Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Verkfæri
þekkt algengustu verkfæri í trésmíði og útskýrt á einfaldan hátt virkni þeirra,
tifsög
Efnisval:
þekkt almenn smíðaefni og á einfaldan hátt útskýrt notkun og eiginleika þeirra,
Nemendur hafa Chromebook tölvur til afnota í skólanum og geta nýtt sér leitarvélar í verkefnavinnu.
Nemendur fá fræðslu um gagnsemi og hættur internetsins. Fræðsluefnið er á mms.is og nefnist Stafræn borgaravitund og Netumferðarskólinn.
Smíðaaðferðir:
framkvæmt nokkrar aðferðir til festinga,
Í heimildavinnu er farið yfir áreiðanleika upplýsinga, hvaða netsíðum er hægt að treysta og hvað ber að varast.
Nemendur fá fræðslu um gæði upplýsinga. Fræðsluefnið er á mms.is og nefnist Stafræn borgaravitund.
Vinnuvernd:
beitt líkamanum rétt við vinnu sína og sýnt rétta notkun hlífðarbúnaðar.
Nemendur fá fræðslu um skráningu heimilda samkvæmt kennslubókinni Heimi, handbók um heimildaritun frá mms.is, höfundur Svanhildur Kr. Sverrisdóttir. Þau þurfa að skrá heimild í bókakynningaverkefninu.
Vinnuteikning:
dregið einfalda skissu og tvívíða teikningu til að útskýra hugmyndir sínar,
Nemendur vinna a.m.k. tvö glæruverkefni (Google slides) á vetri, annað er haustverkefni og nefnist Um mig, 5-7 glærur um fjölskyldu, áhugamál og fleira sem nemandi vill sýna.
Hitt er bókakynning þar sem nemandi velur bók sem nýbúið er að lesa í heimalestri eða yndislestri, segir frá söguþræði bókarinnar, aðal- og aukapersónum, höfundi bókarinnar og hvaða aðrar bækur höfundur hefur skrifað. Nemandi þarf að skrá bókina sem heimild aftast í glærusýningunni. Nemendi þarf svo að kynna bókina sína fyrir samnemendum. Þá er farið yfir framkomu og upplestur fyrir áheyrendur og hvert er hlutverk hlustenda á svona kynningu.
Vinnuferli:
unnið verkefni frá hugmynd að fullunnum hlut með áherslu á form og útlit,
Nemendur vinna nokkur ritunarverkefni með Google Docs yfir veturinn.
Áhersla á að kunna á stillingaramboðin, s.s. að velja letur og stærð leturs, miðja, feitletra, skáletra, gera punktalista, setja inn myndir, töflur o.fl. sem nýtist í ritvinnslu.
Fingrasetning er æfð reglulega. Fingrafimi af vef mms.is er notuð ásamt erlendum síðum s.s. typing.com.
Orka og tækni:
sagt frá orkugjöfum sem nota má í smíðaverkefnum og nýtt virkniþætti í smíðisgripum, svo sem vogarafl, gorma og teygjur,
Athuga með einföld töflureikniverkefni
Tæknilæsi:
bent á ýmis tæknifyrirbrigði er tengjast daglegu lífi,
Ljósmyndaratleikur???
Actionbound eða annað sambærilegt.
Hugbúnaður (Unnið í upplýsingatækni):
hannað einfaldan hlut í þrívíðum hugbúnaði.
Samþættingarverkefni í samfélagsfræði, þar sem nemendur vinna gagnvirkt veggspjald sem geymir hljóðskrár með upptökum af þeirra eigin texta.
Umhverfisvitund:
valið efni út frá umhverfissjónarmiðum og sagt frá kostum þess að nota efni úr nærumhverfi,
Endurnýting:
sýnt góða nýtingu þeirra efna sem unnið er með
Menning:
greint og sagt frá nokkrum einkennum íslensks handverks.