Reglur um lykilorð

Til að viðhalda ákveðnu öryggi er mikilvægt að lykilorð séu endurnýjuð reglulega. Í nútíma tölvurekstri er þetta nauðsynlegt þar sem oft er verið að reyna að dýrka upp lásinn á lykilorðum fólks og ein helsta vörnin gegn því er að endurnýja reglulega.

Þumalputta reglan er að það þurfi að endurnýja lykilorð á 3 mánaða fresti en lykilorðareglur Reykjavíkurborgar taka tillit til þess að nemendur þurfa ekki á sama öryggisstaðli að halda þar sem þeir ættu ekki að vera að meðhöndla viðkvæmar upplýsingar.

Eftirfarandi reglur gilda því um nemendur eftir skólastigum:

  • 1 – 6. bekkur: 8 stafir – engar takmarkanir - endurnýjun á 10 mánaða fresti.

  • 7 – 10. bekkur: 8 stafir – há og lágstafir og tölustafir - endurnýjun á 10 mánaða fresti.

Í Google umhverfinu er notað styttra notendanafn + @gskolar.is og svo lykilorð frá Google kerfisstjóra.


Sjá einnig reglur um tölvunotkun hjá Reykjavíkurborg