Hér koma nokkur lög sem er hægt að syngja með börnunum í samverustund í leikskólanum:
Fiskalagið
Nú skulum við syngja um fiskana tvo
sem ævi sína enduðu í netinu svo,
þeir syntu og syntu og syntu´ út um allt
en mamma þeirra sagði „vatnið er kalt“.
Ba ba bú ba ba bú
Ba ba bú ba ba bú þeir syntu og syntu og syntu´ út um allt
en mamma þeirra sagði „vatnið er kalt”.
Annar hét Gunnar en hinn hér Geir,
þeir voru pínulitlir báðir tveir,
þeir syntu og syntu og syntu´ út um allt
en mamma þeirra sagði „vatnið er kalt”.
Ba ba bú ba ba bú
Ba ba bú ba ba bú
Þeir syntu og syntu og syntu´ út um allt en mamma þeirra sagði „vatnið er kalt”.
(Höfundur lags og texta: Óþekktur).
Gulur, rauður, grænn og blár
Gulur, rauður, grænn og blár
svartur, hvítur, fjólublár
brúnn, bleikur, banani
appelsína talandi,
gulur, rauður, grænn og blár
svartur, hvítur, fjólublár.
(Höfundur lags og texta: Óþekktur).
Krókódíll í lyftunni minni
Það er krókódíll í lyftunni minni.
Ég er svolítið smeyk við hann.
Það er krókódíll í lyftunni minni, og hann getur étið mann!
Krókódíll, förum á fyrstu hæð. (aðra/þriðju/fjórðu/fimmtu)
Þú færð ekki að éta mig, því að það er ég sem ræð!
(Höfundur lags og texta: Óþekktur).
Höfuð herðar hné og tær
Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.:,:
Augu, eyru, munnur og nef,
höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.
(Höfundur lags: Erlent þjóðlag; Þýðandi texta: Hermann Ragnar Stefánsson)
:,:Hnakki, kinnar, haka, háls, haka, háls.:,:
Bringa, magi, bak og rass,
hnakki, kinnar, haka, háls, haka, háls.
(Höfundur lags: Erlent þjóðlag; Þýðandi texta: Óþekktur).
Fimm litlir apar sátu uppi’ í tré
Fimm litlir apar sátu uppi’ í tré,
þeir voru’ að stríða krókódíl:
,,Þú nærð ekki mér!”
Þá kom hann herra Krókódíll
hægt og rólega og ... amm!
Fjórir litlir apar ...
Þrír litlir apar ...
Tveir litlir apar ...
Einn lítill api ...
(Höfundur lags og texta: Óþekktur).
Fagur fiskur í sjó
Fagur fiskur í sjó,
brettist upp á halanum
með rauða kúlu á maganum.
Vanda, banda,
gættu þinna handa.
Vingur, slingur,
vara þína fingur.
Fetta, bretta,
svo skal högg á hendi detta.
(Höfundur lags og texta: Óþekktur).
Í leikskóla er gaman
Í leikskóla er gaman,
þar leika allir saman.
Leika úti og inni
og allir eru með.
Hnoða leir og lita,
þið ættuð bara að vita
hvað allir eru duglegir
í leikskólanum hér.
(Höfundur lags og texta: Óþekktur).
Klappa saman lófum
Klappa saman lófum, klappa lófum,
Klappa saman lófum og mallakút.
Nebbinn hljómar vel "í-í-í-í-í"
Munnurinn spilar með (purra með vörum)
Klappa saman lófum, og mallakút!
(Höfundur lags og texta: Óþekktur).
Í leikskóla er gaman
Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman.
Leika úti og inni
og allir eru með.
Hnoða leir og lita,
þið ættuð bara að vita
hvað allir eru duglegir í leikskólanum hér.
(Höfundur lags og texta: Óþekktur).
Strætó
Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring
hring, hring, hring, hring, hring, hring
Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring
út um allan bæinn.
Hurðin á strætó opnast út og inn
út og inn, út og inn
Hurðin á strætó opnast út og inn
út um allan bæinn.
Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling
kling, kling, kling, kling, kling, kling
Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling
út um allan bæinn.
Fólkið í strætó segir bla, bla, bla
bla, bla, bla, bla, bla, bla
Fólkið í strætó segir bla, bla, bla
út um allan bæinn.
Börnin í strætó segja hí, hí, hí
hí, hí, hí, hí, hí, hí
Börnin í strætó segja hí, hí, hí
út um allan bæinn.
Bílstjórinn í strætó segir uss, uss, uss
uss, uss, uss, uss, uss, uss
Bílstjórinn í strætó segir uss, uss, uss
út um allan bæinn.
Flautan á strætó segir bíbb, bíbb, bíbb
bíbb, bíbb, bíbb, bíbb, bíbb, bíbb
Flautan á strætó segir bíbb, bíbb, bíbb
út um allan bæinn.
(Höfundur lags og texta: Óþekktur).
Nammilag
Ef sólin væri á bragðið eins og sleikjó,
rosalegt fjör yrði þá.
Ég halla mér aftur með tunguna út,
eeeeeeeeee...
Rosalegt fjör yrði þá!
Ef regnið væri úr bleiku bangsagúmmí,
rosalegt fjör yrði þá.
Ég halla mér aftur með tunguna út,
eeeeeeeeee...
Rosalegt fjör yrði þá!
Ef snjórinn væri úr sykurpúðapoppi,
rosalegt fjör yrði þá.
Ég halla mér aftur með tunguna út,
eeeeeeeeee...
Rosalegt fjör yrði þá!
Uglan
Það var gömul ugla með oddhvasst nef,
Tvö lítil eyru og átta litlar klær.
Hún sat uppi í tré og svo komst þú,
þá flaug hún í burtu og sagði:
Ú- ú- ú!
Lag: The Wide Eyed Owl
Þýð: Hrafnhildur Sigurðardóttir.
Kalli litli kónguló
Kalli litli kónguló klifraði upp í tré þá kom rigning og Kalli litli datt. Upp kom sólin og þerraði hans kropp, Kalli litli kónguló klifraði upp í topp. Kalli litli kónguló klifrar upp í rúm Það er komið kvöld og allt er orðið hljótt. Mamma kemur inn og býður góða nótt. Kalli litli kónguló sofnar vært og rótt.
Upp upp upp á fjall Upp upp upp á fjall upp á fjallsins brún. Niður niður niður niður alveg nið´rá tún.
(Höfundur lags og texta: Óþekktur).
Afi minn og amma mín
Afi minn og amma mín
út á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín,
þangað vil ég flúa.
(Höfundur lags og texta: Óþekktur).
Dúkkan hennar Dóru
Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt, hún hringdi og sagði lækni að koma fljótt, fljótt, fljótt.
Læknirinn kom þá með sína tösku og sinn hatt -hann bankaði á dyrnar: Ra, ta, ta, ta, tatt!
Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus: Hún strax skal í rúmið og ekkert raus!
Hann skrifaði á miða hvaða pillu hún skyldi fá: Ég kem aftur á morgun, ef hún er enn veik þá.
(Höfundur lags og texta: Óþekktur).
Hér fyrir neðan koma nokkrir hlekkir þar sem hægt er að nálgast fleiri leikskólalög til að syngja með börnum:
Lagalisti með Leikskólalög hjá Máney Sól Jónsdóttir.
Lagalisti með Leikskólalög hjá Dóra Sigrún Hjálmarsdóttir.
Söngbók sem Kristín Arna Hjaltadóttir bjó til.