Í þessu verkefni vinna hópar saman að því að skrifa og myndskreyta veftímarit um málefni sem tengjast því tímabili í mannkynssögunni sem þið eruð að læra um.
Heimahópar eru ritstjórn hvers tímarits en nemendur dreifast í aðra hópa í sumum af verkefnunum sem birt verða í tímaritinu.
Verkefnið er í sex (6) hlutum:
Stofnum tímarit
Veggspjald um stríð
Kortaverkefni
Bréfið
Þáttaröð á Netflix
Rannsóknarritgerð
Í þessu verkefni eru leiðbeiningar um hvernig þú setur upp SWAY síður og tengir þær saman í tímarit.
Heimahópar halda saman utan um tímaritið sitt.
Öll verkefni í þemanu eru birt í þessu tímariti.
Fyrir kennara: Tengill að skapalóni á canva.com.
Heimahópar kynna sér nokkur stríðstímabil í mannkynssögunni. Hópurinn tekur saman veggspjald um eitt af átakatímabilunum.
Veggspjaldið er birt í SWAY tímaritinu.
Tengill að skapalóni á canva.com.
Nemendur skoða hvernig landamæri hafa breyst á stríðstímum.
Verkefnið er unnið á vinnubókarsíðum í OneNote - Never Surrender - Samfélagsfræði.
7. bekkur
Þorskastríðin
8. bekkur
Nýlendustefnan í Afríku
9. bekkur
Seinni heimsstyrjöldin
10. bekkur
Kalda stríðið
Þetta verkefni er unnið á ensku: Hugarkort, vennmynd og bréf.
Heimahópar skapa tvær persónur frá átakatímabilinu sem fjallað er um í árganginum. Persónunum er lýst með hugarkorti á A3 blöðum (eitt blað fyrir hvora persónu).
Næst ber hópurinn saman persónurnar með vennmynd og skrifa stutta frásögn um hvernig þær kynntust.
Þriðji hluti verkefnisins er einstaklingsvinna. Nemendur skrifa bréf frá annarri persónunni til hinnar. Í bréfinu á að lýsa aðstæðum á átakatímabilinu frá sjónarhóli persónunnar, láta hana hafa skoðanir og tilfinningar gagnvart stöðunni og viðtakanda bréfsins.
Verkefnin eru hengd upp á veggi og bréfin eru birt í tímaritum heimahópanna.
Nemendur velja sér rannsóknarspurningu sem tengist átakatímabilinu sem þeir læra um. Afla heimilda og skrifa ritgerð, blaðagrein, hlaðvarp eða annan texta þar sem rannsóknarspurningin er skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og svarað með stuðningi heimilda.
Gagnlegt efni til að æfa heimildaritun: