Vinnuaðferðir:
Þæfing: nemendur kynnast blautþæfingu og þurkarinn hjálpar okkur yfir erfiðasta hjallinn í þæfingunni.
Þráðurinn þræddur, skreyting og snúran: nemandi lærir að vinda snúru, þræða þráð á grófa nál og sauma frjáls útsaumsspor.
Kennsluaðferðir ofl.
Helstu kennsluaðferðir í textílmennt eru verkleg- og sýnikennsla. Lögð er áhersla á sögur, leiki, hringleiki og vísur sem tengjast texíl.
Textílmennt er kennd í 80 mín. 3x í viku, í 6 lotum og 3 hópum. Hver hópur kemur 2 x yfir árir og er um 17 skipti í senn. Fyrsta Lota 1 (17.skipti) 23. ágúst- 29. sept.,
Lota 1 (17.skipti) 23.ágúst - 29.sept., (Kolrabbar)
Lota 2 (17.skipti) 2. okt – 15. nóv., (Höfrungar)
Lota 3 (17.skipti) 17.nóv – 10.jan., (Sæhestar)
Lota 4 (17.skipti) 12.jan – 26.feb., (Kolrabbar)
Lota 5 (16.skipti) 28.feb – 12. apríl, (Höfrungar)
Lota 6 (16.skipti) 15. apríl – 31. maí. (Sæhestar)
Verkefnin eru:
1. Þau vinna eitt til tvö verkefni úr ullarkembu og er hún aðalhráefni vetrarins. Ulllarkemban er þæfð ( e.t.v. með smá hjálp þurkarans og/eða nælonsokks) og er verkefnið e.t.v. skreytt með þeirra útsaum, perlum eða öðru.
2. Bandið/ garnið: Þau vinna grunnaðferðir eins og búa til snúruband (armband eða leikspotta) og kljást við bandið á ýmsan hátt.
3. Að lokum ef tími gefst eru unnin ýmis lítil aukaverkefni. t.d. læra að leika með snúruband sem „fuglafit“( einn elsta leik mannsins).
Pinterest “Textíl í Hvassó” ( hugmyndabanki kennara og nemenda )
Fuglafit
...oft byrjum við daginn á fuglafitsleikjum og æfingum!
AÐ VINDA SNÚRUR Á ÞYRILSNÆLDUR ...FIGETSPINNER!
Armbönd úr litlu snúruböndum!
Tjaldleikur með stóra snúrubandinu!
Sungum og dönsuðum hringleikinn "Vindum, vindum vefjum band" (í stílfræði útgáfu)
Litlar og stórar kúlur þæfðar!
...sem urðu af kisuleikföngum, kúlum í armbönd og hálsfestar, kúlur fyrir jólaskraut, kúlur sem breyttust í kalla og kerlingar
...fyrst þær litlu!
...svo stóru!
(sem margar breyttust í kalla og kellingar ...en við gleymdum að taka myndir af þeim)
Stafa útsaumurinn
Því miður gleymdist að taka mynd af nokkrum stöfum !
Útsaumsmyndir eftir þeirra eigin teikningu
Tjaldleikur og fleiri leikir
....saumastofa ...veitingastaður....og vel klætt fólk í miklu frostum og vetrahörku 😊
Lítil aukaverkefni