Greinar
og ganglegar síður
og ganglegar síður
Fyrir kennara sem eru að stíga sín fyrstu skref í að nýta tækni í kennslu þá mæli ég með vef Bergmanns Guðmundssonar og Hans Rúnars Snorrasonar sem ber nafnið Snjallkennsluvefurinn. Hér finnur þú mikið af kennslumyndböndum um Google kerfið og tilheyrandi forritum ásamt rafrænum verkefnum, kynningum á öppum og forritum í kennslu og verkefnum sem hægt er að staðfæra og leggja fyrir nemendhópa.
Bloggsíða Álfhildar Leifsdóttiur, kennari á Sauðárkróki. Álfhildur er ein fárra sem hlotið hafa þann heiður að komast í hóp alþjóðlegs frumkvöðla á sviði kennslu sem nefnist Apple Distinguished Educator og sjá ný tækifæri og nýjar leiðir í kennslu með tækni.
Vefsíða um það sem þú þarft að vita um upplýsingatækni og fleira.
Upplýsingatæknitorg er starfssamfélag þeirra sem hafa áhuga á og vilja nýta upplýsingatækni í skólastarfi.
Viðtal við Bergmann Guðmundsson, verkefnastjóra hjá Giljaskóla. Hér segir hann frá gagnsemi Twitter og #menntaspjalls í upplýsingatækni.
Padlet veggur Giljaskóla, tekinn saman af Unni Valgeirsdóttur. Hér má finna ýmsa hluti tengda UT sem eru áhugaverðir, gagnlegir og spennandi fyrir skólafólk að skoða