Fyrir herra Spock, Macgyver og mig

góðir hlutir

að hinkr´og bíða er

góð fjárfesting fyrir mér

því hvert sem augað ber

þá blasir tíminn við þér

klukkur tikka, slá

stara, mæna allt á

og hvísla „taktu þátt

æðum um, höfum hátt“

en góðir hlutir gerast hægt

góðir hlutir gerast hægt

ofur hægt

ég fíl´að vera slow

að fatta seint, fatta þó

já ég held minni ró

og laufin verða að snjó

að drepa tímann hægt

er heilmikil heilsurækt

að hinkr´og bíða er

góð fjárfesting fyrir mér

því góðir hlutir gerast hægt

góðir hlutir gerast hægt

ofur hægt

hinkr´og bíð, já ég hinkra og bíð

þannig hái ég stríð gegn tíma og tíð

því góðir hlutir gerast hægt

góðir hlutir gerast hægt

góðir hlutir gerast hægt

góðir hlutir gerast hægt

góðir hlutir gerast hægt

ofur hægt

 

feluleikur

feluleik, feluleik

ég er hættur í feluleik

er að leita út um allt

en það er dimmt og að verða kalt

tókst að fela allt of vel

alltof mikið, þaga í hel

bún’ að að gleyma hver ég er

hvar ég var já og hvert ég fer

þarf að finna eitthvað gott

eitthvað nýtt ég þarf birtuvott

en ég veit að það er hér

einhverstaðar inn í mér

þarf að líta betur inn

lít´og sjá þar hvað ég finn

en ég veit að það er hér

einhverstaðar inn í mér

bar´ að líta betur inn

lít´og sjá þar hvað ég finn  

feluleik, feluleik

ég er hættur í feluleik

feluleik, feluleik

ég er hættur í feluleik

 

 

ást eða ælupest?

mér er illt í maganum

innyflin í hnút

held að morgunmaturinn

vilji komast út

er það gamalt seríoss

eða er það þú

sem að veldur uppnámi

ég er að fríka út

er þetta ást eða bara ælupest?

er þetta þú eða magakveisa?

hugurinn á þeytingi

hrekk sífellt í kút

fiðrildi í maganum eða

egg að klekjast út

er þetta ást eða bara ælupest?

er þetta þú eða magakveisa?

 

1/2 vúlkani

ég vild ég væri vúlkani og ætti hugarró

tæki ekkert inn á mig í lífsins ólgusjó

engar endursýningar á gömlum mistökum

hugurinn og hjartað mitt í sáttaviðræðum

vúlkani í lífsins ólgusjó

hálfur vúlkani það væri nóg

hamfarir og hryðjuverk já hvað sem dynur á

særandi athugasemdir, ekkert biti á

gæti tjáð mig hreint og beint án þess að óttast hvað

öllum öðrum kann að þykja lítið til um það

vúlkani sem heldur sinni ró

hálfur vúlkani það væri nóg

vúlkani í lífsins ólgusjó

hálfur vúlkani það væri nóg

ég vild ég væri vúlkani og ætti hugarró

tæki ekkert inn á mig í lífsins ólgusjó

hálfur væri nóg

hálfur væri nóg

 

grímuball

ég á mér grímu, þykka grímu sem ég næ ekki af

tosa og tosa, reyn´að losa en það gengur hægt

grímuball, langt langt grímuball

eitt langt grímuball

brosi og brosi köldu brosi, byrgi inni allt

Langar að segja, hætt´að þegja, en það situr fast

grímuball, langt langt grímuball

eitt langt grímuball

en einn góðan veðurdag

næ ég að rífa hana af

ég á mér grímu, þykka grímu sem ég vill ná af

 

fjöruferð

við erum út‘ að labba

skoða síli‘ og krabba

allir hlaupa og hoppa

en ég er‘ alltaf að stoppa

því í hverju skrefi

í blautum þara og sefi

sokkurinn minn sígur

og niðrum ökklann smýgur

og þau kalla til mín Sveinn!

ekki vera svona seinn

dettur ekki í hug að það

gæti veriið eitthvað að

í ullarsokkum fjórum

númerum of stórum

ég reyn´að hald´í flokkinn

og togí sokkinn

fóstran fremst í flokki

stingur upp á skokki

hinir taka sprettinn

yfir stóra klettinn

núna kominn nið´rað tá

ekkert liggaliggalá

ósköp léleg sokkagerð

lítið fjör í fjöruferð

í ullarsokkum fjórum

númerum of stórum

ég reyn´að hald´í flokkinn

og togí sokkinn

í ullarsokkum fjórum

(alltof mörgum)

númerum of stórum

fætur mínir heftir

ég skilinn eftir

 

skuggar og sár

skugginn minn

og skugginn þinn

skugginn minn

skugginn þinn

sárin mín

og sárin þin

öll sárin mín

og öll sárin þín

rekast á

rekast á

við rekumst á

við rekumst á

ég bend' á þig

og þú á mig

ég bendi á þig

og þú á mig                       

ég dæmi þig

þú dæmir mig

ég dæmi þig og

þú dæmir mig

við tökumst á

tökumst á

við tökumst á

við tökumst á

ég hræðist þig

þú hræðist mig

ég hræði þig og þú,

hræðir mig

ég fel mig

þú felur þig

ég fel mig og þú

felur þig

og ég fer inn í skuggann minn

ég fer inn í skuggann minn

ég fer inn í skuggann minn

og þú í þinn

 

heima

heima

heima

þegar vindar blás´í mót

er ég bara heima

skóli, vinna, stefnumót

held ég verði heima

heima

heima

heima þar er hlýtt og hljótt

enginn getur að mér sótt

heima er mig skortir þrótt

lok og læs og góða nótt

heima

heima

heima þar er hlýtt og hljótt

enginn getur að mér sótt

heima er mig skortir þrótt

lok og læs og góða nótt

góða nótt

 

Úlfar

Úlfar, Úlfar, já, hissa, lítill Úlfar

Úlfar, Úlfar áhyggjulausi Úlfar

að vera stór er algjört rugl

eintómt vesen, bölvað bull

já þér að segja Úlfar

sem þekkir hvorki sorg né sút

þarft aldrei að fara út

að þræla er það Úlfar?

Úlfar, Úlfar, já hissa lítill Úlfar

Úlfar, Úlfar áhyggjulausi Úlfar

liggur hér og leikur þar

gólar ef eitthvað vantar

mamma og pabbi snögg af stað

til að sjá hvað amar að

fyrir þér er allt stórt og nýtt

allt svo hreint og óútskýtt

og einfalt litli Úlfar

nei engir skattar, ekkert streð

engar skuldir eða veð

nei er það nokkuð Úlfar

augun opin upp á gátt

starir á allt hátt og lágt

furðuheimur birtist þér

má ég bítt’á þér og mér

Úlfar, Úlfar, já hissa lítill Úlfar

Úlfar, Úlfar áhyggjulausi Úlfar

hissa lítill Úlfar

áhyggjulausi Úlfar

 

MacGywer (og ég)

hvar sem ég er

hvernig sem fer

þar er ég

ég er alltaf hér

ég er hér með mér

fólk kemur, er

staldrar við, fer

nema ég

ég er alltaf hér

ég er hér með mér

eins og MacGywer

eins og MacGywer

bjarga ég mér

MacGywer

eins og MacGywer

ég bjarga mér

eins og MacGywer

eins og MacGywer

bjarga ég mér

ég er hér

ég er alltaf hér

ég er hér með mér

 

Mikael

ég á vin sem af öðrum ber

vin sem ekkert framhjá fer

ég á vin sem af öðrum ber

Mikael  

ég get  falið hver ég er 

ég get falið hver ég er

fyrir öllum nema þér

Mikael  

það er ekkert sem hann ekki sér

allt í myrkri, samt hann sér

það sem gerjast inn í mér

Mikael

þú ert ekki hér hjá mér

og ég er ekki þar hjá þér

en af öllum öðrum ber

Mikael

Skrifstofuplanta

ábót (texti Helga Guðmundsdóttir)

ég finn það er ég vakna

ég finn að þú ert það sem ég vil

það fyrsta sem ég finn

er ég byrja daginn minn

það fyrsta sem ég finn

ég finn ilminn

ég finn bragðið af þér

ég finn þig þvælast um innan í mér

ég verð spenntur

ég verð æstur og ég

verð að fá mér meira af þér

of mikið og ég skelf

of lítið og ég finn til

ég fer og fæ mér ábót af þér

já of mikið og ég skelf

en allt of lítið og ég finn til

ég fer og fæ mér ábót af þér

ég finn ilminn

ég finn bragðið af þér

ég finn þig þvælast um allt inní mér

ég verð spenntur

ég verð æstur og ég

verð að fá mér meira af þér

það fyrsta sem ég finn

er ég byrja daginn minn

það fyrsta sem ég finn

 

drasl

það er allt á rúi‘og stúi hér

afsakið draslið hjá mér

öllu staflað saman hér og þar

hent í hrúgur allstaðar

hillur úttroðnar af hugmyndum

að kikkna undan þunganum

kassar uppfullir af minningum

og hugsunum hálfkláruðum

allt er út um allt

allt er alltaf út um allt

allt í drasli hér

hjá mér

hjá mér

heima hjá mér

í mér

í mér

innra með mér

ég veit ekki hvað ég vil gera

algjör andleg fjarvera

laga kaffi eða hita te?

krossa í A eða B?

allt er út um allt

allt út um allt

eitthvað stórt þarf að gerast hér

mjög fljótt

mjög fljótt

mjög fljótlega

ég þarf að taka til

ég þarf að lofta út

ég þarf að vaska upp og ryksuga

ég þarf að raða öllu saman upp á nýtt

ég þarf að taka til

hjá mér

hjá mér

heima hjá mér       

í mér

í mér

innra með mér

 

inn og út

man ekki hvað þú heitir 

þó ég hafi heyrt það oft

sumir hlutir vistast ekki

fara bara inn og út

fara bara inn og út

ég er meðalgreindur, skrifandi og læs

get þulið upp alla í áhöfn Enterprice, en

er kemur að því að leggj’á minnið það

sem skiptir máli þá finn ég engan stað

man ekki hvað þú heitir

þó ég hafi heyrt það oft

sumir hlutir vistast ekki

fara bara inn og út

fara bara inn og út

fara bara inn og út

ég hef reynt að rifja upp týnda nafnið þitt

prófað ýmsar aðferðir, prófað þett´og hitt

en þó ég leit‘ og leiti, þig hvergi finn

tilgangslausar staðreyndir fylla hausinn minn                                       

hér búa Derrick, Matlock, Jessica Fletcher

Parker Lewis, Norm og Cliff, og Frasier, MacGyver

líka Mitch og Hobie, CJ, allt gengið er hér

ég man allan fjandann, nöfn á öllum nema þér

man ekki hvað þú heitir

þó ég hafi heyrt það oft

sumir hlutir vistast ekki

fara bara inn og út

fara bara inn og út

fara bara inn og út

fara bara inn og út

fara bara inn og út

 

einn góðan

einn gòðan, einn gòðan, einn góðan dag

einn gòðan, einn gòðan, einn góðan dag

opna èg gluggann minn

og hleypi sòlinni inn

í gegnum skrápinn minn

í gegnum öll hùðlögin

og áfram lengra inn

og lýsi upp skùmaskotin

einn gòðan, einn gòðan, einn góðan dag

einn gòðan, einn gòðan, einn góðan dag

herði upp hugann minn

hef mig af stað, stìg dansinn

við erkióvininn

sjálfsmeðvitundardrauginn

rifja upp danssporin

og næ að gleyma mér um sinn

án þess að roðni kinn

án þess að telja augngotin

einn gòðan, einn gòðan, einn góðan dag

einn gòðan, einn gòðan, einn góðan dag

 

húð og hár

húðin mín flagnar af og fer af stað

þýtur burt í ferðalag

ég er hér og ég er líka þar

ég er allstaðar

hár af þér fýkur af og  finnur mig

húkkar far á öxlinni

þú er hér og þú ert líka þar

þú ert allstaðar

allt er hér og þar

allt er allstaðar

brot af mér fellur af og finnur sér

nýjan stað þú grípur mig

ég verð hlut af þér og þú hlut’ af mér

ég er þú og þú ert ég

húðflögur og gamalt hár

far’ af stað í ferðalag

allt er eitt

allt er út um allt í einum graut

í einum hrærigraut

allt er allstaðar

 

veiðimenn og safnarar

ég hef allt það sem að ég þarf

ég hef meira en það sem ég þarf

en samt þá virðist alltaf eitthvað vanta

og ég fer af stað

ég fer aftur af stað

ég fer allur af stað að leita

leita í öllu, leit’ út um allt

hirði og hamstra, sanka mér að

í Kolaportum og netfrumskógum

veiði í körfur, safna saman

í sarpinn sem að virðist alltaf jafn tómur

og ég fer af stað

ég fer aftur af stað

ég fer allur af stað

af stað

ég fer á næsta stað

æ það hlýtur að leynast eitthvað þar

ég hef allt það sem að ég þarf

ég hef mun meira en það sem ég þarf

 

skrifstofuplanta 

hér er ég mér búinn að planta

sit við skrifborð, rýn‘ í doðranta

stari á skjái, naga blýanta

litinn í prentarann fer að vanta

undir er eitthvað mig að plaga

er líf mitt ein löng litlaus saga?

inni á skrifstofu ég húki

planta í potti, innipúki

skrifstofuplanta, skrifstofuplanta

nýlega finnst mér eitthvað vanta

skrifstofuplanta, skrifstofuplanta

er lit í lífið hægt að sérpanta?

skrifstofuplanta, skrifstofuplanta

hér er ég mér búinn að planta

skrifstofuplanta, skrifstofuplanta

er lit í lífið hægt að panta?

 

dansinn (texti „Káinn“ - Kristján Níels Jónsson)

ég brá mér á dans hér um daginn

því dapurt er einlífið heima

mig langaði að sjá hvað ég sæi

og sjá hvað það hefði að geyma

þar dönsuðu dýrðlegar meyjar

við dáðríka, skrautklædda sveina

ég undi mér yzt út í horni

sá eini sem hafði ekki neina

þar átti æskan sín óðul

og eldurinn snart mig hinn forni

ég sat í dáleiðslu draumi

unz dagurinn ljómaði að morgni

með brjóstin og armana bera

og blaktandi lokkana mjúku

að horfa á þær himnesku gyðjur

er huggun og lækning þeim sjúku

þar átti æskan sín óðul

og eldurinn snart mig hinn forni

ég sat í dáleiðslu draumi

unz dagurinn ljómaði að morgni

í æðunum ólgaði blóðið

og eldrauðu varirnar glóðu

úr augunum báðum í einu

ástarblossarnir stóðu

þeir brenndu sig inn í brjóstin

og brenndu hjörtun þar inni

þeir brenndu sig gegnum götin

á gömlu treyjunni minni

þar átti æskan sín óðul

og eldurinn snart mig hinn forni

ég sat í dáleiðslu draumi

unz dagurinn ljómaði að morgni

unz dagurinn ljómaði að morgni