Gloworge er CNC laser skurðar-og grafvél sem notar afskurðar framleiðsluaðferð (subtractive manufacturing) við að skera út ýmis konar efni með laser. Tækið getur skorið út eða grafið í við, pappa, plexígler, leður, textílefni ofl. með mikilli nákvæmni út frá vektor teikningu. Forritið tekur við JPG, PDF, SVG, og PNG skrám og einnig er hægt að skanna teikningar beint inn með myndavélum sem eru á vélinni. Laser skerar eru farnir að sjást í auknu mæli í kennslu, þar má nefna FabLab sem nota laser skera mikið í sínum námskeiðum og einnig eru nokkrir grunnskólar komnir með slík tæki.
Þar sem hægt er að skera og grafa í textilefni er hægt að sjá ýmsa möguleika á því að nota hann í textílkennslu.
Kennslusvæði með leiðbeiningum og verkefnum
Hugbúnaðurinn til þess að vinna stafrænar skrár og senda á vélina. ath að það þarf að búa til aðgang.