Saga

Hvernig hefði sagan getað orðið ef aðeins aðalatriðin hefðu komist til rétt skila og sagan breyst þegar hún fór frá manni til manns?

Á Höskuldsstöðum búa hjónin Höskuldur og Jórunn, sem eru á þessari stundu að skrafa saman eftir að Höskuldur sigldi yfir til Noregs og kom til baka með ambáttina. ,,Ég treysti þér ei svo sendi ég með þér snuðrara nokkurn. Snuðrari þessi sagði mér það að þú hefðir ekki aðeins skorið hrúta í nótt, heldur gert eitthvað með þennan skaufa þinn.” Jórunn er reið og talar hátt. ,,Víst kemst ég eigi hjá því að tjá þér að ég svaf hjá ambáttinni en þó mun hún í mannabústöðum okkar.” Höskuldur er rólegur og yfirvegaður. ,,Ég mun ei deila við frillu þína, þó einkum ef það eru hennar lestir að hún sé mállaus bæði og dauf. En vita skaltu að ég langt frá því sátt við það.” Eftir þetta fer Jórunn í burtu án þess að segja meir.

Um veturinn verður ambáttin barnshafandi og það er vitneskja allra að barnið sé eftir Höskuld. Þegar barnið kemur er Höskuldur kallaður til og sagt frá barnsburðinum. ,,Sem ég heiti Höskuldur hef ég nú ákveðið að barn þetta muni heita Ólafur og vera Höskuldsson.” Segir Höskuldur ákveðinn og með miklum yfirgang. Ambáttin er með Ólaf þétt inn í blátt teppi og heldur honum fast að sér. 

Ólafur er orðin fimm vetra og Höskuldur er á gangi frá húsinu að hlöðunni. Fyrirvaralaust heyrir hann kjaftaklið mikinn. Er hann gengur á fyrrnefnt hljóð ber ambáttin og sonur hennar fyrir augu hans. Ólafur er einungis í sundbol, bleikum sundbol, Melkorka situr hjá árkvísl og baðar hann í ánni. Strax og Höskuldi ber þetta fyrir augu verður honum ljóst að Ólafur þessi sé án efa engin drengur. ,,Jæja ambátt, nú kemstu ei hjá því að leysa frá skjóðunni, þú ert ei mállaus og barnið því síður drengur.” Segir Höskuldur stefnufastur. Ambáttin tjáir honum að hún heiti Melkorka, og sé dóttir Mýrkjartans, konungs á Írlandi. Þegar Melkorka var 15. vetra flúði að heiman af þeim orsökum hennar að faðir hennar misnotaði hana. En er hún kom til Búlgaríu tók ekki skárra við, því þar var hún tekin og seld sem ambátt. Höskuldur er djúpt snortin af sorglegu ævisögu þessarar ungu stúlku. 

Melkorka laumast bak við útihúsið þar sem Jórunn bíður fyrir. ,,Mikið var, ég er ei viss um að við getum mikið oftar, Höskuldur gæti komist að sambandi okkar.” Eftir þetta byrja þær að rífast mikið og endar það með því að Jórunn nær að taka Melkorku hálstaki. Ekki linnir látunum fyrr enn Höskuldur kemur og aðskilur þær. Höskuldur fer með Melkorku og Ólaf í bæ í Laxárdal sem síðar var nefndur Melkorkustaðir, þar gefur hann henni allt sem hún þarf til búsins. Þó fékk Höskuldur aldrei að vita hví Melkorka leyndi kyni barnsins.