Kennsluáætlun fyrir 3 - 4 ára börn
Kveikja: Leikir og tónlist
Aðferð: Allir eru saman í samverustund. Samveran byrjar einum leik og endar með leik en á eftir fyrsta leikinn er samvera.
Vika 1
Þriðjudagur og Fimmtudagur
Börn fara í samveru. Það er byrjað á leiknum nafnaleik. Eftir leikinn er sungið lög eins og Kalli litli kónguló, Fimm litlir apar og Matarlagið. Endað á því að fara í leik sem kallast Fimm dimmalimm. Börn fara í samveru. Það er byrjað á nafnaleik. Eftir leikinn er sungið lög eins og kalli litli kónguló, fimm litlir apar og matarlagið og svo er endað á því að fara í leik sem kallast fimm dimmalimm.
Vika 2
Þriðjudagur og Fimmtudagur
Börn fara í samveru. Það er byrjað á leiknum Fram, fram fylking. Eftir leikinn er sungið lög eins og Í leikskóla er gaman, Fiskalagið, Það er leikur að læra og matarlagið og svo er endað á því að fara í leik sem kallast ásadansinn.
Vika 3
Þriðjudagur og Fimmtudagur
Börn fara í samveru. Það er byrjað á leik sem börnin fá að búa til takt. Eftir leikinn er sungið lög eins og höfuð herðar hné og tær, sá ég spóa, vetur, sumar, vor og haust og matarlagið og svo er endað á því að fara í leik sem kallast markó og póló.
Vika 4
Þriðjudagur og Fimmtudagur
Börn fara í samveru. Það er byrjað á leiknum hver stjórnar hreyfingunni?. Eftir leikinn er sungið lög eins og hreyfa litla fingur, við erum vinir, í larí lei og matarlagið og svo er endað á því að fara í leik sem kallast stórt skip, lítið skip.
Vika 5
Þriðjudagur og Fimmtudagur
Börn fara í samveru. Það er byrjað á leiknum stopp dans. Eftir leikinn er sungið lög eins og afi minn og amma mín, dúkkan hennar Dóru, litalagið og matarlagið og svo er endað á því að fara í leik sem kallast tónlistarbingó.
Vika 6
Þriðjudagur og Fimmtudagur
Börn fara í samveru. Það er byrjað á leiknum einn fíll lagði af stað í leiðangur. Eftir leikinn er sungið lög eins og upp á fjall, a ram sa sa, tombai, uglulagið og matarlagið og svo er endað á því að fara í leik sem kallast einn fíll lagði af stað í leiðangur.
Vika 7
Þriðjudagur og Fimmtudagur
Börn fara í samveru. Það er byrjað á leiknum ég sé. Eftir leikinn er sungið lög eins og hérna koma nokkur risatröll, ba bú ba bú, stóra brúin, við erum söngvasveinar, strætisvagninn og matarlagið og svo er endað á því að fara í leik sem kallast bjarnarganga.
Vika 8
Þriðjudagur og Fimmtudagur
Börn fara í samveru. Það er byrjað á leiknum hver stal krúsinni í gær. Eftir leikinn er sungið lög eins og bátasmiðurinn, þú skalt klappa, nú er úti norðanvindur, indjánar í skógi, ef sólin væri á bragðið eins og sleikjó og matarlagið og svo er endað á því að fara í leik sem kallast hver stal krúsinni í gær.
Hæfniviðmið:
Að efla tónlistarsköpun barnanna og hugmyndir og getu þess að hægt sé að framkvæma þær hugmyndir sem börnin hafa, allar hugmyndir eru velkomnar og börnin fá að koma sínu á framfæri. Að börnin fái tækifæri til að skapa sín verk og upplifa ferlið sem því fylgir.
Leiðir að hæfniviðmið:
Gefa þeim kost til að framkalla hugmyndir sínar á þeim grundvelli að börnin fái að framkalla sínar eigin tónlistarsköpun frá sínum hugmyndum. Börnin hafa frjálsar hendur og skapa það sem þeim langar til og það sem hugurinn þeirra segir þeim að gera.
Efniviður:
Blöð með söngtexta, tölvu og tónlistarforrit, mögulega hljóðfæri og annað sem gæti nýst til dans og söng.
Mat:
Færni barna í tónlist. Börn í grunnskóla eiga að geta ,,þekkt hljóðfæri og hljóðblæ í tónsköpun og hlustun, beitt rödd sinni sem hljóðfæri í samsöng og spuna og tekið þátt í tónsköpun af einhverju tagi’’.
Markmið:
Börnin fá læra af börnum. Að þau fá að upplifa og safna inn í sinn reynslu banka. Að við náum að tengja þeirra reynslu. Við erum að meta þeirra skilning á tónlist og bæta við nýjum lögum. Markmiðið með þessu er að þau njóti samkennd og læri ný orð í gegnum söng. Markmið með þessu er að börnin upplifi fjölbreytilega leiki sem eiga við á sumrin og yfir jólahátíð en einnig að þau læri að spuna með því að búa til sinn eigin takt. Virkja börnin í tónlistarsköpun, vekja forvitni og áhuga hjá þeim á viðfangsefninu. Markmiðið er að börn læri að stjórna, samsöng og lært eru ný lög. Markmiðið er að þjálfa börnin til að vera kyrr og dansa. En einnig eru lærð ný lög og það er kennt þeim bingó. Markmiðið er að þjálfa stopp dans aftur og leyfa þeim að læra lög. Það er farið aftur með þeim í bingó. Markmiðið er leyfa börnin að samtengja rödd og hreyfingar. Markmiðið er leyfa börnunum að nota líkaman sinn. Markmiðið er leyfa þeim að skoða umhverfið sitt með augunum og tjá sig. Markmiðið er börnin læri á hljóð, nýja söngva og nýti hreyfingu í takt við söng. Markmiðið er syngja ný lög og að börnin læri nýjan leik í hugmyndabankann sinn. Markmiðið er láta hreyfingar stjórna söng og læra nýja takta, lagatexta og hljóma. Einnig læra ný lög og hreyfingar.