Samtal og ákveða þema
Skila hugarkorti í lok tíma 12. janúar þar sem fram kemur
a) hvaða efni ég/við ætlum að fjalla um (þema)
b) hvaða sjónarhorn þemans hver nemandi ætlar að kynna sér (verkaskipting, hver gerir hvað)
c) á hvaða formi verkefninu verður skilað (heimasíða eða bæklingur, ath. bæklingur er ekki 1 bls)
- Hugarkortið skal merkt nöfnum nemenda sem ætla að vinna saman að þessu þema.
Upplýsingaöflun
Nemendur afla sér upplýsinga um það þema sem þau völdu og passa upp á allar heimildir fyrir heimildaskráningu!
ATH. Allar heimildir skulu skráðar skv. APA-kerfinu, sjá leiðbeiningar á ritver.hi.is
Búa til heimasíðu eða bækling
Nemendur búa til heimasíðu eða bækling um sitt þema og nýta það sem þau fundu í upplýsingaöfluninni.
Hafa þetta grípandi og áhugavert fyrir lesandann.
1000 orð
Kynning
Nemendur undirbúa stutta kynningu á síðunni/bæklingnum í lokin
Kynna svo fyrir nemendum og kennurum eftir vetrarfrí
Skiladagur er 17.febrúar (fyrir vetrarfrí)
Myndræn framsetning: Notið myndir, línurit eða tákn til að styðja við textann
Málfar og frágangur: Textinn á að vera hnitmiðaður og laus við stafsetningarvillur.
Cambria Times New Roman, Arial, Garamond og Baskerville eru góðar leturtegundir fyrir ritgerðir og önnur skólaverkefni.
Við notum 12 punkta letur í meginmáli og línubil á að vera 1,5.
Við notum alltaf stóran staf í upphafi setningar. Við setjum punkt á eftir setningum.
Við vöndum málfar og stafsetningu.
Ef setning endar á sviga er punktur fyrir aftan svigann.
Læsi: Notið fyrirsagnir og punkta (bullet points) svo auðvelt sé að skanna efnið.
Heimildaskráning
Í skráningu allra heimilda á koma fram:
1) hver er höfundur (höfundarsætið)
2) hvenær heimildin var gefin út (tímasætið)
3) um hvers konar heimild er að ræða (titilsæti)
4) hvar hún kom út (útgáfusætið) eða
5) hvar hún er á vefnum (vefsætið)
Nánari leiðbeiningar má finna hér: https://ritver.hi.is/is/apa/daemi-um-skraningu-heimilda-apa
Nemandi geti:
aflað sér upplýsinga um samfélagsleg og alþjóðleg málefni úr heimildum á fjölbreyttu formi, túlkað og hagnýtt
spurt fjölbreyttra spurninga og tekið þátt í gagnrýninni umræðu um samfélagsleg og siðferðisleg málefni frá mismunandi sjónarhornum
greint hvernig hugmyndafræði, þ.m.t. trúarbrögð og stjórnmál, móta samfélagsgerð og tengjast lífi einstaklinga
ígrundað eigin getu til aðgerða og beitt sér á ábyrgan hátt fyrir málefnum sem stuðla að betra samfélagi
beitt ríkulegu tungutaki, fjölbreyttum orðaforða og málsniði í texta eftir því hver tilgangur skrifanna er, fyrir hvaða viðtakendur er skrifað og hvaða birtingarform er valið
beitt helstu atriðum stafsetningar og greinamerkjasetningar og notað til þess reglur um réttritun og önnur hjálpartæki
nýtt sér fjölbreytta hljóð- og myndmiðla til upplýsingar og afþreyingar og tekið afstöðu til þess sem þar er birt
valið og nýtt hugbúnað við fjölbreytta netmiðlun
unnið með fjölbreyttar heimildir og metið áreiðanleika þeirra, virt höfundarétt og almennt siðferði í heimildarétt og almennt siðferði í heimildavinnu og sett fram heimildaskrá samkvæmt viðurkenndum aðferðum
tekið upplýsta afstöðu til gagna og upplýsinga, dregið ályktanir og túlkað þær
beitt ólíkum sjónarhornum og gagnrýninni hugsun í fjölbreyttum viðfangsefnum
greint á milli áreiðanlegra og óáreiðanlegra miðla, áróðurs og upplýsinga