Vinnuaðferðir :
Vefnaður: Nemandi lærir grunnhandtök og hugtök í vefnaði.
Aðalvinnuaðferðin í 3.bekk er s.s. vefnaður, en aðrar vinnuaðferðir mun kennari velja með nemanda, t.d. í valverkefnum.
Kennsluaðferðir ofl.:
Helstu kennsluaðferðir í textílmennt eru verkleg- og sýnikennsla. Lögð er áhersla á sögur, leiki, sem tengjast texíl. Textílnmennt er kennd í 80 mín, í 3 lotum/hópum hver í 20 skipti.
Hekla Lota 1. 24. ágúst - 5. okt.,
Askja Lota 4. 6. feb – 2. apríl.,
Mars Lota 6. 11. apríl - 30. maí.
Verkefnin eru:
1. Sem sagt það er lögð áhersla á vefnað og hvernig efni er saumað saman í höndunum. Unnið er lítil einstaklings vefnaðarverkefni ( t.d. taska, armband, hálsmen os.frv.) og einnig samvinnu vefstykki (púði, motta eða veggteppi sem getur verið partur í að búa til góða hljóðvist í stofunni þeirra eða verið veggteppi til að leggjast upp t.d. að við lestur). Verkefnin eru unnin úr ýmsu hráefni og upprunni þeirra velt fyrir sér. Aðferðir við að búa til klæði/efni eru skoðuð. Spurningar eins og “Hvernig eru efni gerð?”, “Hvaða aðferð er notuð til að búa til gallabuxnaefnið eða jogginggallaefnið, og eru þau eins?”.
2. Valverkefni: Ef að tími og áhugi er fyrir hendi er rými fyrir auka- eða heimavinnu og þá er reynt að vinna út frá áhuga sem kviknar hjá nemendum.
Pinterest “Textíl í Hvassó” ( hugmyndabanki kennara og nemenda )
Pinna-/Röravefnaður
Perluvefur
Ojos de dios
Víkingatjaldið og verðandi víkinga-pinna-vefstóll
Val og aukaverkefni ...bæði unnin heima og í skóla!