Saga

Hvernig hefðu atburðirnir í fyrsta kafla verið ef þeir hefði gerst í nútíðinni?

Hann Ketill, sem kallaður er flatnefur, býr í Noregi, með börnunum sínum og konu. Haraldur hárfagri er að taka við konungshásæti í Noreg sem Katli líkar alls ekki við, þannig að hann ákveður að flýja land með fjölskylduna sína. Helgi bjólan og Björn hinn austræni, synir hans vilja fara til Íslands, vegna þess að þar er hreint vatn sem þarf ekki að borga fyrir og það er mikill fiskur í sjónum. Katli líst hins vegar illa á það og segir að þangað fari hann ekki nú þegar hann er orðinn gamall. Björn og Helgi fara til Íslands, Helgi sest að á Esjubergi og Björn á Bjarnarhöfn, en Ketill fer með Unni, dóttur sína, og laumast um borð í skemmtiferðaskip, þau fara svo með skipinu til Skotlands, þar sem þau laumast frá borði. Þorsteinn, sonur Unnar heldur heilu þorpi í gíslingu en næst svo og er settur í lífstíðarfangelsi á norðurodda Skotlands. Þegar nú er komið við sögu er Ketill dáinn, þannig að Unnur er ein eftir, hún ákveður að flýja og fer með syni Þorsteins, þau ræna þotu og fljúga til Íslands. Þar finna þau engan bíl eða rútu, þannig að þau ganga til Helga á Esjubergi og hitta hann, þegar hún biður hann um húsaskjól segir hann: ,,Auðvitað Unnur, þú og helmingurinn af liði þínu megið koma.” Unnur reiðist og segist ekki hafa vitað að hann væri svona nískur. Þá fara þau til Bjarna á Bjarnarhöfn, sem er heldur ríkari en Helgi. Hann býður Unni og öllu hennar liði til sín, og þar eru þau svo fyrsta veturinn. Vorið eftir fara Unnur og liðið hennar, og finna rútu sem þau nota til að keyra vestur í Dali þar sem Unnur kaupir land og byggir bæ sem hún nefnir Hvamm. Hún gefur ferðafélögum sínum líka land víða um Dali. Þorgerður, dóttir Þorsteins og maður að nafni Kollur, sem kom með þeim frá Skotlandi, giftast. Þegar þau giftast gefur Unnur þeim allan Laxárdal og eftir það er Kollur kallaður Dala-Kollur. Nú vil Unnur að Ólafur feilan, yngsti sonur Þorsteins, gifti sig, þau finna konu, Álfdísi og þau giftast. Í brúðkaupinu segir Unnur að þegar hún deyi fái Ólafur óðalið og allt sem því fylgir. Eftir að hún segir það fer hún að sofa en segir öllum að skemmta sér vel. Unnur er vön að sofa lengi og bannar að láta vekja sig en daginn eftir brúðkaupið sefur hún svo lengi að Ólafur athugar með hana. Þegar hann kemur í herbergið hennar situr hún upp við kodda og andar hvorki né lifir. Þau finna flotta kirkju og jarða Unni með verðmætum hennar. Í nokkra daga er fólk svo í erfidrykkju á Hvammi. Ólafur tekur við Hvammi, hann verður ríkur og mikill höfðingi,hann býr svo á Hvammi til dauðadags. Dala-Kollur deyr úr veikindum meðan Ólafur býr enn á Hvammi.