Bækur

Uppeldi til ábyrgðar

Diane Gossen: Barnið mitt er gleðigjafi

Diane Gossen kennir foreldrum og kennurum hvernig nota megi hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar til að kenna börnum sjálfsaga og sjálfsuppbyggingu. Hentar vel þeim sem vinna með yngri börn.


Diane Gossen: Sterk saman

Í bókinni er farið í heild sinni yfir hugmyndafræðina Uppeldi til ábyrgðar. Bókin er því góður grunnur fyrir byrjendur og góð upprifjun og uppflettirit fyrir þá sem þekkja til.


Joel Shimoji: Leiðarvísir um uppbyggingu sjálfsaga

Bókin er ætluð kennurum á unglingastigi. Hún er kennarahandbók með kennsluhugmyndum og leiðbeiningum í helstu verkefnum sem nemendur læra um í Uppeldi til ábyrgðar. Bókinni fylgir nemendahefti.


Diane Gossen: Uppeldi til ábyrgðar

Bókin skiptist í þrjá kafla sem eru ólíkar stöður við agastjórnun, síðan svör höfundar við 60 spurningum og loks Uppbyggingarþríhornið.

Diane Gossen: Að sætta sjónarhorn

Bókin er hugsuð sem vinnubók fyrir unglingastig þar sem þeir læra að leysa ágreining sín á milli í anda Uppeldis til ábyrgðar.


Diane Gossen og Judy Anderson: Creating the conditions

Í þessari bók eru hagnýt ráð og hugmyndir fyrir þá sem vilja breyta stefnu og áherslum skóla.


Diane Gossen: Restitution, Restructuring school discipline

Diane Gossen útskýrir í þessari bók hvernig hægt er að efla sjálfsaga barna. Litið er á mistök sem hluta af lærdómsferlinu og lögð áhersla á að læra af þeim.


Jonathan C. Erwin: The classroom of choice

Höfundur leggur áherslu á skólastarf sem mætir ólíkum þörfum nemenda. Bókin er full af hugmyndum um hvernig hægt er að skapa slíkar aðstæður.

Skólinn á ýmsa smábæklinga í Uppeldi til ábyrgðar í íslenskri þýðingu sem útskýra ýmsa þætti hugmyndafræðinnar: Verkfærakistan, Skýr mörk, Mitt og þitt hlutverk, Sáttmálar um samskipti og Undirstöður Uppbyggingar.


Skólinn á ýmsa smábæklinga í Uppeldi til ábyrgðar á ensku sem útskýra ýmsa þætti hugmyndafræðinnar: Team building, Breaking the Cycle of Disruptive Behavior, The intervention room, The Behavior Car, Who is Driving Yours?, Inside the Circle, Antidote to Violence, Looks like Sounds like, Restitution & Control Theory in the High School, How are you Driving?, From Blame to Balance, Easy does it, Control Theory Workbook, Restitution Basics, The Planning Room, Restitution as Restorative Justice, Peace Table, My Quality World Workbook, I´m Learning to be Happy, Class Meetings, Control Theory in Action, The Quality world Activity Set.


Helstu verkfæri Uppeldis til ábyrgðar gormuð og hægt að fletta líkt og dagatali.

Carol McCloud: Growing up with a Bucket Full of Happiness, Three Rules for a Happier Life.

Í bókinni eru nemendum kenndar samskiptareglur og tekið er á hvers konar samskiptavanda sem upp getur komið. Notuð er samlíking við fötu sem er full þegar okkur líður vel og við komum vel fram við aðra en minnkar í henni og jafnvel tæmist úr henni ef okkur líður illa eða ef við komum illa fram við aðra. Þetta efni má tengja við þarfir okkar þar sem fatan er full ef við uppfyllum allar okkar þarfir okkar á jákvæðan hátt en þegar við uppfyllum þarfir okkar á neikvæðan hátt tökum við úr fötu annarra. Nemendur læra einnig að verja sig með því að setja lok á eigin fötu. Í möppu 5. bekkjar undir lífsleikni eru glærur með þýðingu á efni bókarinnar.

Carol McCloud og Katherine Martin: Fill a Bucket, Guide to Daily Happiness for Young Children

Notuð er samlíking við fulla/tóma fötu þegar nemendur læra að koma vel fram og uppfylla þarfir sínar á jákvæðan hátt.

Carol McCloud og Karen Wells: Will You Fill My Bucket?

Notuð er samlíking við fulla/tóma fötu þegar nemendur læra að koma vel fram og uppfylla þarfir sínar á jákvæðan hátt.