Viðburðir á vegum Samfés
Viðburðir á vegum Samfés
Nordic Youth Month - Norræni ungmenna mánuðurinn í Nóvember
Samfés í samstarfi við Mennta- og Barnamálaráðuneytið stendur fyrir verkefninu Nordic Youth Month þar sem ungmenni á aldrinum 13-25 ára frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum, Álandseyjum og Grænlandi hittast í gegnum rafrænan vettvang. Það verða rafrænir viðburðir 3x í viku út nóvember og eru þeir á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17:00-20:00, viðburðirnir eru fjölbreyttir og tilvalið að kynnast nýju fólki og eignast vini. Verkefnið mun síðan enda með ráðstefnu í Hörpunni þar sem öll ungmennin eru öll velkomin og þar verður fókusað á aðgerðir í málefnum ungs fólks. Hægt er að finna meira um viðburðinn og dagskránna inn á nordicyouthmonth.com