Vinnuaðferðir:
Hekl, prjón, prjónavefstóll, prjónavél og fingraprjón :
Nemendur læra grunn í hekli. Einnig ef til vill rússneskt hekl eða fleiri tegundir af hekli.
Í prjóni læra nemendur að fitja upp, prjóna, sauma saman og ganga frá endum. Þeir læra ýmist að prjóna með hringprjón eða sokkaprjónum í hring, eða jafnvel bara á tvo prjóna, þ.e. garðaprjón, eða fyrir lengra koman brugna lykkju og slétta.
Einnig er í boði að nota prjónavefstól eða prjónavél og síðan er hægt að læra flóknari aðferðir fingraprjóns.
Skapa og "hanna": Nemendur þjálfa sköpunarhæfileika sína og reyna að útfæra hugmyndir sínar tengda textíl í kynningu og búa til frummódel eða í sumum tilfellum ná nemendur ef til vill að fullgera hugmyndina, en þó er áherslan frekar á vel unna kynningu.
Kennsluaðferðir ofl.:
Helstu kennsluaðferðir í textílmennt eru verkleg- og sýnikennsla. Textílmennt er kennd 3x í viku, í 80 mín, allt að 20 skipti.
Verkefnin eru:
Hekl, prjón, prjónavefstóll, prjónavél og fingraprjón:
Nemendur eru hvattir til að gera tilraunir þ.e. prófa mismunandi heklu og prjónaaðferðir og nota mismunandi garni, ýmsar stærðir af prjónum, heklunálum o.s.frv.
Prjónaverkefni geta verið t.d. húfa, vettlingar, handstúkur eða einhver önnur prjónastykki sem nemandinn velur.
Hekluverkefnið geta verið t.d. þvottapoki, lítill dúkur, sjal eða annað heklustykki sem nemandinn velur.
Skapa og "hanna": nemendum eru kynntir fyrir því að textíll getur orðið að allskonar nyjtahlutum og að hann sé nýttur á margan fagurfræðilegan hátt. Þau fá kynningu á textíl í fjölbreyttu hlutverki og síðan reyna þau að finna sínum hugmyndum tengdum textíl farveg. Nemdendur kynna hugmyndir sínar í eigin útfærslu með t.d. fallegu veggspjaldi, rafrænt, eða á þann hátt sem hentar þeim. Verkefnið er hugmyndavinna sem þarf t.d. eingöngu að vera unni í góður frummóteli, en má þó verða að fullgerðum hlut. Sem sagt áhersla er á að vinna góða/skemmtilegar/frumlegar hugmyndir og vera með vel unna og flotta kynningu. Hugmyndin getur verið kynnt í formi teikninga, ljósmynda, myndbroti, prufubúta, efnisprufna eða frummótels. Nemandi velur sínar verkaðferðir ( sauma, prjóna, hekla ofv.) og vinnur með þau textílefni sem hann velur hugmyndinni sinni.
Þriðja verkefnið : Er val bæði aðferð og efni en í samráði við kennara.
Pinterest “Textíl í Hvassó” ( hugmyndabanki kennara og nemenda )
Heklað
Prjónað
...í höndum, á prjónavefstóll, á prjónavél og "tengi fingraprjónið"
Skapa og "hanna"
Val og frjál verk