Stafræn borgaravitund - Ábyrg netnotkun er námsvefur ætlaður kennurum, fjölskyldum og öllum þeim sem hafa áhuga á stafrænni borgaravitund.
Megintilgangur námsvefsins er að auka fræðslu í hinum stafræna heimi sem við lifum í.
Efnið á þessum námsvef er að mestu fengið frá Common Sense Education, sem eru samtök sem leggja áherslu á að fræða almenning um nánast allt sem tengist stafrænum miðlum.