Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Verkfæri
þekkt algengustu verkfæri í trésmíði og útskýrt á einfaldan hátt virkni þeirra,
Nemendur nota laufsög til útsögunar, klemmur og útsögunarklauf og bora í súluborvél með aðstoð kennara.
Efnisval:
þekkt almenn smíðaefni og á einfaldan hátt útskýrt notkun og eiginleika þeirra,
Nemendur vinna mest með krossvið, en einnig eru endurvinnslu verkefni þar sem unnið er með verðlaust efni og endurnýtingu á gömlu.
Smíðaaðferðir:
framkvæmt nokkrar aðferðir til festinga,
Nemendur líma með trélími og tveggja þátta lími með aðstoð og nota til þess klemmur og málningarlímband eftir þörfum.
Vinnuvernd:
beitt líkamanum rétt við vinnu sína og sýnt rétta notkun hlífðarbúnaðar.
Lögð er áhersla á að kenna réttar vinnustellingar þegar verið er að saga út og pússa, auk þess sem algör skylda er að vera í hlífðarsvuntu í málningarvinnu.
Vinnuteikning:
dregið einfalda skissu og tvívíða teikningu til að útskýra hugmyndir sínar,
Hver nemandi á sína eigin skissubók þar og er kennt að nota hana í hugmyndavinnu. Nemendur teikna hugmyndir sínar í bókina og læra að útfæra þær í verkefnum sínum og læra að gera einfalda vinnuteikningu.
Vinnuferli:
unnið verkefni frá hugmynd að fullunnum hlut með áherslu á form og útlit,
Nemendur vinna verkefni út frá eigin teikningum þar sem lögð er áhersla á þeirra sköpun og hugmyndir. Lögð er áhersla á rétt vinnubrögð og afurð sem nemendur eru ánægðir með og fá þeir að mála og skreyta munina sína eftir eigin smekk og áhuga.
Orka og tækni:
sagt frá orkugjöfum sem nota má í smíðaverkefnum og nýtt virkniþætti í smíðisgripum, svo sem vogarafl, gorma og teygjur,
Þar sem 1. bekkur fær fáa smíðatíma fær þessi þáttur ekki mikið vægi. Þó notum við bönd og perlur til að skapa hljóð og ræðum þá um mátt hreyfingar og orku.
Tæknilæsi:
bent á ýmis tæknifyrirbrigði er tengjast daglegu lífi,
Ljósmyndaratleikur???
Actionbound eða annað sambærilegt.
Hugbúnaður (Unnið í upplýsingatækni):
hannað einfaldan hlut í þrívíðum hugbúnaði.
Samþættingarverkefni í samfélagsfræði, þar sem nemendur vinna gagnvirkt veggspjald sem geymir hljóðskrár með upptökum af þeirra eigin texta.
Umhverfisvitund:
valið efni út frá umhverfissjónarmiðum og sagt frá kostum þess að nota efni úr nærumhverfi,
Endurnýting:
sýnt góða nýtingu þeirra efna sem unnið er með
Menning:
greint og sagt frá nokkrum einkennum íslensks handverks.