Á þessari síðu er að finna hugmyndir að verkefnum sem unnin voru með hjálp NotebookLM. Útfrá greiningu verkfærisins á Laxdælu hönnuðum við tímalínuverkefni sem er hugsað sem kveikja að stærra lokaverkefni. Greining NotebookLM á helstu persónum sögunnar var nýtt til að útbúa flettispjöld á Quizlet sem býður upp á skemmtilega möguleika í gegnum leiki, bæði einstaklingslega og í hópum. Að síðustu bjó NotebookLM til Deep Dive hlaðvarp um Laxdælu sem við settum inn á Youtube svo við gætum nýtt það á auðveldan hátt sem hlustunarefni inni í Google Forms. ChatGPT hlustaði á myndbandið og bjó til fyrir okkur 15 krossaspurningar sem við settum upp í Google Forms.
Verkefnin má sjá hér að neðan en þau tengjast inn á lykilhæfni í Aðalnámskrá Grunnskóla, sem og íslensku, upplýsinga- og tæknimennt og erlend tungumál. Öll verkefnin henta sem tímaverkefni, en hlustunarverkefnið og Quizlet býður upp á möguleikann að vinna þau heima. Tímalínuverkefnið er hópverkefni og þarf að vinnast í kennslustund undir umsjón kennara. Í framhaldi af því er síðan skapandi vinna sem nær yfir lengra tímabil.
Um er að ræða þrjú dæmi um verkefni sem unnin voru með hjálp NotebookLM en klárlega býður verkfærið upp á ótal fleiri möguleika sem áhugavert væri fyrir lesendur þessarar síðu að skoða. Smelltu hér til að prófa sjálf/t/ur.
Hópverkefni þar sem atburðum í sögunni er raðað upp í rétta röð. Atburðirnir dregnir fram af NotebookLM, þýddir og einfaldaðir í Claude. Nánari lýsingu er að finna í meðfylgjandi skjali.
NotebookLM gerði lista yfir allar persónur sögunnar. Sá listi var svo þýddur af Claude og þaðan fluttur inn í Quizlet sem flettispjöld. Þar kynna nemendur sér persónurnar og spila síðan Quizlet live leikinn. Markmiðið með þessu verkefni er fyrst og fremst til að hvetja nemendur til að kynnast persónum sögunnar í gegnum margmiðlun og leiki.
Með því að smella á þessa slóð skoðar þú hlustunarverkefni sem unnið er útfrá Deep Dive hlaðvarpi sem búið var til í NotebookLM. Hljóðefnið var sett á Youtube sem skrifaði upp handrit efnisins. Handritið var síðan hlaðið inn í ChatGPT sem bjó til krossaspurningar sem voru settar upp í Google forms.
Í þessu verkefni er unnið að hæfniviðmiðum úr Aðalnámskrá sem snúa að hlustun í erlendum tungumálum:
,,Við lok grunnskóla (3. stigs) getur nemandi:
fyrirhafnarlítið tileinkað sér talað mál um margvísleg málefni í kunnuglegum aðstæðum þegar framsetning er áheyrileg," (Mennta- og barnamálaráðuneytið, n.d.)