21.3.2
Markmið námsins er fyrst og fremst að gera nemendur sjálfstæða í verki, stuðla að vinnugleði og virðingu fyrir vinnunni, þjálfa einbeitingu, iðjusemi og verkfærni. Auk þess er lögð áhersla á handverk, menningu og tengsl við verklegt framhaldsnám, tómstundir og heimilishald og að nemendur kynnist fjölbreyttum verkfærum, tækni og efnum m.a. úr nærumhverfinu. Nemendur hafa þannig áhrif á umhverfi sitt og eru um leið hvattir til að sýna umhverfinu nærgætni og virðingu. Lögð er áhersla á að nemendur séu virkir í hönnunarferli og móti útlit og uppbyggingu hluta miðað við notkun þeirra. Þar fléttast einnig inn áhersla á nýsköpun, hagnýtingu þekkingar og grænna lausna.
Um hönnun og smíði í Aðalnámskrá grunnskóla
t