Erna Ingibjörg Pálsdóttir: Fjölbreyttar leiðir í námsmati. Að meta það sem við viljum að nemendur læri. 2019 (IÐNÚ).
Í bókinni er m.a. fjallað um vaxandi hugarfar og áskorun í námi á bls. 45 – 54. Þá er ítarleg umfjöllun um leiðsagnarmat á bls. 54 – 90.
Carol Dweck: Mindset, changing the way you think to fulfill your potential
Um rannsóknir á vaxandi hugarfari og mikilvægi þess í námi. Grunnbók í hugmyndafræðinni um vaxandi hugarfar fyrir þá sem vilja skilja hugmyndina vel.
Barry Hymer & Mike Gershon: Growth Mindset Pocketbook
Stuttir afmarkaðir kaflar eða ein blaðsíða hver sem fjalla um vaxandi hugarfar. Hægt að nýta bókina sem grunn í kennslu eldri nemenda, jafnvel þýða afmarkaða kafla hennar á glærur til að nota með nemendum þegar vaxandi hugarfar er lagt inn.
K J Walton: I can´t do this
Bókin hentar vel yngsta stigi. Hægt væri að þýða hana jafnóðum fyrir nemendur og myndir eru skoðaðar. Hún segir frá strák sem er hugmyndaríkur og allt er mögulegt þangað til að hugsun um að hann gæti gert mistök stoppuð hann af. Hann áttar sig svo á því að hugsa „ég get þetta ekki enn“ í stað þess að hugsa „ég get þetta ekki“.
K J Walton: The Mindset Melting Pot
Bókin heldur mikinn fróðleik um vaxandi hugarfar og kennsluleiðbeiningar fyrir kennara. Hentar vel 4. – 7. bekk.
K J Walton: A Muddle of Mistakes
Bókin hentar vel yngsta stigi og yngra miðstigi. Hægt væri að þýða hana jafnóðum fyrir nemendur og myndir eru skoðaðar. Bókin fjallar um strák sem felur mistökin sín í stað þess að læra af þeim þar til mistökin brjótast út til að kenna honum að læra af þeim.
Giles Andreae og Guy Parker-Rees: Giraffes Can´t dance
Bókin hentar yngra yngsta stigi og segir frá gíraffa sem kann ekki að dansa en það eru hans eigin hugsanir um hann sjálfan sem hamla honum frekar en eitthvað annað.
JoAnn Deak og Sarah Ackerley: Fantastic Elastic Brain, Stretch It, Shape It
Bókin hentar vel eldra yngsta stigi og yngra miðstigi. Hún fjallar um heilann og hvernig hann virkar og hvernig við getum stuðlað að vexti hans. Hægt væri að þýða bókina jafnóðum og myndir eru skoðaðar.
Mark Pett og Gary Rubinstein: The girl who never made mistakes
Bókin fjallar um stelpu sem gerir aldrei nein mistök fyrr en einn daginn. Hún lærir að mistök eru mikilvægur hluti þess að læra og njóta lífsins.
Mistakes are my superpowers
Litabók með slagorðum sem ætlað er að ýta undir sjálfsöryggi og þrautseigju. Til ljósritunar fyrir kennara.
Esther Pia Cordova: Growth mindset activities for kids
Í bókinni eru 55 verkefni sem þjálfa nemendur í vaxandi hugarfari. Verkefnin ýta undir viðhorfið “ég get” og kennir nemendum að fagna mistökum sem mikilvægum hluta þess að ná árangri.
Katherine Muncaster og Shirley Clarke: Growth mindset lessons, every child a learner
Í bókinni er kennsluskipulag, tekin dæmi og vel útfærðar hugmyndir fyrir kennslu í vaxandi hugarfari.
Pretty Pickles: Growth mindset activities
Í bókinni eru 52 verkefni, eitt fyrir hverja viku ársins, og eru ætluð unglingastig með áherlsu á að:
Hjálpa nemendum að sjá mistök sem námstækifæri
Færa þeim verkfæri til að takast á við streitu
Hjálpa þeim að sjá gagnrýni í nýju ljósi
Kenna þeim að setja sér raunhæf markmið
Nemendur geri sér grein fyrir því að þeir geta náð árangri í öllu sem þeir setja stefnuna á
Charley Gardner: Growth mindset & resilience
Bókinni er ætlað að ýta undir vaxandi hugarfar, þrautseigju og þakklæti. Bókin er nemendabók sem fylla á inn í og hentar fyrir miðstig. Hægt er ljósrita beint úr bókinni eða þýða valdar hugmyndir.
James Nottingham og Jill Nottingham: Challenging learning through feedback
Bókin er sett upp í stuttum og vel afmörkuðum köflum og er þægileg aflestrar. Nottingham fjallar um mikilvægi þess að vanda endurgjöf þannig að hún skili tilætluðum árangri. Hann setur endurgjöf upp í sjö stig og er með góð dæmi í bókinni. Til hliðar á síðunum er stutt samantekt á lykilatriðum sem auðveldar leit í efninu.
James Nottingham, Jill Nottingham og Martin Renton: Challenging learning through Dialogue
Í bókinni er farið yfir aðferðir til að auka færni nemenda til að eiga samræður sín á milli, samræður sem ýta undir dýpri hugsun og nám.
Shirley Clarke: Outstanding formative assessment, Culture and Practice
Í bókinni fjallar höfundur um leiðsagnarmat fyrir kennara í grunnskólum. Hún fer yfir helstu þætti leiðsagnarmats s.s. hugmyndir að því hvernig gott er að byrja kennslustundir, námsferlið, hvernig gott er að enda kennslustundir og þróun skólastarfs.
Andrea Beaty: Rosie Revere Engineer
Bókin fjallar um stúlku sem vill verða verkfræðingur, um að láta drauma rætast en vera hræddur við að mistakast.