Grúsk og gaman

vefur um upplýsingatækni

Velkomin að grúska!

Þessi vefur um upplýsingatækni er námsmappan mín í námskeiðinu MUT1510 í Háskólanum á Akureyri. Markmið mitt er að safna hér saman verkfærum og öðru gagnlegu sem nota má í kennslu í upplýsingatækni. Listinn yfir verkfærin er engan veginn tæmandi þar sem það eru endalaust að bætast við nýjar bjargir fyrir okkur sem notum upplýsingatækni í skólastarfi. Undir hnappnum hugleiðingar má finna "dagbók" frá námskeiðinu MUT1510 þar sem lesa má um hverja lotu fyrir sig.