Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Verkfæri:
þekkt ýmis verkfæri og mælitæki sem notuð eru í formun smíðaefna og útskýrt virkni þeirra,
Nemendur nota skólasafnið til að velja sér bækur fyrir heimalestur og yndislestur.
Í ákveðnum verkefnum eru bækur safnsins nýttar til heimildaöflunar.
Efnisval:
þekkt algengustu smíðaefni og útskýrt rétta notkun og eiginleika þeirra,
Nemendur hafa Chromebook tölvur til afnota í skólanum og geta nýtt sér leitarvélar í verkefnavinnu.
Nemendur fá fræðslu um gagnsemi og hættur internetsins. Fræðsluefnið er á mms.is og nefnist Stafræn borgaravitund og Netumferðarskólinn.
Smíðaaðferðir:
framkvæmt algengustu aðferðir festinga og útskýrt notkun þeirra,
Í heimildavinnu er farið yfir áreiðanleika upplýsinga, hvaða netsíðum er hægt að treysta og hvað ber að varast.
Nemendur fá fræðslu um gæði upplýsinga. Fræðsluefnið er á mms.is og nefnist Stafræn borgaravitund.
Vinnuvernd:
útskýrt réttar vinnustellingar, valið viðeigandi hlífðarbúnað og gert sér grein fyrir samhengi góðrar umgengni og öryggisþátta.
Nemendur fá fræðslu um skráningu heimilda samkvæmt kennslubókinni Heimi, handbók um heimildaritun frá mms.is, höfundur Svanhildur Kr. Sverrisdóttir.
Nemendur hafa unnið með þetta hæfniviðmið í 4. - 6. bekk með bókakynningum. Í 7. bekk vinna þau með heimildaskráningu í þeim verkefnum sem þau eru að vinna hverju sinni þvert á námsgreinar.
Vinnuteikning:
útskýrt hugmyndir sínar með því að rissa upp málsetta vinnuteikningu,
Nemendur vinna a.m.k. tvö glæruverkefni (Google slides) á vetri, annað er haustverkefni og nefnist Um mig, 5-7 glærur um fjölskyldu, áhugamál og fleira sem nemandi vill sýna.
Hitt er bókakynning þar sem nemandi velur bók sem nýbúið er að lesa í heimalestri eða yndislestri, segir frá söguþræði bókarinnar, aðal- og aukapersónum, höfundi bókarinnar og hvaða aðrar bækur höfundur hefur skrifað. Nemandi þarf að skrá bókina sem heimild aftast í glærusýningunni. Nemendi þarf svo að kynna bókina sína fyrir samnemendum.
Vinnuferli:
lesið einfalda teikningu, smíðað eftir henni og unnið eftir hönnunarferli frá hugmynd að lokaafurð,
Nemendur vinna nokkur ritunarverkefni með Google Docs yfir veturinn.
Áhersla á að kunna á stillingaramboðin, s.s. að velja letur og stærð leturs, miðja, feitletra, skáletra, gera punktalista, setja inn myndir, töflur o.fl. sem nýtist í ritvinnslu.
Orka og tækni:
hannað og smíðað verkefni sem nýtir orkugjafa og lýst því hvaða virkniþættir eru að verki í ýmsum hlutum,
Nemendur vinna nokkur verkefni í töflureikni, fyrst verkefni til að læra inn á stillingaramboðin og svo í tengslum við tölfræði í Stiku.
Töflureiknir: verkefni í Stiku 3a, bls 81. Uppsetning á töflum og gerð formúla til að gera útreikning sjálfvirkan.
Tæknilæsi:
lýst hvernig tæknin birtist í nánasta umhverfi og almennt í samfélaginu,
Nemendur vinna nokkur verkefni, svo sem ljósmyndaratleik og stuttmyndagerð með iPada.
Samfélag:
greint þarfir í umhverfi sínu og rætt mögulegar lausnir,
Nemendur nota teikniforritið Canvas sem er grunnforrit í Chrombook vélunum til að teikna stafrænar myndir.
Nemendur fá aðgang að Canva sem er forrit fyrir grafíska hönnun.
Hugbúnaður (að hluta til unnið í upplýsinga- og tæknimennt:
nýtt hugbúnað við hönnun tvívíðra og þrívíðra forma,
Nemendur hanna tvívíða hluti handvirkt og nota tinkerkat til að hanna þrívíða hluti
Stafræn smíði:
nýtt sér tölvustýrðar smíðavélar til að fullvinna tvívíða og þrívíða hluti,
Nemendur útbúa vefsíðu í Google Sites þar sem þau safna saman verkefnum í ýmsum námsgreinum og útbúa vísi að námsmöppu (portfolio).
Örtölvur:
nýtt sér tölvustýrðar smíðavélar til að fullvinna tvívíða og þrívíða hluti,
Nemendur útbúa vefsíðu í Google Sites þar sem þau safna saman verkefnum í ýmsum námsgreinum og útbúa vísi að námsmöppu (portfolio).
Umhverfisvitund:
gert grein fyrir hvort efni séu hættuleg og hvernig hægt er að endurnýta og flokka efni sem fellur til í smíðastofunni,
Endurnýting:
gert við og endurnýtt eldri hluti og lengt þannig líftíma þeirra,
Menning:
greint og fjallað um íslenska hönnun og handverk í samhengi við sögu.