Hvað þýðir það í raun "að vera þú sjálfur" eða "að vera raunverulegur"? Þetta eru djúpar pælingar fyrir börn á miðstigi grunnskólans.
Fyrir krakka í dag, þá skipta þessar spurningar máli þegar þeir eru á Netinu líka. Hjálpaði nemendum þínum að kanna það af hverju sumt fólk býr til annað sjálf eða aðra persónu fyrir sig sjálft á Netinu og á samfélagsmiðlum.
Eftir þessa kennslustund munu nemendur geta:
Gert grein fyrir ástæðum af hverju fólk býr til falska reikninga á samfélagsmiðlum.
Greint mögulegar útkomur sem koma frá fölskum samfélagsmiðlareikningum.
Rökrætt kosti og galla þess að birta færslur frá mörgum mismunandi reikningum.
Skyldleika hópur:
hópur fólks sem er tengdur sameiginlegum áhugamálum eða tilgangi.
Nafnlaus:
án nafns eða annarra upplýsinga sem gera grein fyrir því hver þú ert.
Skipuleggjandi:
að velja, skipuleggja og sjá um ákveðið efni (t.d. efni sem er birt á prófíl á samfélagsmiðlum).
finsta:
falskur Instagram reikningur sem er notaður til að birta efni til ákveðins hóps fólks eða til að birta nafnlaust.
Athugasemd: Í þessari kennslustund er þmikil notkun á orðinu "finsta" sem margir kannast ekki við. Sumir nota jafnvel önnur orð eins og gervi reikningar, falskir reikingar o.s.frv. Þú getur breytt orðatiltökum eins og henta þínum nemendum eða jafnvel bara notað orðið falskir samfélagsmiðla reikningar.
1. Spurðu: Hafið þið heyrt orðatiltækið "finsta"? Hvað þýðir það?
Þú getur boðið nemendum að deila sínum svörum með bekknum. Sýndu Glæru 4 og lestu merkingu orðsins finsta: Gervi Instagram reikningur notaður til þess að birta færslur til ákveðins hóp fólks eða til að birta færslur nafnlaust.l Útskýrðu að nafnlaust þýði að enginn viti hver þú ert. (Slide 5).
2. Dreyfðu Finsta umræðan eyðublaðinu og spurðu: Hverjar eru ástæður fyrir því að einhver vilji búa til gervi reikning á samfélagsmiðlum (t.d. finsta)? Af hverju að birta skilaboð eða myndir aðeins til ákveðins hóps fólks eða að birta það nafnlaust?
Þú getur boðið nemendum að svara. Skrifaðu svörin þeirra á töfluna og láttu nemendur skrifa niður svörin á eyðublaðið. Ástæður gætu verið:
Til að birta færslu um málefni sem aðeins ákveðin hópur fólks hefur áhuga á (t.d. fótbolti, ps4 leikir, hjólabretti o.s.frv.). Útskýrðu að þetta sé kallað skyldleika hópur. (Glæra 6).
Til að birta skilaboð og myndir sem eru persónulegri fyrir nána vini og fjölskyldu. Sumir vilja stjórna og hafa góða umsjón yfir aðalreikninginum sínum. Útskýrðu að vera skipuleggjandi þýði að maður velji, skipuleggi og hafi umsjón með safni upplýsinga. (Glæra 7).
Til að birta skilaboð eða myndir sem eru falin fyrir ákveðnum hópi fólks (t.d. foreldrum, kennurum, ömmum og öfum o.s.frv.).
Til að birta færslur sem þeir vilja ekki láta tengja sig við í sínu raunverulega lífi (hugsanir, óviðeigandi brandarar, illkvittnar athugasemdir o.s.frv.).
1. Útskýrðu að það geta verið mismunandi útkomur þegar fólk birtir færslur af fölskum samfélagsmiðla reikningum -- sumar viljandi, aðrar ekki. Sýndu Glæru 8 og farðu yfir dæmin.
2. Þú skalt bjóða nemendum að deila ástæðum og útkomum sem þeir sjá í tengslum við þessa gervi samfélagsmiðla reikninga. Skrifaðu svörin á töfluna og láttu nemendur skrifa niðu á eyðublaðið. Svörin gætu innihaldið:
Að tengjast fólki sem hafa sömu áhugamál og þú.
Að skemmta sér við að birta skilaboð og myndir sem nánir vinir munu sjá.
Mikill tími fer í að nota og sjá um marga og mismunandi reikninga.
Að birta óvart skilaboð af ákv.reikningi í rangan hóp.
Skilaboð eða mynd deilist víðar en áætlað var í upphafi.
Stríðni, móðganir og Neteinelti frá nafnlausum reikningum.
3. Útskýrðu fyrir nemendum að nú ætli þið að horfa á myndand sem sýnir reynslu fólks á samfélagsmiðlum og á gervi reikningum (finsta). Sýndu þeim Teen Voices: Presenting Yourself Online myndbandið á Glæru 9, og svo geturðu boðið nemendum að deila þeirra svörum við þessum tveimur spurningum sem um ræðir.
4. Bjóddu nemendum að deila ástæðunum og niðurstöðunum sem þeir komu auga á í myndbandinu.
1. Útskýrðu fyrir nemendum að nú munið þið hafa bekkjarumræðu um það hvort það borgi sig að búa til og nota gervi samfélagsmiðla. Þeir munu rökræða kosti og galla. Til að undirbúa umræðuna, fá nemendur nokkrar mínútur til að hugleiða og skrifa niður punkta. Sýndu Glæru 10 og lestu leiðbeiningarnar. Leyfðu nemendum að fá fimm mínútur til þess að skrifa niður sínar hugmyndir.
2. Skiptu bekknum upp í tvö lið, annað er með og hitt á móti. Hvort lið fyrir sig á að raða sér upp beint á móti hinu liðinu. Sýndu Glæru 11 og lestu upp leiðbeiningarnar fyrir bekkinn. Gefðu nemendum u.þ.b. 10 mínútur til að rökræða.
3. Spurðu: Hvaða ástæður og sannanir voru mest sannfærandi? Var einhver hér sem byrjaði að skipta um skoðun eftir að hafa hlustað á það sem fór fram?
Þú skalt bjóða nemendum að deila með hinum ef þeir skiptu um skoðun. Nemendur gæru byrjað setninguna á: "Ég hafði ekki hugsað út í..."
Bentu á spurningar sem nemendur geta spurt sjálfa sig varðandi það að stofna og birta efni á gervi reikningum. (Glæra 12) Veldu nemendur lesa upp það sem stendur á glærunni.
4. Í lokin skaltu láta nemendur vinna spurningaformið "Hver ertu á Netinu?", og skoða svo hvernig þeir náðu að tileinka sér námsefnið.