Athugið að málstofurnar (kynningar og umræður) verða teknar upp og stefnt er að því að þær verði aðgengilegar í 6 mánuði í gegnum tengla á vefsíðu MenntaStefnumótsins. Upptökurnar verða geymdar inn á Microsoft Stream og Google Drive og eytt eftir 6 mánuði. Þátttakendum er í sjálfvald sett hvort þeir hafi kveikt á vefmyndavélum og/eða taki þátt í umræðum í gegnum spjallglugga eða með því að kveikja á hljóðnema.