Áður en hafist er handa við að kafa ofan í Makeymakey og hefja flugið inn í þann dásamlega uppgötvunarheim þarf að skilja hvernig grunnvirkni Makeymakey er.
Hluti þess er að skilja hvernig rafrásir virka þar sem MakeyMakey gengur út á það hvernig rafmagn ferðast í hring.
Verkefnið er fengið og staðfært af vefsíðu Makeymakey og má sjá upprunalegu lýsinguna hér.
Einföld rafrás virkar þannig að rafeindir flæða í hringrás. Hringrásir virka þannig að rafeindir streyma frá jákvæðri hlið rafskauts að neikvæðri hlið þess. Í þessu verkefni er hringrás sett upp með það að markmiði að kveikja á lítilli LED ljósaperu þegar hringrásin er tengd við flatt 3,5 volta batterí.
Til að útbúa rafrás þarf að passa upp á að hafa efni sem leiðir rafmagn þannig að rafeindir eigi greiða leið í gegn um það svo það lýsi upp LED peru. Þegar hringrásin er sett upp þarf að huga að því að tengja peruna sjálfa á réttan hátt. Neikvætt skaut á peru getur ekki tengst jákvæðu skauti batterís.
Ef þú hefur aldrei útbúið pappírs rafrás getur þú horft á leiðbeiningar á myndbandinu hér að neðan.
Hér til vinstri er hægt að nálgast vinnublað til að vinna verkefnið á.
Það sem þarf til að vinna verkefnið er:
Útprent af pappírsrafrás (hér að ofan), álpappír, límstifti, límband, LED-ljósaperu og töflubatterí (3,5 volt)
Rafeindir vilja fara sem stysta leið að leiðarenda. Ef álpappírinn neikvæða megin snertir álpappírinn sem er jákvæða megin á miðri leið fara rafeindirnar þar í gegn. Ef slíkt gerist kviknar ekki á LED-perunni. Ef vandamál koma upp er ágætt að skoða eftirfarandi:
Snertast álpappírsræmurnar á einhverjum stað (fyrir utan þann stað þar sem blaðið er brotið saman)? Mikilvægt er að passa að það sé bil á milli álpappírsræmanna og svæðisins þar sem LED peran mætir vírunum. Það skiptir máli að rafeindirnar þurfi að fara upp í peruna sjálfa svo það kvikni á henni.
Snertast álpappírs ræmurnar þar sem pappírinn er klemmdur saman yfir batterí? Rafeindirnar fara þá ekki í gegn um rafrásina heldur í minni hring rétt við batteríið.
Er LED-peran sett rétt á?
Orðaforði í verkefni
Hér finnið þið blað með upplýsingum um útlit og hvað hlutir gera