Áður en hafist er handa við að nýta Makeymakey sem verkfæri í sköpunarvinnu og hönnun getur verið gott að þjálfa hugann í því að hugsa út fyrir kassann. Því meira sem nemendur tileinka sér lausnahugsun þeim auðveldara er það að nýta Makeymakey í þá vinnu þannig að hún gefi sem mest af sér fyrir þann sem á í hlut.
Hér að neðan eru æfingar sem hægt er að taka með nemendum til að þjálfa hugsunarflæði og opna á sköpun.
Til að virkja skapandi hugsun er gott að nýta hugarflæði þar sem unnið er með einfalda hluti en þeim gefin ný merking.
Nemendur velja hlut sem þeir finna í kring um sig og taka smá stund til að velta tilgangi hlutar fyrir sér, hvað
Dæmi:
Þetta er ekki glas, þetta er vasi.
Þetta er ekki penni, þetta er kökukefli.
Þetta er ekki flaska, þetta er rjómaþeytari.
Þetta er ekki sími, þetta er lesbók.
Verkefni eftir : Teresu Birnu Björnsdóttur kennara í Stapaskóla í Innri-Njarðvík
Tölvupóstur: teresa.b.bjornsdottir@stapaskoli.is
Verkefnið gengur út á að teikna hálfa mynd á Post-it miða. Viðtakandinn klárar myndina en hún má ekki vera það sem flestir telja vera augljósasta svarið. Myndirnar að ofan sýna grunnútlit fyrir hjarta, ský og sól en útgáfurnar í lokin eru mismunandi þar sem hugsað er út fyrir kassann.