Hugleiðingar

Að byrja

Þú ert hugrakkari en þú heldur, sterkari en þú sýnist og gáfaðri en þú getur ímyndað þér - Winnie the Pooh (Bangsimon)

Ég heiti Valgerður Dan og er kennari á miðstigi í Giljaskóla á Akureyri. Í gegnum árin hef ég verið mjög tæknilega sinnuð og gengið vel að vinna með tæknina í mínu starfi. En á ákveðnum tímapunkti var tækniþróunin orðin svo hröð að ég átti erfitt með að halda í við hana og missti á tímabili svolítið af lestinni. En ég ákvað að játa mig ekki sigraða heldur fór að grúska og grúska í hinum og þessum verkfærum sem ég gæti nýtt mér í starfinu mínu. Með grúskinu fékk ég enn meiri áhuga á upplýsingatækni sem endaði þannig að ég lét langþráðan draum rætast, skráði mig í framhaldsnám og valdi UT leiðina.

Lota 1 - 13. september 2019

Í Flataskóla í Garðabæ vinnur hún Elínborg kennsluráðgjafi. Hún útskrifaðist úr UT framhaldsnáminu í HA fyrir nokkrum misserum. Hún fór í það að taka hina hefðbundnu tölvustofu í gegn og gerði hana að nýsköpunarstofu sem hún kallar Djúpið, en hún nefndi það eftir "Deep learning." Á hurð stofunnar má sjá lista yfir 92 leiðir að skapandi skilum, sjá mynd. Nemendur kíkja oft á listann til að velja hvaða leið þeir ætla að fara til að skila inn verkefnum sínum.

Sniðugt verkefni sem hún og aðrir kennarar nota er að láta nemendur taka upp heimalesturinn einu sinni í mánuði. Þannig fær kennarinn sögu yfir lesturinn og sér hann þróast yfir veturinn.

Á miðstigi er val, fjölval, þar sem nemendur velja á milli tuttugu og tveggja stöðva t.d. íþróttir, sköpun, handverk, UT og fleira. Elínborg sér um UT stöðina í Djúpinu og passar sig að hafa alltaf mismunandi verkefni yfir allan veturinn. Hún notar #menntaspjallið á Twitter mikið til að skoða og fá hugmyndir af nýjum verkefnum. Hún segir að 6 c's sé algjör grundvöllur á samþættingu í tækni í grunnskólum

Garðaskóli notar Google forms í samstarfi milli heimila og skóla.

Það er mjög gaman að fylgjast með á Twitter því sem Elínborg er að gera. Hægt er að fylgja henni, elinborgin eða fylgjast með á #djupid eða #menntaspjall

Lota 2 - 11. september

Hlaðvarp/Podcast

Nú í lotu 2 sýndi Sólveig Zophaníusardóttir, umsjónamaður MUT, okkur hvernig hlaðvarp eða podcast getur verið sniðugt tæki í kennslu. Kennari getur bæði sett inn kennsluleiðbeiningar eða verkefnalýsingu í podcasti eða látið nemendur sína skila inn verkefni sem podcast útfærslu. Við notuðum forritið Garage Band til að búa til okkar podcast. Garage Band er mjög auðvelt og skemmtilegt forrit í notkun. Það er auðvelt að taka upp, skeyta saman eða klippa úr umræðum, setja hljóð og tónlist undir.



Hér er dæmi um Podcast.

Sólveig talaði um Steven Wheeler í dag. Við lásum valda kafla úr bókinni hans og unnum með þær. Í þeirri vinnu lét Sólveig okkur nota forritið Padlet. Þar gátum við skráð okkar hugleiðingar jafnóðum á Padlet töfluna og aðrir nemendur séð hvað við vorum að gera. Steven Wheeler talar um EDUpunk og veltir fyrir sér hvort þurfi að endurræsa hugmyndir um nám og kennslu? Gerðu þetta sjálfur leiðin, talar hann um en til dæmis hjá okkur var það þannig fyrir 15-20 árum að námsefni var gefið út af námsgangastofnun og allir nemendur voru í sömu heftum, að gera það sama. En í dag höfum við svo magnaða tækni að við getum búið til fjölbreytt verkefni og alls konar hluti þegar við erum með snjalltækin. Í snjallheimum er fólk duglegt að deila verkefnum sínum en áður var það þannig að kennarar héldu í sitt. Nútíma þjóðfélag þarf að fara að endurskoða námskenningar m.t.t. þeirrar tækniþróunar sem hefur átt sér stað sl. misseri.

Book Creator

Anna Sigrún Rafnsdóttir sagði okkur frá mastersritgerðinni sinni og fór yfir það með okkur hvernig búa ætti til bók í Book Creator forritinu. Afrakstur og hugleiðingar má sjá hér.

Lota 3 - 14. nóvember

Dótadagur

Ólafi Jónssyni sem er verkefnastjóri tölvunarfræðideildar í Háskólanum á Akureyri leyfði okkur að prófa sýndarveruleika. Meðal þess sem við prófuðum var Oculus Rift, Hololens, HTC Vive og Gear VR gleraugu. Við fengum að prófa nokkra leiki og kíkja í Google Earth VR sem var virkilega gaman.

Við fengun svo að prófa My create sem er hreyfimyndaforrit en því miður er það ekki fáanlegt lengur þannig Stop Motions appið virkar jafn vel. Við fengum einnig að sjá Bloxels sem er notað til að búa til app sem er ca. eins og Super Mario, Thunkable, Sphero mini í slönguspili, Sphero Bolt, Blue-bot, Ozobot, Merge Cube og margt fleira sem gaman var að grúska með.

Lota 3 - 15. nóvember

Í þessari lotu var vinnustofa; stafræn kortlagning. Þá unnum við eftir verkfæri David White og staðsettum okkur í hinum stafræna heimi þ.e. við fundum út hvort við erum gestir eða íbúar á veraldarvefnum. Við þurftum að ígrunda hvernig við notum internetið faglega og hvernig við notum það að staðaldri í okkar persónulega lífi, hvort við skiljum eftir okkur spor á netinu.