Valgreinaskólinn

Nám í Valgreinaskólaskólanum hefst 7. september og eru tímarnir á fimmtudögum frá klukkan 13 -14

Skák

Nemendur fá tækifæri til að læra skák og tefla með öðrum yfir netið í tryggri handleiðslu skákkennara sem hefur margra ára reynslu með góðum árangri.

Dungeons and Dragons

Nemendur spila saman D&D yfir netið, læra leikinn og nýjar aðferðir. Þetta fag hefur verið vinsælt hjá okkur síðan það byrjaði. 

Spænska

Nemendur læra ákveðinn grunn- orðaforða í spænsku þar sem afurð annarinnar byggir á því að nemendur geti pantað sér mat á tungumálinu. 

Ljósmyndun

Að taka góða ljósmynd er meira en að smella af. Nemendur læra ákveðna grunnfærni í ljósmyndun þar sem þeir vinna eftir ákveðnu ferli á námskeiðinu. 

Stærðfræði

grunnur

Nemendur á unglingastigi sem þurfa meiri þjálfun í grunnfærni fagsins, fá tækifæri til að rifja upp það sem út af stendur að þeirra mati. 

Franska

Nemendur fara í gegnum sama ferli og í öðrum tungumálum í Valgreinaskólanum en að þessu sinni læra þau frönsku. Afurð annarinnar er myndband þar sem nemendur sýna að þeir hafi tileinkað sér nauðsynlegan orðaforða til að geta pantað sér mat. 

Enskar bókmenntir og ensk málfræði

Þessi valgrein er sett upp að ósk nemanda sem hefur áhuga á að undirbúa sig fyrir nám erlendis. Á önninni er farið í gegnum ákveðnar bókmenntahefðir og form tengt þeim en í lok hvers verkefnis er unnið með málfræðiatriði sem tengjast innihaldi verkefnisins. Í þessum fyrrihluta námskeiðsins eru nemendur að skoða bókmenntasögu eins og Beowulf, meistara nýaldarinnar, ljóð og þau vinna með þekktar smásögur.

Áhugasviðsval

Þetta er vinsælt fag hjá okkur í Valgreinaskólanum en í því eru nemendur að læra eitthvað sem þeir brenna fyrir. Sumir vilja læra faggrein sem við bjóðum ekki upp á, einhverjir hafa viljað skrifa skáldsögur eða ljóðabækur, nemendur hafa lært forritun, undirstöðu í hárgreiðslunámi eða hvað eina sem þeir hafa áhuga á. Þetta valfag hentar einstaklega vel ungu fólki með flottar hugmyndir sem þeir fá þá metnar skv. markmiðum hæfniviðmiða í Aðalnámskrá grunnskóla.