Myndbönd Leiðsagnarmat / Vaxandi hugarfar

Seven steps to feedback (5:58 mín). James Nottingham talar hér um sjö leiðir við að gefa nemendum endurgjöf. Endurgjöf sem lýsir því m.a. sem þeir hafa gert vel, í hverju þeir þurfa að bæta sig og hvernig þeir geta bætt sig.


Learning intentions and success criteria (2:28 mín). James Nottingham talar hér um væntingar í náminu (að nemendur viti til hvers er ætlast) og árangursviðmið (að nemendur viti hvað þeir eiga að læra).


Challange og growth mindset (2:51). James Nottingham og Carol Dweck ræða hér um vaxandi hugarfar og áskorun í námi. Megináherslur leiðsagnarmats í námi er að byggja upp sjálfstraust nemenda, efla þrautseigju og ýta undir vaxandi hugarfar.


Challenging mindset (12:17). James Nottingham talar um vaxandi hugarfar og rannsókn Carol Dweck.


Austin´s butterfly: Models, critique and descriptive feedback (6:32 mín.): Í myndbandinu er sýnt hvernig nemandi nýtir endurgjöf til að bæta verkefnið sitt og um leið hversu mikilvægt vaxandi hugarfar er í ferlinu þegar leitast er eftir því að nemendur skili sínu allra besta.


James Nottingham talks about challenge (3:23 mín.): James Nottingham talar hér um hversu mikilvægt það er að ýta undir vaxandi hugarfar með áskorunum.


The learning Pit (2:13 mín.): Námsgryfjan eða Learning pit eftir James Nottingham útskýrir á einfaldan hátt hvernig nám á sér stað í gegnum áskoranir, að hafa hugrekki til að mistakast og lenda á botni gryfjunnar og vera úrræðagóð/ur og nýta þann stuðning sem er í boði til að koma sér upp úr gryfjunni.


Carol Dweck, The power of believing that you can improve (10:24 mín.): Carol Dweck fjallar hér um áhrif þess að nota “not yet” þegar maður hefur ekki náð tiltekinni færni og hversu miklu viðhorf skipta máli þegar kemur að því að ná árangri í námi. Hún fjallar um muninn á fastmótuðu og vaxandi hugarfari og rannsóknir sem sýna aukinn námsárangur hjá nemendahópum sem hafa fengið kennslu í vaxandi hugarfari.


Dylan Wiliam: Formative assessment (2:18 mín.): Hér talar Wiliam almennt um leiðsagnarmat og hvað felst í slíku mati í samanburði við lokamat.


Dylan Wiliam, Feedback on learning (3:17 mín.) Endurgjöf (Dylan Wiliam): Fjallar um gagnslausa (persónutengd) og gagnlega endurgjöf (verkefnamiðuð) og muninn á þessu tvennu.


Feedback (3:32 mín.): Í myndbandinu er fjallað um endurgjöf, sýnt brot út kennslustund og viðtal við kennarann.


Shirley Clarke video on Feedback (8:18). Hér fjallar Clarke um vandaða endurgjöf og við fáum að sjá dæmi um endurgjöf í kennslustundum.

Shirley Clarke Marking and Feedback (0:21). Clarke ræðir hér mikilvægi endurgjafar fyrir framfarir í námi.

Using Success Criteria to Provide Descriptive Feedback (18:30). Í myndbandinu er sýnt brot úr kennslustund þar sem kennarinn er að þjálfa nemendur í að nýta sér námsvegg með árangursviðmiðum.



Precision Teaching: Success Criteria and Examplars (3:04). Í þessu myndbandi má sjá kennara leggja áherslu á skýr árangursviðmið til að undirbúa nemendur undir sína eigin ritun.



John Hattie Learning Intentions and Success Criteria (9:02). Hattie fjallar um mikilvægi námsmarkmiða, árangursviðmiða og dæma um vel unnin verkefni.



Self and Peer Assessment Dylan Wiliam (2:30). Wiliam fjallar um sjálfs- og jafningjamat sem mikilvægan hluta þess að vinna með leiðsagnarmat og forsendu þess að nemendur geti verið sjálfstæðir og ábyrgir fyrir náminu sínu.