Tónaflóð
Hópar greina skilaboð í lagatextum.
Hver hópur fær úthlutað einum lagatexta en síðan megið þið velja annan texta sjálf.
Rýnið í textann og hafið eftirfarandi spurningar til hliðsjónar. Athugið að það eiga ekki endilega allar spurningarnar við alla
textana og því svarið þið bara þeim spurningum sem eiga við hverju sinni. Munið að það má bæta við spurningum eða athugasemdum um textana.
· Hverjar eru birtingarmyndir karlmennsku, kvenleika, gagnkynhneigðar eða hinseginmálefna
· Er eitthvað valdaójafnvægi í textanum, hvernig þá? Hver hefur vald og hver ekki?
· Hvernig birtast hlutverk kynjanna?
· Hvernig er fjallað um ást? En kynlíf?
· Hvað finnst hópnum um boðskapinn/textann og af hverju?
Hver hópur á að taka upp tónlistarþátt þar sem lagið er kynnt og niðurstöður rýningarinnar koma fram og síðan er það spilað.
Umræður eftir hvern þátt, eru hinir sammála eða ósammála, hversvegna eða hversvegna ekki?
Metanleg hæfniviðmið
Náttúrfræði:
útskýrt hvað felst í ábyrgri kynhegðun og rætt eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heilbrigði, bæði sín og annarra.
Samfélagsfræði:
sýnt fram á skilning á mikilvægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, fyrir mannréttindum, félagslegu réttlæti, jöfnuði og helgi mannlegs lífs.
beitt hugtökunum kyn, kynhneigð og kynhlutverk og útskýrt hvaða hlutverki þau þjóna í kyngervi einstaklinga og sjálfsmynd.
Lykilhæfni
Tjáð hugsanir sínar, hugmyndir og tilfinningar á skipulegan, skýran og viðeigandi hátt.
Brugðist með rökum við upplýsingum og hugmyndum sem eru á margvíslegu formi, tekið þátt í rökræðum um viðfangsefni og rökstutt mál sitt af yfirvegun og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða.