Rafrásir í textíl, sem er einnig kallað stafrænn textíll, raftextíll, eða e-textíll hefur með árunum notið vaxandi vinsælda í textilheiminum og er í endalausri þróun. Með stafrænum textíl er átt við textíl efni sem hefur stafræna íhluti eins og rafrásarbúnað, skynjara eða ljós sem er felldur inní eða saumaður í textílinn og hefur oftast gagnvirka eiginleika
Forritun er einn af þeim hæfniþáttum sem nemendur eiga að vera búnir að kynnast við lok grunnskóla og eiga þeir að hafa öðlast þekkingu til að geta nýtt sér hugbúnað við forritun og miðlun þekkingar á fjölbreyttan og skapandi hátt.