Yngsta stig

Hér má finna heimasíður og forrit sem hægt er að nýta sér í heimakennslu.

Heimasíður

Forrit

Hopster Coding Safari

Forritunar app fyrir yngri nemendur

Code Karts

Forritunar app fyrir yngri notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Khan Academy Kids

Forritunar app fyrir byrjendur og yngri notendur.

Musila

Skemmtilegur tónlistarleikur fyrir alla.

Georg og klukkan

Eitt af skemmtilegu Georgs öppunum. Þarna kennir Georg krökkum á klukku en það getur oft reynst þeim erfitt.

Fun timer for parents

Sniðug skeiðklukka fyrir foreldra til þess að nota fyrir yngri nemendur sem eiga erfitt með að halda einbeitingu við heimanám.

Lazy Monster - 7 minute workout

Lazy Monster hjálpar okkur að gera æfingar á milli kennslustunda. Nauðsynlegt er að hreyfa sig á hverjum degi og þar getur Lazy Monster hjálpað.

Chess for kids

Sniðugt fyrir yngri nemendur. Appið kennir þeim mannganginn ef þau kunna hann ekki.

Lærum og leikum með hljóðin

Skemmtilegur leikur til þess að læra stafi fyrir yngri nemendur

Orðagull

málörvunarefni sem styrkir vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu, orðaforða og endursögn.

FlipaClip

Teiknaðu í iPadinum og gefðu því líf. Auðvelt að búa til þínar eigin teiknimydasögur.

Toontastic

Búðu til teiknimyndasögu með tilbúnum sviðsmyndum eða búði til þínar eigin. Talaðu inn á myndirnar þínar og gefðu þeim líf.

Storytel

Storytel þarfnast áskriftar en margir möguleikar eru þar bæði fyrir börn og fullorðna. Mjög sniðugt fyrir þá sem eiga erfitt með lestur.

Box Island

Sniðugur forritunarleikur fyrir byrjendur.

Puppet pals HD

Búðu til brúðuleikhús í iPadinum. Margir bakrunnar og margar persónur til að velja úr.

ChatterPix Kids

Nemandi teiknar og tekur mynd af teikningunni sinni í ChatterPix. Setur svo munn á persónu sem teiknuð var og talar fyrir hana og býr þannig til myndasögu.

Osmo

Forrit fyrir iPad sem þarfnast viðbótar. Margskonar leikir til.

Todo Maths

Sniðugt stærðfræði app þar sem stærðfræði er sett upp eins og skemmtilegur leikur.


Escape games - Amusing kids room

Margir svona leikir eru til og hjálpa þeir krökkum að leita lausna.