Jólavættir

Norðfjarðar

HVAÐ:

Finnið jólavættina á aðventunni

HVAR:

Út um allan bæ

HVENÆR:

Á aðventunni

Jólavættaleikur Norðfjarðar

14 jólavættir er að finna á 6 stöðum í Neskaupstað. Á hverjum stað eru 3 - 4 jólavættir sem skiptast á að vera í sviðsljósinu í klukkutíma í senn.

Jólavættaleiknum er ætlað að hvetja bæjarbúa og aðra gesti til að njóta miðbæjarins á aðventunni en passa huga um leið að sóttvörnum eins og Þórálfur. Gunnar Karlsson myndlistarmaður teiknaði vættirnar sem hafa lífgað upp á Reykjavík á aðventunni frá árinu 2011 og núna árið 2021 til okkar í Neskaupstað.

Leppalúði, Leiðindaskjóða, Stekkjastaur, Jólakötturinn og fleiri furðuverur verða búnar að koma sér fyrir á húsveggjum víða í bænum í desember og úr verður skemmtilegur leikur fyrir alla fjölskylduna. Þátttakan felst í því að leita uppi vættina og svara laufléttum spurningum. Vættirnir eru mismunandi eftir stöðum og er hver vættur á veggnum í klukkutíma svo það þarf að taka marga göngutúra á aðventunni.

Dregið verður úr svarseðlum 23.desember og verðlaun í boði fyrir þrjá heppna þátttakendur sem eru með öll svör rétt.

Leikurinn er núna aðgengilegur!

Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik.

Góða skemmtun!


Vinningshafar í spurningaleiknum eru eftirfarandi:

Viktoría Ýr Daníelsdóttir

Erla Ólafsdóttir

Guðrún Eva Loftsdóttir

Óskum við þeim innilega til hamingju og þökkum þeim fyrir að taka þátt í leiknum.

Vinningar verða afhentir milli jóla og nýárs.

Jólakveðja Jólavinir


Viljum við þakka þeim sem tóku þátt og þeim sem lögðu til vinninga í leikinn

Gallerí Hár

Nesbær

Capitano

Hildibrand

Réttingaverkstæði Sveins

Securitas

Verslunin Kristal

Kjörbúðin

Hvað veistu um Jólavættina?

Til að svara spurningunum þarftu að kynna þér Jólavættina hér á síðunni ásamt því að skoða hvar þeir eru um bæinn. Hér geti þið séð spurningarnar :D

Styrktaraðilar