastarfið sitt aðeins 17 ára gömul en þá hóf hún störf í leikskóla og síðan hefur hún upplifað ótrúleg ævintýr með kraftmiklu og metnaðarfullu samstarfsfólki. Henni finnst mest spennandi við starfið að vinna með börnum og fjölskyldum þeirra, fá tækifæri til að efla styrkleika hvers einstaklings og sjá drauma barna, starfsfólks og foreldra rætast á degi hverjum. Guðrún Kaldal er framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar sem þjónustar Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar. Þar er hún hluti ef geggjuðu teymi fagmanna í skóla- og frístundastarfi. Guðrún hefur unnið hjá Reykjavíkurborg í yfir 30 ár. Hún hefur brennandi áhuga á frístundastarfi og velferð barna og unglinga og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyri. Í Tjörninni er lögð áhersla á jákvæð samskipti og að vinna með verndandi þætti í uppeldi. Guðrún hlakkar alla daga til þess að mæta í vinnuna og er stolt af því að tilheyra samfélagi Tjarnarinnar. Hafsteinn Vilhelmsson er starfandi dagskrágerðamaður og verkefnastjóri hjá RÚV. Hann vann í frístundamiðstöðinni Miðbergi í um 10 ár en hann elskar Breiðholtið þar sem hann ólst upp. 2012 útskrifaðist hann sem leikari úr Kvikmyndaskóla Íslands og landaði um leið sínu stærsta hlutverki það ár þegar hann varð pabbi.
Silfurberg kl. 13:30
Fyrirmyndarstarfsstaður ársins
Helgi Grímsson
Skóla- og frístundasvið
Helgi Grímsson tilkynnir hvaða starfsstaðir SFS hljóta viðurkenninguna “Fyrirmyndarstarfsstaður ársins 2021” byggt á viðhorfskönnun starfsmanna Reykjavíkurborgar.
Silfurberg kl. 13:45
Afhending Hvatningarverðlauna
Alexandra Briem
Skóla- og frístundaráð
Alexandra kynnir verðlaunahafa og viðurkenningar hvatningaverðlauna skóla- og frístundaráðs 2021.
Silfurberg kl. 14:15
Barnamenningarhátíð heim til þín
Skóla- og frístundasvið og RÚV
Stórkemmtilegur fjölskylduþáttur tileinkaður listum og menningu barna og ungmenna í ljósi þess að ekki er hægt að halda Barnamenningarhátíð með eðlilegum hætti. Í þættinum heyrum við meðal annars frumsamið píanóverk eftir 12 ára snilling, söngkonan Bríet flytur nýtt lag, við skoðum býflugur og eldgosa-óskir, Emmsjé Gauti og Johnny boy ræða rapp og margt fleira.
Ríma kl. 08:45
Lestur til árangurs og Snillismiðja Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli
Hljóðvarp, leiksvið, lestur, margmiðlun og sköpun
Ríma kl. 08:55
Glæpavettvangur í Norðlingaskóla
Sigrún Valgerður, Viktoría Unnur og Guðrún María
Norðlingaskóli
Verkefnið var unnið af íslenskukennurum á miðstigi í Norðlingaskóla í anda leiðsagnarnáms og stuðst var við hugmyndafræði ,,rætt til ritunar” eða Talk for writing. Nemendur settu sig í spor rannsóknarlögreglu og unnu ýmis ritunarverkefni sem tengdust glæpavettvangi. Einnig settu nemendur sig í spor fréttamanna og rituðu fréttir af glæpnum.
Ríma kl. 09:05
Skapandi skil í Engjaskóla
Jóhanna Höskuldsdóttir
Engjaskóli
Kynning á valvegg - leiðir að fjölbreyttum skilum verkefna: Jóhanna Höskuldsdóttir kynnir verkefnið og síðan fylgja dæmi um skapandi skil nemenda.
Ríma kl. 09:15
Tjáskipti í Klettaskóla
Hanna Rún Eiríksdóttir
Klettaskóli
Fjallað verður um nýtt tjáskiptaforrit, Snap Core First, sem þýtt hefur verið á íslensku og hvernig það hefur, hingað til, reynst nemendum Klettaskóla. Forritið verður kynnt stuttlega auk þess sem sýnd verða myndbönd þar sem nemendur nota tjáskiptatölvu til að tjá sig.
Ríma kl. 09:50
Látum draumana rætast
Bergur Ebbi Benediktsson
Bergur Ebbi rithöfundur og uppistandari er sannfærður um að draumar rætist á hverjum degi í skóla- og frístundastarfinu. Hann vill efla hagsmunalæsi, en læsi er einn af grunnþáttum menntastefnunnar.
Ríma kl. 09:55
Heimsmynd Víkurskóla
Hanna Margrét, Ingvi Hrafn Laxdal og Þuríður
Víkurskóli
Víkurskóli er að feta sín fyrstu spor í því að auka list- og verkgreinar, nota nýsköpunarhugsun og vinna með hönnunarferli. Hér gefur að líta stutt kynningarmyndband á því hvernig okkur hefur tiltekist á þessu annars undarlega fyrsta starfsári skólans.
Ríma kl. 10:05
Gleðigjörningur í Covid höftum
Réttarholtsskóli
Þann 13. nóvember 2020 átti gleðigjörningur í Réttarholtsskóla sér stað þar sem dansað var við taktfast lagið ,,Jerusalema“. Allir tóku þátt , nemendur og starfsmenn, rúmlega 400 manns. Hvert sótthólf átti ,,sitt“ svæði við skólann og settir voru upp hátalarar sem vörpuðu tónlistinni til allra. Í atriðinu var varpað ljósi á þau höft sem skólinn býr við en það er um leið heimild um ástand sem kemur vonandi ekki aftur. Hér er drónamyndbandið: https://youtu.be/0wKHps44XcA Markmið gjörningsins var:
1. Hleypa gleði inn í umhverfi hafta og Covid-19
2. Sýna að hægt er að skemmta sér innan sóttvarnareglna grunnskólanna
3. Gera samtakamátt áþreifanlegan
4. Efla allt skólasamfélagið
5. Danskennsla
6. Aukin hreyfing
7. Vekja athygli á sóttvörnum
Ríma kl. 10:10
Eðlisfræðikennsla - nám af neti
Víðir Þórarinsson
Norðlingaskóli
Fjarkennsla í eðlisfræði í unglingadeild. Í samkomubanninu í haust var farið af stað með fjartíma í eðlisfræði hjá 10. bekk. Ánægja var með þetta fyrirkomulag og þegar nemendur gátu farið að mæta í skólann aftur þá var ákveðið að halda áfram með fjartímana ásamt stuðningstímum í skólanum. Fjartímarnir eru yfirleitt byggðir upp þannig að við horfum saman á kennslumyndband í gegnum google-meet og hver einstaklingur svarar svo spurningum eftir það. Kennari fylgist með öllum svörum, gefur endurgjöf og aðstoðar.
Ríma kl. 10:20
Dagur gegn einelti
Vanda Sigurgeirsdóttir
KVAN
Vanda Sigurgeirsdóttir gefur góð ráð í baráttunni gegn einelti
Ríma kl. 10:35
Glowforge í Borgaskóla
Signý Traustadóttir og Unnur Jónsdóttir
Borgaskóli
Myndband um notkun Glowforge laserskera í skólastarfi Borgaskóla
Ríma kl. 10:45
Látum draumana rætast
Kristín Jónsdóttir
Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur, átti sér ung þann draum að verða vísindamaður. Hún hefur áhyggjur af stöðu drengja í grunnskólanum og vill aukna áherslu á þverfagleg teymi í námi og kennslu.
Ríma kl. 10:50
Smiðjan: Samþætting, teymiskennsla, tækni og sköpun í unglingakennslu.
Hjalti Halldórsson, Þorleifur Örn og Jóhanna Björk
Langholtsskóli
Í þessu myndbandi er kíkt í heimsókn í smiðjuna í Langholtsskóla. Kennarar ræða upplifun sína af teymiskennslu og samþættingu og hag ákveðinna námsgreina af samþættingunni. Einnig er komið inn á skipulag kennslunnar og hvernig reynt er að gera námsumhverfið og umgjörðina fyrir nám nemanda sem mest skapandi. Vonandi gefur þetta myndband innsýn í starfið okkar en auðvitað viljum við líka að það veki spurningar og við erum spennt að svara :)Nánari upplýsingar er að fá meðal annars að finna á vefnum okkar www.smidjan.com
Ríma kl. 11:05
Á toppinn: Lífsleikni í óbyggðum - kynning á valgrein í Árbæjarskóla
Kjartan Stefánsson og Kristján Sturla Bjarnason
Árbæjarskóli
Erindið er kynning á vinsælli valgrein á unglingastigi í Árbæjarskóla þar sem nemendum gefst kostur á því að fara í fjallgöngur og læra lífsleikni í leiðinni. Farið verður m.a. yfir markmið valgreinarinnar, hvernig tekist hefur til og hverju þetta hefur skilað fyrir skólastarfið.
Ríma kl. 11:10
Austur-Vestur sköpunarsmiðjur
Ingunnarskóli, Selásskóli og Vesturbæjarskóli
Hér verður sagt frá þróunarverkefninu Austur - Vestur sem er samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla um sköpunarsmiðjur. Markmið með verkefninu er að stuðla að aukinni sköpun og notkun tækni í skólastarfi, tengslum náms við samfélagið, breytingastarfi og því hvernig skólinn fer að því að mæta í verki ákalli um nútímalegt og uppbyggilegt skólastarf. Verkefnið er stutt af rannsóknarteymi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands sem hefur fylgst með frá upphafi. Skólarnir deila verkefnum og reynslu sín á milli til þess að læra hver af öðrum sem stuðlar að góðu samstarfi. Gott samstarf kennara í teymiskennslu, samstarf verkefnastjóra, stjórnenda og rannsóknateymis frá Menntavísindasviði eru lykilatriði við framgang verkefnisins.Kíktu í heimsókn í án grímu í gegnum gagnvirka kortið í sýningarrýminu Stafræn tækni.
Ríma kl. 11:30
Þematengt nám með byrjendalæsi
Helga Kristín Olsen, Katrín Cýrusdóttir, Matthildur M. Björgvinsdóttir
Húsaskóli
Þematengt nám á yngsta stigi í Húsaskóla þar sem unnið er eftir aðferðafræði Byrjendalæsis. Námsgreinar eru samþættar þar sem lögð er áhersla á samþættingu náttúrufræði, samfélagsfræði, stærðfræði og íslensku og er leitast við að vinna skapandi verkefni þar sem verk nemenda fá notið sín og þeim gert hátt undir höfði. Unnið er þverfaglegum teymum og vinna nemendur í hópum þvert á árganga. Komið er til móts við nemendur með fjölbreyttu námi í samræmi við áhuga og hæfileika hvers og eins. Aðferðin eykur þekkingu á samfélagi og náttúru og styður við lýðræðislega þátttöku nemenda.Hægt er að nálgast meira efni tengt læsi ísýningarrými um læsi.
Ríma kl. 11:50
Draumaskólinn Fellaskóli
Fellaskóli
Fellaskóli vinnur að verkefni undir heitinu Draumaskólinn. Markmiðið með verkefinu er að nemendur bjóðist framúrskarandi menntun, nái góðum árangri þannig að þeir geti látið drauma sína rætast. Leiðarljós í skólastarfinu eru 1) mál og læsi, 2) leiðsagnarnám, 3) tónlist og skapandi skólastarf. Í myndbandinu segja Brynja Baldursdóttir, Inga Björg Stefánsdóttir og María Birgisdóttir deildarstjórar verkefna frá Draumaskólanum.
Ríma kl. 12:15
Viðtöl við fyrirmyndir
Skender Morina
Sérfræðingur í áhættustýringu
Í verkefninu fyrirmyndir fékk skóla- og frístundasvið (SFS) einstaklinga af erlendum uppruna til að vera með stutt innlegg með skilaboðum til nemenda, foreldra og starfsmanna SFS. Markmið myndbandanna er að vekja athygli á fjölbreytileika samfélagsins og þeim fjölmörgu fyrirmyndum með ólíkan bakgrunn og reynslu þeirra að alast upp og láta drauma sína rætast í íslensku samfélagi. Myndböndin verða aðgengileg í verkfærakistu á Menntastefnuvef SFS.
Ríma kl. 12:30
Sjálfsfærniviti Seljaskóla
Skólastjórnendur Seljaskóla
Seljaskóli
Seljaskóli hefur undanfarin ár byggt upp skilgreint kerfi þegar kemur að vinnu með félagsfærni og leiðir til sjálfseflingar. Kerfið er sett upp í mynd vita og mun myndband fara í gegnum meginþætti vinnunnar og það kjarnastarf sem unnið er í skólanum vegna þessara efnisþátta. Í kjölfar fyrstu kynningar verður boðið uppá að skólastjórnendur svari spurningum ef upp kunna að koma. Skyggnusýning verður höfð sem viðhengi við myndbandið fyrir þá sem ekki ná lifandi spjallinu að myndbandi loknu.
Ríma kl. 12:50
Vikasex - Samskiptamiðlar
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir
Jafnréttisskóli Reykjavíkur
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir fer yfir góð ráð í tengslum við kynlíf og samskiptamiðla.
Ríma kl. 13:00
Viðtöl við fyrirmyndir
Pawel Bartoszek
Stærðfræðingur og borgarfulltrúi
Í verkefninu fyrirmyndir fékk skóla- og frístundasvið (SFS) einstaklinga af erlendum uppruna til að vera með stutt innlegg með skilaboðum til nemenda, foreldra og starfsmanna SFS. Markmið myndbandanna er að vekja athygli á fjölbreytileika samfélagsins og þeim fjölmörgu fyrirmyndum með ólíkan bakgrunn og reynslu þeirra að alast upp og láta drauma sína rætast í íslensku samfélagi. Myndböndin verða aðgengileg í verkfærakistu á Menntastefnuvef SFS.
Ríma kl. 13:15
Töfrar leiksýningar 7. bekkja undir handleiðslu LoVe teymisins
Melaskóli
Samvinna LoVe teymisins í leikriti 7. bekkja kynnt þar sem farið er í ferlið frá smiðjum til sýninga. LoVe teymið skipa list- og verkgreinakennararnir: María Oddný Sigurðardóttir, Svava María Þórðardóttir, Marta Hrafnsdóttir, Sesselja G. Magnúsdóttir, Magnús Valur Pálsson, Sonný Hilma L. Þorbjörnsdóttir, Sigrún Baldursdóttir, Sveinn Bjarki Tómasson
Ríma kl. 13:31
Viltu tala íslensku við mig?
Grunnskólarnir í Grafarvogi, á Kjalarnesi og Íslenskuþorpið
Grunnskólarnir í Grafarvogi og á Kjalarnesi eru með samstilltu átaki að vinna að innleiðingu nýrra leiða í kennslu íslensku sem annars máls undir yfirskriftinni Viltu tala íslensku við mig? Markmiðið er að gera nemendur með íslensku sem annað mál að virkum þátttakendum í skólastarfinu og skólasamfélaginu. Verkefnið tengist sérstaklega samfélags- og læsisþætti menntastefnunnar þar sem megináhersla er lögð á hæfnina til að eiga árangursrík samskipti í skólanum og úti í samfélaginu ásamt því að geta lesið, skilið og túlkað mál, texa, umhverfi og hegðun. Allt starfsfólk skólanna fær fræðslu um fjölmenningu og fjölmenningarlega kennsluhætti og erlendu starfsfólki boðið upp á íslenskunámskeið með mentor.
Ríma kl. 14:02
Sund- og íþróttakennsla í Norðlingaskóla
Sandra Rán Garðarsdóttir, Rakel Logadóttir, Elvar Þór Friðriksson og Jakob Leó Bjarnason
Norðlingaskóli
Hér verður sýnt frá því hvernig Sandra Rán Garðarsdóttir kennir yngstu nemendunum fyrstu sundtökin í bringusundi. Hún sýnir hvaða kennsluaðferðir hún notar til að nemendur nái þessari mikilvægu grunnfærni. Í upphafi eða í lok íþróttatíma byrja íþróttakennararnir á því að fara með nemendum í gegnum hugleiðslu/slökun en það fyrirkomulag hefur skilað sér í betri virkni og líðan nemenda. Rakel Logadóttir segir frá hreyfiskýrslum sem hún hefur verið að vinna með á unglingastigi.
Ríma kl. 14:17
Látum draumana rætast
Elíott Thorsteinsson
Elíott Thorsteinsson grunnskólanemi vill efla fræðslu um transbörn í skólakerfinu – því meiri fræðsla því minni hræðsla. Kynheilbrigði fellur undir flesta grunnþætti menntastefnunnar.
Ríma kl. 14:20
Samstarf félagsmiðstöðvarinnar Frosta og Hagaskóla
Hagaskóli og félagsmiðstöðin Frosti
Samstarf félagsmiðstöðvarinnar Frosta og Hagaskóla
Ríma kl. 14:40
Sjálfsþekking í þágu náms
Arndís Steinþórsdóttir og Ingunn Ásta Sigmundsdóttir
Háteigsskóli
Í nútímasamfélagi er sjálfsþekking mikilvæg. Skapa þarf aðstæður til að efla færni í hvetjandi námsumhverfi þar sem leitast er við að efla einstaklinginn sem virkan þátttakanda. Með því að gefa nemendum tækifæri til að njóta styrkleika sinna er stutt við uppbyggingu jákvæðrar sjálfsmyndar. Markmiðið er alltaf að styðja við nemandann svo hann læri að taka ábyrgar og upplýstar ákvarðanir í tengslum við eigið líf. Verkefnið kallast á við Menntastefnu Reykjavíkurborgar þar sem barnið er í öndvegi. Fagmennska og samstarf snýst um velferð nemenda og að örva starfsgleði þeirra og frjóa hugsun. Í kjölfar markþjálfunar styrkist þrautseigjuvöðvinn, vellíðan eykst og með bættri yfirsýn og auknum námsárangri styrkist sjálfsmyndin.
Ríma kl. 14:50
Stærðfræði í daglegu lífi - Samvinnunám á miðstigi
Ylfa Sigurðard., Valdís Valbergsd. og Þórunn Eggertsd.
Norðlingaskóli
Verkefnið er byggt á gömlum grunni en hér var unnið í anda leiðsagnarnáms þar sem nemendur voru hvattir til að tala um stærðfræðihugtök, fengu fyrirmyndir og lögðu sitt af mörkum í leit að fjölbreyttum lausnaleiðum í verkefnavinnunni.
Ríma kl. 15:00
Fyrirmyndir
Zivilé Vaisyté
MS í sálfræði og raðgjafi hjá Farteymi í Reykjavík
Í verkefninu fyrirmyndir fékk skóla- og frístundasvið (SFS) einstaklinga af erlendum uppruna til að vera með stutt innlegg með skilaboðum til nemenda, foreldra og starfsmanna SFS. Markmið myndbandanna er að vekja athygli á fjölbreytileika samfélagsins og þeim fjölmörgu fyrirmyndum með ólíkan bakgrunn og reynslu þeirra að alast upp og láta drauma sína rætast í íslensku samfélagi. Myndböndin verða aðgengileg í verkfærakistu á Menntastefnuvef SFS.
Ríma kl. 15:15
Upplýsingatækni á yngsta stigi
Hildur Björk, Jakobína Kristín og Emma-Jane
Laugarnesskóli
Sýnt og sagt frá, dæmi um hvernig spjaldtölvur og kennsluhugbúnaður nýtist til að auðga nám og kennslu í 3.-5. bekk í Laugarnesskóla.
Ríma kl. 15:25
Herramenn/Ungfrúr
Belinda Ýr Hilmarsdóttir
Norðlingaskóli
Við í 1. og 2. bekk ákváðum að taka fyrir bækurnar um Herramennina/Ungfrúr þar sem við vildum taka fyrir sögugerð, sögupersónur og umhverfi. Fannst okkur þessar bækur stuttar, hnitmiðaðar og einfalt er að sjá umhverfið og sögupersónur. Kennarar voru duglegir að lesa bækur fyrir nemendur og rætt var um uppsetningu bókarinnar, persónur og umhverfi. Nemendur fengu svo þau skilaboð að allir ættu að skrifa sína eigin bók um Herramann/Ungfrú. Fyrsta verkefnið var því að skapa sína eigin persónu og gefa henni nafn. Næst var hugsað svolítið um hvernig persóna hún væri, góð, fýlugjörn, jákvæð eða neikvæð. Þá þurftu allir að teikna persónuna aftur, skrifa nafnið hennar, velja lýsingarorð sem hæfa henni og skrifa tvær til þrjár málsgreinar sem lýsa persónuninni. Þriðja verkefni var hugarkort þar sem skrifa þurfti um aðalpersónuna, umhverfið, hvernig hún hagar sér og hvort einhverjir aðrir séu í sögunni. Að lokum þurftu nemendur að skrifa söguna, annað hvort á laus blöð eða í sögubók. Kennarar fóru yfir, leiðréttu og leiðbeindu nemendum. Sagan var svo hreinskrifuð í bók sem nemendur útbjuggu og þurftu að myndskreyta. Í einhverjum tilfellum skrifaði kennarinn söguna upp í tölvu og fengu nemendur að klippa niður og líma í sína bók eða kennari skrifaði fyrir þá.
Ríma kl. 15:30
Menningarmót í 5.bekk
Háteigsskóli
Á Menningarmótum fá þátttakendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi. Ekki er endilega um að ræða þjóðarmenningu eða upprunamenningu einstaklinga heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem skiptir hann mestu máli eða vekur áhuga hans. Sjá nánar hér: https://tungumalatorg.is/menningarmot
Ríma kl. 15:45
Sjálfbærni - náttúra - sköpun (LÁN)
Foldaskóli
Í janúar 2021 hófst samstarf miðstigs Foldaskóla við LÁN – listrænt ákall til náttúrunnar. Lögð var áhersla á sjálfbærni, náttúru og sköpun í samstarfinu. Foldaskóli er Grænfánaskóli og heilsueflandi skóli og kallaðist verkefnið því vel á við áherslur skólans í umhverfismálum. Í 5. bekk völdu nemendur og kennarar að vinna með plast og því var lögð áhersla á fræðslu um plast og skaðleg áhrif þess á náttúruna og sömuleiðis hvernig hægt væri að endurnýta það. Í 6. bekk var lögð áhersla á veður og áhrif loftslagsbreytinga á náttúruna en áhersluatriði 7. bekkjar tengdust lífsferli bómullar með áherslu á að auka skilning nemenda á samhengi neyslu, samfélags og náttúru jarðar. Á þemadögum í mars sl. var síðan unnið með viðfangsefnin á þverfaglegan hátt með aðstoð listamanna á vegum LÁN. Aðkoma þeirra byggði á að nemendurnir kynntust málefnum náttúrunnar á listrænan og nýstárlegan hátt. Listamennirnir ásamt kennurum settu upp smiðjur sem gengu út á að krakkarnir gætu sýnt frumkvæði með því að dýpka þekkingu sína á þeim málefnum sem þeir höfðu rannsakað. Lögð var áhersla á að verkefnin væru unnin af nemendum en markmiðið var meðal annars að hvetja börnin til góðra verka í umhverfisvernd og sjálfbærni og að virkja sköpunargleðina. Fram að þemadögum höfðu kennarar unnið á einn eða annan hátt með nemendum að undirbúningi, meðal annars í náttúrufræði og umhverfismennt. Verkefnið var sent í keppnina Varðliðar umhverfisins 2021 og vann til verðlauna þar. Varðliðar umhverfisins er keppni á vegum Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Landverndar og Miðstöðvar útivistar og útináms.
Ríma kl. 15:55
Mig dreymir um að verða: lögreglumaður, listakona, dýralæknir
Dr. Hoda Thabet og Aðalheiður Diego Hjálmarsdóttir
Álftamýrarskóli
Í verkefninu Að endurskrifa sögur stríðs í sögur friðar greina nemendur við stoðdeild Birtu lífssögu sína og segja frá sínum draumum. Þau ræða hvernig þau geti lagt sitt af mörkum til að láta drauma sína rætast. Börnin lesa saman valdar barnasögur frá ýmsum menningarheimum sem koma inn á hluti eins og að taka jákvæðar ákvarðanir, hjálpa öðrum og sýna aðgát. Verkefnið byggist á því að hjálpa innflytjendabörnum, 10-14 ára, að segja frá, greina og endurskrifa lífssögur sínar. Eitt af markmiðum verkefnisins er að hjálpa börnunum að öðlast sjálfstraust og von um bjarta framtíð.
Háaloft kl. 08:08
Samtal við börn um leikskólastarf
Leikskólinn Ægisborg
Í myndbandinu er rætt við nokkur börn í Ægisborg um leikskólastarfið, þeirra upplifun af áhersluþáttum menntastefnunnar og leikskólalífinu almennt. Raddir barna og þeirra sjónarmið um leikskólalífið eru einn af mikilvægastu þáttunum sem taka þarf mið af í þróun og skipulagi á leikskólastarfi.
Háaloft kl. 09:00
Kynning á menntastefnu Reykjavíkur - English subtitles
Fríða Bjarney Jónsdóttir
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur
Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra Nýsköpunarmiðju menntamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.Kynning á menntastefnu Reykjavíkurborgar Látum draumana rætast og helstu áherslur í innleiðingu stefnunnar í skóla- og frístundastarfi borgarinnar frá samþykkt hennar 2018.
Háaloft kl. 09:22
#útierbest
Ævar Aðalsteinsson, Nils Óskar Nilsson, Stína Bang
MÚÚ
Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ) er miðlæg þekkingarstöð á sviði útivistar og útináms fyrir skóla- og frístundarstarf í Reykjavík. Sagt er frá þremur skemmtilegum dagskrárliðum sem MÚÚ stendur fyrir og eru til þess fallnir að efla útivist og útinám í nærumhverfi barna og unglinga í skóla og frístundastarfi:
-Úti er ævintýri útinámsdagskrá
-Lundurinn útikennslustofa og útieldhús
-Efnisveitan náttúrulegur efniviður
Háaloft kl. 09:31
Einhverfa
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir
Einhverfusamtökin
Einhverfusamtökin bjóða upp á fræðsluerindi fyrir skóla, atvinnulífið og aðra aðila sem áhuga hafa á að fræðast um einhverfu. Guðlaug Svala Kristjánsdóttir annast fræðslustarf samtakanna. Fræðslan miðar að því að auka skilning og þekkingu á einhverfurófinu og þar með stuðla að bættum samskiptum og líðan, hvort sem er í skóla, vinnu eða lífinu almennt. Fræðsla um einhverfu er mikilvægur hluti af sí- og endurmenntun fyrir starfsfólk í skólum, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu, sem og stjórnendur í atvinnulífinu.
Háaloft kl. 10:12
Frístundalæsi: Efling máls og læsis á frístundaheimilum
Tinna Björk Helgadóttir
Skóla og frístundasvið
Frístundalæsi er hugmyndabanki með það að markmiði að stuðla að markvissri eflingu máls og læsis innan frístundaheimila Reykjavíkurborgar. Frístundalæsi er þróunarverkefni sem höfundar hafa unnið að síðastliðin ár í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Rannsóknarmiðstöð Íslands. Þar er lögð áhersla á gott og hagnýtt efni fyrir starfsfólk frístundaheimila til eflingar máls og læsis í gegnum leik.
Háaloft kl. 10:42
Drengir og grunnskólinn
Nanna Kristín Christiansen
Skóla- og frístundasvið
Nanna Kristín Christiansen fer yfir hvernig leiðsagnarnám geti stuðlað að góðu námsumhverfi fyrir bæði drengi og stúlkur. Erindið var upphaflega flutt á ráðstefnunni "En ég var einn - sjálfsmynd stráka og kerfið"
Háaloft kl. 11:00
Allir í bátana - um starfendarannsóknir í Dalskóla
Hildur Jóhannesdóttir
Dalskóli
Í erindinu er gert grein fyrir því hvers vegna og hvernig allir kennarar í Dalskóla gera árlega starfendarannsókn um valið rannsóknarefni. Starfendarannsóknir eru mikilvægar í skólanum til þess að festa virkt lærdómssamfélag í sessi.
Háaloft kl. 11:17
Starfendarannsókn úr Dalskóla: Endurgjöf til árangurs
Sigríður Schram
Dalskóli
Í erindinu er gert grein fyrir því hvers vegna og hvernig allir kennarar í Dalskóla gera árlega starfendarannsókn um valið rannsóknarefni. Starfendarannsóknir eru mikilvægar í skólanum til þess að festa virkt lærdómssamfélag í sessi.
Háaloft kl. 11:29
Hugtakaskilningur í stærðfræði í 6. bekk
Halldóra Sverrisdóttir og Hrund Gautadóttir
Dalskóli
Fyrirlestur um starfendarannsókn í 6. bekk í Dalskóla. Það sem var skoðuðum var hvernig við gætum aukið færni okkar í að kenna stærðfræðihugtök ásamt því að efla hugtakaskilning nemenda í stærðfræði í gegnum leiðsagnarnám.
Háaloft kl. 12:00
Rómabörn í skóla: áskoranir og lausnir
Marco Solimene
Mannfræðideild HÍ
Fyrirlesturinn fjallar um þær áskoranir sem Róma börn standa frammi fyrir í skólakerfum víðs vegar um heim og hvaða lausnir hafa reynst best til þess að mæta þeim. Fjallað er almennt um Róma fólk, þá fordóma og erfiðleika sem þau standa frammi fyrir hvers dagslega og upplifun þeirra af skólakerfum í öðrum löndum. Rýnt verður í hvað rannsóknir segja um hvernig hægt er að styðja við og hafa jákvæð áhrif á skólagöngu Róma barna.
Háaloft kl. 12:50
Skapandi námssamfélag og uppsetning sköpunarvera
Hafey Viktoría, Bryndís Steina, Þóra Óskarsdóttir
Fab Lab Reykjavík
Í erindi Skapandi námssamfélag og uppsetning sköpunarvera í þremur grunnskólum í Breiðholti kynna þær Hafey, Bryndís og Þóra samstarf á milli þriggja grunnskóla í Breiðholti og Fab Lab Reykjavíkur.Verkefnið ber nafnið Skapandi námssamfélag og felur í sér að setja upp sköpunarver í grunnskólunum til að efla sköpunargleði grunnskólanemenda. Farið verður yfir framvindu verkefnisins til þess að efla kennara og gefa nemendum tækifæri til að nýta hugvit sitt og sköpun í gegnum það að koma hugmynd í framkvæmd.
Háaloft kl. 13:00
LÁN (Listrænt ákall til náttúrunnar)
Ásthildur Jónsdóttir
Skóla- og frístundasvið
Erindið fjallar um LÁN (listrænt ákall til náttúrunnar) sem er þverfaglegt þróunarverkefni í 16 grunn og leikskólum í Reykjavík. Fjallað verður um hugmyndafræðina og framkvæmdina auk þess sem sýnt verður frá uppskeruhátíð verkefnisins sem var sýning á Barnamenningarhátíð
Háaloft kl. 14:10
Það myndast svona Skrekksfjölskylda. Það er alveg rosalega mikið traust í þessu.
Harpa Rut Hilmarsdóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir
Skóla- og frístundasvið
Hér er rætt um Skrekk, hæfileikakeppni SFS, út frá ýmsum sjónarhornum. Farið er yfir farinn veg, Jóna Guðrún Jónsdóttir sem vann meistararitgerð um Skrekk og gildi hans fyrir unglinga segir frá helstu niðurstöðum. Saga María og Kári Freyr, fyrrum þátttakendur í Skrekk koma í sófann til að ræða hvað Skrekkur hefur gert fyrir þau. Þau ræða gleðina en líka erfiðu spurningarnar um kynjahallann og hverjir fá að taka þátt. Hefur Skrekkur áhrif á fasteignaverð í Reykjavík og ýmislegt fleira.
Háaloft kl. 14:25
Þjónusta talmeinafræðinga
Anna Lísa Benediktsd. og Valdís Björk Þorgeirsd.
Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar
Kynning á talmeinaþjónustu við leik- og grunnskólabörn í Reykjavík
Háaloft kl. 14:50
Börn og tónlist
Birte Harksen
Leikskólinn Urðarhóll
Kynning á vegum Samtaka áhugafólks um skólaþróun: Birte Harksen leikskólakennari kynnir vef sinn Börn og tónlist.
Háaloft kl. 15:10
Myndir segja meira
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Börn verða myndlæs löngu áður en þau læra að ráða í stafi og orð. Í erindi sínu skoðar Bergrún Íris barnabækur út frá samtali teikninga og texta. Myndhöfundar bæta gjarnan nýjum víddum við söguna og „skrifa“ þannig sína eigin sögur í línum og litum. Þá sjá börn oft smáatriði í myndum, smáatriði sem fara framhjá hinum textamiðaða fullorðna lesanda. Hvernig geta kennarar nýtt sér myndlýsingar til að þjálfa og efla myndlæsi barna, með það að markmiði að gera nemendur læsa á hinn sjónræna heim. Hvernig skal gæta að höfundarrétti myndhöfunda og má fjölfalda allt? Þurfum við endilega að einblína á textalæsi og getur verið að myndlæsi sé svarið við læsisvanda 21. aldarinnar?
Háaloft kl. 15:35
Fjölgun fagmenntaðra með tilkomu frístundafræðinga
Frístundahluti fagskrifstofu SFS
Skóla- og frístundasvið
Fyrirlesarar í þessum dagskrárlið eru þau Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála, Íunn Eir Gunnarsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur og Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Gísli Ólafsson, verkefnastjórar á frístundahluta fagskrifstofu. Þau fjalla um störf frístundafræðinga á frístundaheimilum SFS. Soffía mun segja frá tilurð verkefnisins og markmiðum þess og Íunn mun segja frá lokaverkefni sínu til M.ed. í tómstunda- og félagsmálafræði um störf frístundafræðinga og kennsluhandbók sem nýtist þeim í starfi, þar sem áhersla er lögð á að byggja upp góða félagsfærni. Sigrún mun greina frá niðurstöðum könnunar um störf frístundafræðinga og Gísli lítur til framtíðar varðandi þróun á starfinu.
Háaloft kl. 16:05
Myndbönd um sjálfseflingu fyrir starfsfólk leikskólanna
Leikskólarnir Engjaborg, Funaborg, Hólaborg og Sunnufold
Í þessum 5 myndböndum er grundvallaratriðum sem felast í að vinna með börnum á leikskóla gerð skil. Það eru atriði eins og að vera virkur í leik, fara niður í hæð barnanna, að heilsa og kveðja og brosa. Myndböndin eru með íslenskum, enskum og pólskum texta.
Myndböndin eru afurð úr samstarfsverkefni þar sem leikskólarnir Engjaborg, Funaborg, Hólaborg og Sunnufold vinna saman að innleiðingu menntastefnunnar „Látum draumana rætast“ með áherslu á grundvallarþáttinn sjálfseflingu. Verkefnið nýtist bæði til sjálfseflingar barna og starfsfólks.
Háaloft kl. 16:21
Ég um mig, frá mér til ykkar
Björgvin Páll Gústavsson
Saga stráks sem erfitt var að þykja vænt um.
Háaloft kl. 16:41
Menningarmót: ljómandi heimsborgarar
Kristín R. Vilhjálmsdóttir
Í Menningarmótsferli er unnið með styrkleika, áhugamál og persónulegu menningu barna og ungmenna gegnum sköpun og miðlun. Aðalatriðið er að allir fái að njóta sín, tjá og skilgreina sig út frá eigin forsendum og óskum. Í verkefninu er verið að virkja reynsluheim og heimsreynslu barnanna, tungumál og alla þá töfra sem streyma upp úr fjársjóðskistu hvers og eins sem rúsínan í pylsuendanum á Menningarmótinu sjálfu. Hugmyndin er að styðja við jákvæða sjálfsmynd og þannig einnig við samkennd og vináttu í skóla fjölbreytileikans. Hugmyndasmiður verkefnisins, Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kynnir það í orðum og myndum.
Háaloft kl. 16:51
Menntafléttan: Viltu kynna þér námskeiðin fyrir leikskóla?
Menntavísindasvið HÍ og Háskólinn á Akureyri
Í þessu myndbandi er fjallað um námskeið fyrir leikskóla í Menntafléttunni – námssamfélögum í skóla- og frístundastarfi. Menntafléttan er leikskólum og þátttakendum að kostnaðarlausu og skráning hefst þann 17. maí.
Háaloft kl. 17:10
Menntafléttan: Viltu kynna þér námskeiðin fyrir grunnskóla og frístundastarf?
Menntavísindasvið HÍ og Háskólinn á Akureyri
Í þessu myndbandi er fjallað um námskeið fyrir grunnskóla og frístundastarf í Menntafléttunni – námssamfélögum í skóla- og frístundastarfi. Menntafléttan er skólum, félagsmiðstöðvum, frístundaheimilum og þátttakendum að kostnaðarlausu og skráning hefst þann 17. maí.
Háaloft kl. 17:47
Samtal um fagið - fjölmenning og skólastarf
Menntavísindasvið HÍ
Kynning á nýju einingabæru námskeiði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu nemenda af erlendum uppruna á sviði menntunarfræða og fjölmenningar. Nemendur ræða leiðir hvernig þau geti nýtt eigin reynslu, menningu og tungumál í námi, starfi og samskiptum við samnemendur og samstarfsfólk.
Námskeiðið er samþykkt sem opið námskeið og er aðgengilegt bæði nemendum HÍ sem og starfsfólki leik- og grunnskóla af erlendum uppruna, sem vilja bæta við sig þekkingu.
Háaloft kl. 17:58
Menntafléttan: Starfsþróun - ný tækifæri
Menntavísindasvið HÍ og Háskólinn á Akureyri
Í þessu myndbandi er farið yfir nýtt starfsþróunarverkefni sem ber nafnið Menntafléttan - námssamfélög í skóla- og frístundastarfi. Námskeiðum fyrir kennara, stjórnendur og starfsfólk í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi er lýst, sem og hugmyndafræði Menntafléttunnar. Menntafléttan er skólum, stofnunum og þátttakendum að kostnaðarlausu og skráning hefst þann 17. maí.
Háaloft kl. 18:09
Frá kennara til kennara - að auka gæði kennslu
Menntavísindasvið HÍ
Í myndbandinu er rætt um gæði kennslu og leiðir til að auka hana með myndbandsupptökum í kennslustundum. Kennarar víðsvegar að af landinu hafa tekið þátt í starfsþróunarverkefni um gæði kennslu á unglingastigi í vetur. Þau hafa tekið kennsluna sína upp á myndband og rýnt í með aðstoð sérstaks greiningarramma PLATO. Verkefnið endaði með fjölsóttri málstofu þar sem þátttakendur kynntu afrakstur vinnunnar. Verkefnið var styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Verkefnið tengist líka norrænu öndvegissetri 2019-2024 QUINT (e. Quality in Nordic Teaching) – um gæði kennslu á Norðurlöndum.
Háaloft kl. 18:25
Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf: Hefur þú áhuga?
Menntavísindasvið HÍ
Hvernig styðjum við kennaranema og nýliða í starfi og stuðlum að starfsvexti þeirra og skólaþróun? Námstækifæri á Menntavísindasviði Háskóla Íslands eru kynnt í þessu myndbandi og sýnt er dæmi um leiðsagnarsamtal kennsluráðgjafa og kennaranema.
Kl. 11:00-11:30 verður opið fjarfundarspjall um málefnið í sýningarrými Menntavísindasviðs – þar má spyrja fagfólk spjörunum úr og sjá annað sýnidæmi um leiðsagnarviðtal.
Háaloft kl. 18:37
Útimenntun í leik og námi - samtal um menntandi samstarf
Menntavísindasvið HÍ
Í myndbandinu er rætt um ýmsar hliðar útináms, meðal annars af hverju útimenntun er mikilvæg og hvernig við gefa börnum og fagfólki kost á að leika, læra og þroskast úti. Jakob og Hafsteinn ræða samstarf námsbrautar í tómstunda- og félagsmálafræði (HÍ) og Miðstöðvar útivistar og útináms, og leggja áherslu á að hvetja fagfólk sem vinnur með börnum og ungmennum að fara út. Mikilvægt er að fagfólk í frístunda- og skólastarfi bæði eigi sér fyrirmyndir og séu fyrirmyndir fyrir börn í því að vera úti og njóta. Hafsteinn og Jakob segja frá því hvað er á döfinni í sumar og haust – þrjú sumarnámskeið undir hatti Menntavísindasviðs og í haust verður Miðstöð útivistar og útináms með örnámskeið fyrir fagfólk og nemendur í HÍ, og heldur fræðsludaga um útinám í skógi og við strönd.
Norðurljós kl. 08:10 (Athugið. Búið er að færa þetta erindi í Háaloft kl 08:38)
Samtal við börn um leikskólastarf
Leikskólinn Ægisborg
Í myndbandinu er rætt við nokkur börn í Ægisborg um leikskólastarfið, þeirra upplifun af áhersluþáttum menntastefnunnar og leikskólalífinu almennt. Raddir barna og þeirra sjónarmið um leikskólalífið eru einn af mikilvægastu þáttunum sem taka þarf mið af í þróun og skipulagi á leikskólastarfi.
Norðurljós kl. 08:35
Markviss málörvun í Fellahverfi
Halldóra Sigtryggsdóttir
Leikskólinn Ösp
Markviss málörvun í Fellahverfi er samvinnuverkefni Fellaskóla, Vinafells og leikskólanna Holts og Aspar. Markmið samstarfsins er að auka orðaforða og hugtakaskilning barnanna, sem leggur grunn að læsi og framtíðarnámi þeirra. Unnið er með sameiginleg þemu í öllum skólunum í samstarfi við talmeinafræðingana Bryndísi Guðmundsdóttur og Tinnu Sigurðardóttur, með svipaðar kennslufræðilegar nálganir í huga. Í myndbandinu verður sagt frá verkefninu með kynningu og ljósmyndum.
Norðurljós kl. 08:40
Draumarnir rætast í flæði
Leikskólinn Rauðhóll
Með því að starfa í anda Mihaly Csikszentmihalyi um flæði (e.flow) er hægt að tengja saman alla þætti Menntastefnunnar. Í námsumhverfinu er börnunum mætt á þeirra forsendum þar sem þau hafa nægt rými til sjálfseflingar sem felur í sér trú á eigin getu, sjálfsaga og þrautseigju. Með því skilum við félagslega sterkum einstaklingum út í samfélagið sem eru stolt af bakgrunna sínum og menningu.
Norðurljós kl. 09:05
Jói og baunagrasið
Leikskólinn Vinagerði
Ævintýrasagan um Jóa og baunagrasið er grunnurinn að verkefni þar sem unnið er að því að efla lesskilning og náttúrulæsi. Verkefnið kemur inn á alla námsþætti menntastefnunnar.
Norðurljós kl. 09:15
Viðtöl við fyrirmyndir
Nichole Katrín Salinas
Hjúkrunarfræðingur
Í verkefninu fyrirmyndir fékk skóla- og frístundasvið (SFS) einstaklinga af erlendum uppruna til að vera með stutt innlegg með skilaboðum til nemenda, foreldra og starfsmanna SFS. Markmið myndbandanna er að vekja athygli á fjölbreytileika samfélagsins og þeim fjölmörgu fyrirmyndum með ólíkan bakgrunn og reynslu þeirra að alast upp og láta drauma sína rætast í íslensku samfélagi. Myndböndin verða aðgengileg í verkfærakistu á Menntastefnuvef SFS.
Norðurljós kl. 09:35
Klárir krakkar í Ösp
Ása Heiður Rúnarsdóttir
Leikskólinn Ösp
Í leikskólanum Ösp hefur verið lögð áhersla á félagsfærni í tengslum við Menntastefnu Reykjavíkurborgar - Látum draumana rætast. Í samvinnu við Vöndu Sigurgeirsdóttur höfum við innleitt verkefni úr Verkfærakistu Vöndu og á sama tíma buðum við vinabangsann Blæ velkominn til okkar. Í þessu erindi sjáum við ljósmyndir frá öllum deildum, ásamt leikstund úr Verkfærakistunni og sameiginlega söngstund með bangsanum Blæ.
Norðurljós kl. 09:45
Upplýsingatækni í Nóaborg
Nóaborg
Svipmyndir úr daglegu starfi leikskólans Nóaborgar, þar sem upplýsingatækni skipar stórt hlutverk
Norðurljós kl. 09:50
Það er leikur að læra að lesa
Helga Sigurðardóttir og Hrund Sigurhansdóttir
Leikskólinn Fífuborg
Helga Sigurðardóttir leikskólastjóri í Fífuborg og Hrund Sigurhansdóttir sérkennslustjóri í Fífuborg kynna leiðir til málörvunar og eflingar bernskulæsis.
Norðurljós kl. 10:15
Viðtöl við fyrirmyndir
Jimmy Salinas
Kvimyndagerðarmaður
Í verkefninu fyrirmyndir fékk skóla- og frístundasvið (SFS) einstaklinga af erlendum uppruna til að vera með stutt innlegg með skilaboðum til nemenda, foreldra og starfsmanna SFS. Markmið myndbandanna er að vekja athygli á fjölbreytileika samfélagsins og þeim fjölmörgu fyrirmyndum með ólíkan bakgrunn og reynslu þeirra að alast upp og láta drauma sína rætast í íslensku samfélagi. Myndböndin verða aðgengileg í verkfærakistu á Menntastefnuvef SFS.
Norðurljós kl. 10:30
Biophilia og LÁN í Kvistaborg - „Rassgat, það eru allir með þetta“"
Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Málmfríður Einarsdóttir
Leikskólinn Kvistaborg
Fjallað verður um hvernig Biophilia verkefni Bjarkar Guðmundsdóttur og systurverkefni þess, Listrænt ákall til náttúrunnar (LÁN) hafa umbreytt starfi á elstu deildum leikskólans Kvistaborgar og stuðlað að heimspekilegri umræðu meðal barnanna og magnaðari sjálfsköpun þeirra. Farið er yfir byrjun Biophilia verkefnisins og hvernig það þróaðist yfir í LÁN. Skoðað er hvernig verkefnin eru unnin og hvernig þau breytast í takt við barnahópinn hverju sinni. Lofum hlátri, gleðigráti og stundum fáti ;) Alla malla!
Norðurljós kl. 11:10
Frelsið er yndislegt!
Þóra Jóna Jónatansdóttir
Leikskólinn Geislabaugur
Okkur langaði með þessu myndbandi að taka ykkur með í ferðalag í leikskólann Geislabaug. Við höfum tamið okkur starfshætti sem samrýmast mjög vel nýju menntastefnunni. Frelsi til leiks, frelsi til sköpunar á öllum sviðum einkennir starfið hjá okkur þar sem öll börn fá jöfn tækifæri með lýðræði að leiðarljósi. Félagsfærni og sjálfsefling er þróunarverkefni sem við erum að vinna sérstaklega með þessa stundina.
Norðurljós kl. 11:25
Umhverfislag Maríuborgar
Leikskólinn Maríuborg
Umhverfislag Maríuborgar samið af Helgu Rún Guðmundsdóttur
Norðurljós kl. 11:30
Leikur, styðjandi samskipti og lærdómssamfélag
Reynisholt, Stakkaborg, Tjörn, Ægisborg, RannUng
Hér er sagt frá því hvernig unnið hefur verið að Menntastefnu Reykjavíkur í fjórum leikskólum í samstarfi við RannUng. Leikskólarnir eru Reynisholt, sem einnig er umsækjandi, Stakkaborg, Tjörn og Ægisborg. Fjallað er um ferli samstarfsrannsókna og hvernig það birtist í samstarfi RannUng við leikskólana. Hver og einn leikskóli kynnir svo hvernig hann vann með sinn þátt menntastefnunar.
Norðurljós kl. 11:55
Orð eru til alls fyrst
Leikskólinn Geislabaugur
Hönnun á stafrænum bókum með mismunandi viðfangsefni. Fimm deildir, fimm bækur. Útfærsla á bókunum fer eftir aldri barnanna. Heiti bókanna er; Leikskólinn minn, Fjölskyldan mín, Fuglaverkefni, Vettvangsferð, Fataherbergið. Sögurgerð og teikningar. Notast er við forritið "Book creator"
Norðurljós kl. 12:10
Þróunarverkefni á Jöklaborg - unnið með félagsfærni þátt Menntastefnu Reykjavíkurborgar
Leikskólinn Jöklaborg
Leikskólinn Jöklaborg er sex deilda leikskóli í Seljahverfi í Reykjavík með börn á aldrinum 1 árs til 6 ára. Leiðarljós leikskólans eru Gleði – Virðing – Sköpun. Leikurinn er hornsteinn alls starfs á leikskólanum og í gegnum leik eflum við félagsfærni barnsins. Í leik læra þau að gefa og þiggja, eiga í félagslegum samskiptum og læra hvert af öðru: umburðarlyndi; samstarf; samkennd; að hlusta á skoðanir annarra og tjá skoðanir sínar með virðingu. Aðalmarkmið okkar er að börnunum líði vel og að þau fái að njóta sín. Þróunarverkefni Jöklaborgar snerist um Félagsfærni þátt Menntastefnu Reykjavíkurborgar 2030 en við unnum einnig með Barnasáttmálann. Við unnum að því að efla frjálsan leik barnanna, gera hann gildishlaðnari og leggja áherslu á samskipti á milli barnanna og á milli barna og starfsmanna. Kapp var lagt á að börnin öðluðust færni í að starfa saman, setja sig í spor annarra og sýna öðrum góðvild og virðingu. Markmið þróunarverkefnisins var að efla félagsfærni, sjálfshjálp, sjálfsmynd, hugrekki og hjálpsemi. Að þessum markmiðum vinnum við í öllu dagslegu starfi leikskólans.Hver deild valdi sér verkefni sem hæfðu aldri barnanna til að efla þroska og byggja á fyrri reynslu barnanna.
Norðurljós kl. 12:15
Útinám í Hálsaskógi
Leikskólinn Hálsaskógur
Útinám er sterk hefð í leikskólanum Hálsaskógi. Í þessu erindi sýnum við hvernig þemaverkefni í læsi vatt upp á sig og varð að skemmtilegu útinámsverkefni á einni deildinni. Við heyrum í nokkrum börnum á Birkilundi, sjáum myndasýningu af ferlinu og myndbrot af útinámsstund.
Norðurljós kl. 12:25
Myndband um sköpun og virkni barna
Leikskólarnir Lyngheimar og Fífuborg
Myndbandið fjallar um áherslur og nálgun í skapandi starfi með leikskólabörnum. Farið er yfir áherslur í skapandi starfi og hlutverk leikskólakennara. Litið er inn í vinnustund í leikskólunum Lyngheimum og Fífuborg þar sem börnin vinna samkvæmt eigin hugmyndum með leiðsögn leikskólakennara. Þar kemur fram áhugi og styrkleikar barnanna og hæfni í eigin sköpun. Varpað er ljósi á hvernig ferlið ræður ferðinni með gleði og ánægju barnsins að leiðarljósi.Myndbandið fjallar um áherslur og nálgun í skapandi starfi með leikskólabörnum. Farið er yfir áherslur í skapandi starfi og hlutverk leikskólakennara. Litið er inn í vinnustund í leikskólunum Lyngheimum og Fífuborg þar sem börnin vinna samkvæmt eigin hugmyndum með leiðsögn leikskólakennara. Þar kemur fram áhugi og styrkleikar barnanna og hæfni í eigin sköpun. Varpað er ljósi á hvernig ferlið ræður ferðinni með gleði og ánægju barnsins að leiðarljósi.
Norðurljós kl. 12:40
Mengjakennsla hjá skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts
Snorri Heimisson
Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts
Norðurljós kl. 13:00
Flotinn - Flakkandi félagsmiðstöð
Andrea Marel og Guðrún Kaldal
Tjörnin frístundamiðstöð
Flotinn - flakkandi félagsmiðstöð er samstarfsverkefni frístundamiðstöðva borgarinnar. Starfsfólk Flotans sinnir vettvangsstarfi í hverfum borgarinnar utan opnunartíma félagsmiðstöðva í þeim tilgangi að hlúa að verndandi þáttum og lágmarka áhrif áhættuþátta í umhverfi unglinga. Flotinn hefur það að markmiði að styrkja félagslega stöðu unglinga og skapa þeim aðstæður þar sem þeir geta notið æsku sinnar í öruggu umhverfi. Guðrún Kaldal og Andrea Marel segja hér nánar frá þróun verkefnisins, framkvæmd þess og framtíðarsýn.
Norðurljós kl. 13:15
Látum draumana rætast
Hafsteinn Vilhelmsson
Hafsteinn Vilhelmsson, verkefnastjóri UngRÚV og fyrrverandi nemandi í Hólabrekkuskóla, fann ungur styrk sinn í félagsstarfinu. Hann hvetur alla til að leggja áherslu á félagsfærni og styrk heildarinnar.
Norðurljós kl. 13:25
Sumarhópastarf, mögulega áhrifaríkasta hópastarfið í félagsmiðstöðvum?
Kári Sigurðsson
Frístundamiðstöðin Miðberg
Sumarhópastarf félagsmiðstöðvanna í Breiðholti er rótgróið. Í þessu erindi kynnir fyrirlesari í stuttu máli um hvað starfið snýst og ræðir við þrjú ungmenni sem hafa verið í sumarhóp hjá félagsmiðstöðvum. Af hverju finnst okkur þessir hópar vera mikilvægir? Hver er ávinningurinn? Hvað segja kannanir á vegum HÍ um starfið? Hvað er gert? Og síðast en ekki síst hvað finnst ungmennunum um starfið?
Norðurljós kl. 13:45
Barnalýðræði í Brosbæ
Frístundaheimilið Brosbær
María Una Óladóttir
"Barnalýðræði í Brosbæ" er myndband sem sýnir barnafund, barnaráðsfund og barnaráðsdag í frístundheimilinu Brosbæ í Grafarvogi
Norðurljós kl. 13:55
Fjölmenningarleg félagsmiðstöð
Ása Kristín Einarsdóttir
Félagsmiðstöðin Tónabær
Viðtal við Ásu Kristínu Einarsdóttur, forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar Tónabær. Fjöltyngdum börnum hefur fjölgað í hverfinu og sérstaklega börnum sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd með tilkomu Birtu. Í félagsmiðstöðinni starfar fjöltyngdur starfsmaður sem talar mörg tungumál og er að læra íslensku eins og mörg barnanna. Það er öryggi fyrir þau börn sem tala sama tungumál og hann en hann er líka í sömu sporum og önnur börn sem eru byrjendur í íslensku. Hann er brúarsmiður í félagsmiðstöðinni sem hjálpar öðru starfsfólki að kynnast börnunum betur, hvaða áhugamál og styrkleika þau hafa. Þátttaka barna af erlendum uppruna í starfinu hefur aukist og í félagsmiðstöðinni læra börn hvernig þau geta nýtt frítíma sinn á uppbyggilegan hátt. Starfsfólk og börn kenna hvoru öðru um tungumál og menningu hvors annars. Fjölbreytileikanum er fagnað dagsdaglega og ýmsar hátíðir haldnar sem tengjast fjölbreyttri menningu barnanna.
Norðurljós kl. 14:10
Stillum saman strengi - mikilvægi samstarfs félagsmiðstöðva, grunnskóla og lögreglu í forvarnarstarfi
Guðrún Kaldal, Andrea Marel og Biggi lögga
Tjörnin Frístundamiðstöð
Af hverju skiptir máli fyrir unglingana að félagsmiðstöðvar, grunnskólar og lögreglan séu í góðu samstarfi? Hvernig getum við í sameiningu hlúð að verndandi þáttum og lágmarkað áhrif áhættuþátta í umhverfi unglinga? Guðrún Kaldal, Andrea Marel og Biggi lögga ræða saman um mikilvægi samstarfs í forvarnarmálum.
Norðurljós kl. 14:25
Samskipti stráka, karlmennska og samfélagsleg ábyrgð
Ólafur Þór Jónsson
Félagsmiðstöðin Buskinn
Samskipti stráka, karlmennska og samfélagsleg ábyrgð - Verkefnið snýst um að efla samskipti stráka sem eru í 9. og 10. bekk Markmið hópsins er reyna að bæta samskipti strákana og vináttufærni. Styrkja sjálfstraust þeirra, efla leiðtogahæfileika þeirra og reyna að búa til jákvæða leiðtoga innan hópsins. Einnig viljum við fá þá til að vera meðvitaðari um umhverfi sitt og hvetja til samfélagslegrar ábyrgðar.
Norðurljós kl. 14:40
Frístundastarf í Norðlingaskóla
Pétur Finnbogason
Norðlingaskóli
Framsækið og metnaðarfullt frístundastarf í Norðlingaskóla þar sem samvinna, félagsfærni og sjálfsefling barna er höfð að leiðarljósi. Frístundastarfið fléttast inn í grunnskólastarfið með margvíslegum hætti.
Norðurljós kl. 14:50
Allt um ungmennaráðin og Reykjavíkurráð ungmenna
Fagskrifstofa frístundastarfs á skóla- og frístundasviði
Í erindinu verður farið yfir lög, markmið og umgjörð ráðanna og rætt um hvers vegna ungmenni velja að þátt í slíku starfi.
Norðurljós kl. 15:00
Kynusli: Saga af vettvangi
Bryngeir A. Bryngeirsson
Frístundaheimilið Simbað sæfari
Forstöðumaður frístundaheimilis ögraði staðalímyndum kynjanna eftir að stelpur í fyrsta bekk grilluðu bekkjarbróður sinn fyrir að mæta í kjól á bleika deginum.
Norðurljós kl. 15:15
Látum draumana rætast
Magga Stína
Magga Stína tónlistarkona og tónmenntakennari vill ekki kerfisvæða sköpunina inn í skólastofunni. Skapandi nám sé flæði þar sem kennarar og börn læri hvert af öðru.
Norðurljós kl. 15:25
Stúdíó Eldflaugin
Unnur Tómasdóttir og Jónína Ósk Jóhannsdóttir
Frístundaheimilið Eldflaugin
Stúdíó Eldflauginn er A-hluta verkefni Eldflaugarinnar skólaárið 2020-2021. Markmið Stúdíó Eldflaugarinnar eru að veita starfsfólki viðeigandi þjálfun og búnað til að vinna framsækið, skapandi starf með börnum sem hafa áhuga á kvikmyndagerð og vinnslu. Í gegnum sköpunarferlið hafa börnin tækifæri á að uppgötva og þroska eigin hæfileika ásamt því að æfa sig í samvinnu við önnur börn. Að baki einnar kvikmyndar liggur heljar mikið ferli sem krefst þess að það ríki skýr sýn, lýðræðisleg vinnubrögð, samvinna og þrautseigja í hópnum. Börn sem taka þátt í slíku verkefni af eigin frumkvæði hafa því tækifæri á að þroska með sér dýrmæta eiginleika jafnframt því að efla leikni sína í þeirri tækni sem þarf til.
Norðurljós kl. 15:35
Hafa gaman (sértækt hópastarf í sjálfsstyrkingu)
Halldóra Kristín Unnarsdóttir
Félagsmiðstöðin Laugó
Sjálfstyrking
Norðurljós kl. 15:45
Frístundafræðingur á miðstigi
Alda Þyrí Þórarinsdóttir og Helga Hjördís Lúðvíksdóttir
Félagsmiðstöðin Vigyn
Frístundafræðingur á miðstigi er verkefni sem hlaut b-hlutastyrk. Verkefnið felur í sér að búa til stöðu frístundafræðings í þeim tilgangi að efla félagsfærni, sjálfsmynd, veita umhyggju og auka virka þátttöku barna í Engja- og Borgarskóla á aldrinum 10-12 ára. Um er að ræða nýtt verkefni sem ekki hefur verið unnið áður hér á landi svo vitað sé. Fyrirmyndin er hinsvegar fengin úr hugmyndafræði og verkefnum sem frístundafræðingar á barnastigi sinna nú í samstarfi frístundaheimilis og skóla víðsvegar um borgina.
Norðurljós kl. 16:00
Velkomin í frístundaheimilið þitt - þróunarverkefni
Steinunn Gretarsdóttir
Frístundamiðstöðin Tjörnin
Velkomin í frístundaheimilið þitt: Allir komandi 1. bekkingar sem eru að byrja í frístundaheimilum Tjarnarinnar fá bókina Velkomin í frístundaheimilið þitt senda heim í pósti áður en skólaganga þeirra og þar með dvöl í frístundaheimilinu hefst. Steinunn Gretarsdóttir, deildarstjóri barnasviðs í Tjörninni segir frá tilurð bókarinnar, hönnunarferlinu, markmiði og tilgangi með henni, en einnig mun hún fara stuttlega yfir viðbrögð við bókinni frá foreldrum og öðrum.
Norðurljós kl. 16:10
Hreyfing og hlustun
Árbjörg Ólafsdóttir, Magnús Loftsson, Ottó Valur Leifsson
Frístundamiðstöðin Miðberg
„Hreyfing og hlustun“ gengur út á að efla hlustun, hreyfingu og umhverfislæsi barna með gönguferðum um sitt nærumhverfi. Þar sem virk hlustun á sér stað ásamt samtali um það sem fram fer. Unnið verður með gönguferðir þar sem börnin hlusta á sögur saman í hóp. Um leið eru börnin að upplifa sitt nánasta umhverfi í göngu og hreyfa sig saman.
Norðurljós kl. 16:25
Rafíþróttaver í Gleðibankanum
Gunnlaugur V. Guðmundsson
Félagsmiðstöðin Gleðibankinn
Félagsmiðstöðin Gleðibankinn, frístundaheimilið Eldflaugin og Hlíðaskóli var úthlutað styrk til að setja upp rafíþróttaver. Hugmyndafræðin bakvið að setja upp rafíþróttaver í félagsmiðstöðinni miðast að því að nútímavæða kennsluaðferðir óformlegs náms og huga að því að mæta öllum börnum óháð stöðu þeirra og áhuga. Mikilvægt er að efla sjálfsmynd og heilbrigði barna og ungmenna í gegnum starf á þeirra áhugasviði. Það samrýmist því vel hugmyndum tómstundamenntunnar um að mæta áhuga þeirra sem spila tölvuleiki á þeirra forsendum og það er mikil nútímavæðing í kennsluaðferðum að efla sjálfsmynd þeirra gegnum tækni og leik. Í rafverinu eru þrír opnir klúbbar, einn sértækur klúbbur, valgrein innan skólans og einnig er rafverið opið öllum á almennum opnunum. Í málstofunni verður farið yfir niðurstöður kannana á líðan þátttakenda, upplifun foreldra og skóla á verkefninu, almenn virkni í öðru starfi og hvaða reynslu aðrar starfsstöðvar geta nýtt sér. Þetta erindi var fyrst flutt á Höfuð í Bleyti í september 2020.
Norðurljós kl. 16:40
Vaxandi
Guðrún Kaldal
Frístundamiðstöðin Tjörnin
Starfsárið 2019-2020 þá hófst innleiðing Vaxandi sem að starfsmenn Tjarnarinnar hafa notað til að innleiða hæfniþætti menntastefnu Reykjavíkurborgar. Meginmarkið Vaxandi ganga út á valdeflingu starfsmanna, barna og unglinga, að auka fagmennsku, minnka streitu og auka samstarf á milli fagaðila. Vaxandi byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og innleiðingin var unnin í góðu samstarfi við Háskóla Íslands sem stýrðu 10 vinnustofum. Þar fengu starfsmenn fræðslu og aðstoð við að búa til verkfæri til að efla félags- og tilfinningarhæfni hjá sjálfum sér og til að nota í starfið. Vaxandi er ætlað að styðja við formlegt skólastarf og uppeldisumhverfi barna út frá hæfniþáttum menntastefnu. Í kynningunni verður farið yfir innleiðinguna. Verkefnið hefur nú fengið styrk úr þróunarsjóði menntastefnu fyrir starfsárið 2020-2021. Þetta erindi var fyrst flutt á Höfuð í Bleyti í september 2020.
Norðurljós kl. 16:56
Lopputal - virkni með dýrum
Karen Rún Helgadóttir
Frístundaheimilið Fjósið
Í Fjósinu er hátt hlutfall barna með fatlanir, greiningar og raskanir. Dag hvern er leitast við að draga úr áreiti, árekstrum og uppákomum til að koma til móts við þarfir sem flestra og öllum líði sem best. Þjónustu- og meðferðardýr hafa orðið æ vinsælli fyrir börn með sérþarfir. Rannsóknir sýna að virkni með dýrum veita félagsskap, tilfinningalegan stuðning og efla félagslega hæfileika. Þau aðstoða börn við að byggja upp sjálfsálit og ábyrgð, aðstoða við að stjórna kvíða og móta viðeigandi hegðun.Þetta erindi var fyrst flutt á Höfuð í Bleyti í september 2020.
Norðurljós kl. 17:09
Samstarf við leikskólana í Grafarvogi um aðlögun barna í frístundaheimilin
Elva Hrund Þórisdóttir
Frístundaheimilin Regnbogaland og Brosbær
Um er að ræða þróunarverkefni sem fór af stað sumarið 2019. Búinn til samræmdur verkferill um samstarf frístundaheimila Gufunesbæjar við leikskólana. Tilgangurinn að brúa bilið fyrir börnin frá leikskóla yfir í starf frístundaheimila. Þetta erindi var fyrst flutt á Höfuð í Bleyti í september 2020.
Norðurljós kl. 17:35
Draumasviðið
Eva Halldóra Guðmundsdóttir
Félagsmiðstöðin 100og1
Á dögum þar sem félagslegu öryggi okkar er ekki einungis ógnað í raunheimum heldur einnig á netinu þróa unglingar með sér óraunhæfar kröfur til lífs sín, hvernig þau ,,eiga” að líta út, hvað er eðlilegt í samskiptum og hver vinnan er að bak sigrunum. Oft eru þessar raddir ráðandi í lífi barna og unglinga og því þurfa þau leiðsögn við að læra gagnrýna hugsun, sjálfseflingu og samkennd. Draumasviðið var samstarfsverkefni frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, Austurbæjarskóla og menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem hlaut B-hlutastyrk úr þróunar- og nýsköpunarsjóði skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Markmið verkefnisins var að þróa ákveðið mótsvar við þessum áskorunum í lífi unglinga í gegnum „Draumasviðið“ leiklistaráfanga sem boðið var upp á sem val fyrir 8.-10. bekk í Austurbæjarskóla. Í málstofunni verður farið yfir hvernig samsköpunarvinna leiðir að markmiðum áfangans. Forsendur áfangans voru að listin væri rannsóknarleiðangur þar sem unnið var með spurningar og forvitni þátttakenda virkjuð. Mikilvæg niðurstaða verkefnisins var að unglingar fengju vettvang til að kynnast aðferðum og leiðum til að skapa sjálfstætt, vinna í hópi og leiða hópavinnu. Í samsköpunarvinnu (e. devised) í sviðslistum hefur hver og einn mikilvægu ábyrgðarhlutverk að gegna við að framfylgja sýn hópsins. Í gegnum ferlið og þátttöku í áfanganum teljum við að unglingarnir hafi tekist þá ábyrgð á hendur sem um leið hafði áhrif á trú þeirra á eigin getu og efldi sjálfstraust þeirra. Þetta erindi var fyrst flutt á Höfuð í Bleyti í september 2020.
Norðurljós kl. 17:54
Útivist og útinám
Ásgerður B. Ólafsd., Ásrún Ýr Rúnarsd., Heimir Stefánsson
Frístundaheimilin Hvergiland og Tígrisbær og Miðstöð útvistar og útináms
Sagt verður þróunarverkefni sem fór af stað haustið 2019. Starfsmaður fór á milli staða með verkefni tengd útivist og útinámi þar sem tilgangurinn var m.a. að jafna tækifæri barnanna til þátttöku í slíkum verkefnum. Upplifun, reynslunám, samvinna og jöfn tækifæri eru meðal áhersluatriða. Þetta erindi var fyrst flutt á Höfuð í Bleyti í september 2020.
Norðurljós kl. 18:09
Siðfræðikennsla í frístundastarfi
Ellert Björgvin Schram
Frístundaheimilið Undraland
Frístundaheimilið Undraland hlaut þróunarstyrk árið 2019-2020 til að efla siðfræðikennslu í frístundaheimilinu, vinna að fræðsluefni og koma á fót heimasíðu um siðfræðikennslu í frístundastarfi. Verkefnið var unnið í samstarfi við háskólasamfélagið, með það að markmiði að efla siðfræðilega vídd frístundastarfs og gera starfsfólki og börnum auðveldara fyrir að ræða hinn siðferðilega veruleika með gagnrýna hugsun í fararbroddi. Verkefnið tók mið af og var þróað í frístundastarfi fyrir 1. og 2. bekk, en einnig unnið þannig að það geti nýst öllum aldurshópum, öðru tómstundastarfi, inn í skólastofuna, foreldrum og öðrum forráðamönnum. Þetta erindi var fyrst flutt á Höfuð í Bleyti í september 2020.
Norðurljós kl. 18:34
Styrkjum böndin
Andrea Marel
Frístundamiðstöðin Tjörnin
Veturinn 2019-2020 keyrði frístundamiðstöðin Tjörnin þróunarverkefnið Styrkjum böndin sem miðaði að því að taka forvarnarstarf í hverfinu fastari tökum og efla foreldrasamstarf og samstarf við aðra aðila sem koma að málefnum barna og unglinga í hverfinu. Verkefnið var keyrt samhliða B-hlutaverkefninu Föruneytið sem frístundamiðstöðin Tjörnin leiddi en unnið var þvert á borgina í samstarfi við aðrar frístundamiðstöðvar ásamt fleiri samstarfsaðilum. Meðal afurða þróunarverkefnanna eru handbók um vettvangsstarf fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva auk þess sem gefin var út handbók um foreldrarölt í þeim tilgangi til að styðja við foreldra í sínu hlutverki að skipuleggja og framkvæma foreldrarölt í sínu hverfi.Þetta erindi var fyrst flutt á Höfuð í Bleyti í september 2020.
Norðurljós kl. 18:55
Betra líf í Bústöðum - Heilsuefling barna og unglinga
Haraldur Sigurðsson
Frístundamiðstöðin Kringlumýri
Betra líf í Bústöðum er verkefni sem leggur áherslu á aukið heilbrigði barna og unglinga í Bústaðahverfi. Ákveðið var að fara í samstillt forvarnarátak allra þeirra sem koma að vinnu með börnum og unglingum í hverfinu ásamt foreldrafélögum skólanna, í samstarfi við Landlæknisembættið og HR. Markmið verkefnisins var að bæta svefn hjá börnum og unglingum í hverfinu, þ.e. að þau næðu viðmiði um nægan svefn ásamt því að minnka neyslu á orkudrykkjum og rafsígarettum.