Sabína Steinunn Halldórsdóttir er með Færni til framtíðar og á hverjum degi koma þar nýjar hugmyndir. Hún skrifaði líka bókina Leikgleði sem er með 50 leiki. Anna Elísa leikskólakennari og lektor við Háskólann á Akureyr skrifaði einnig pistil um Hvað er hægt að gera heima með börnunum á tímum Covid 19. Þetta er ekki tæmandi listi aðeins hugmyndir. Fleira má finna með leit á netinu.
Erum við nokkuð að fá panikk út af páskum innanbæjar og hvað ber að hafa í huga til að koma fjölskyldunni aftur í rútínu eftir páska? Jakob Frímann Þorsteinsson, og Ingileif Ástvaldsdóttir, aðjunktar fóru bókstaflega um víðan völl á fræðaslufundi sem bar heitið – Förum út að læra og leika. Hér má nálgast samantekt og upptöku. Einnig er hér samantekt Ingileifar og hlekkur á glærurnar.
Um þessar mundir má finna bangsa af öllum stærðum og gerðum í gluggum víða um land. Landvernd og Skólar á grænni grein senda fjölskyldum og skólum nokkrar skemmtilegar hugmyndir að því hvernig má útfæra bangsagöngur þannig að læra megi um lífbreytileika í leiðinni. Þar má finna viðfangsefni eins og Bangsabreytileiki - Bangsabúsvæði - Þekkirðu dýrið - Bangsi eða bangsi? - Bangsi sem má lita - Hvar á bangsinn heima? - Frá hvaða heimsálfu er bangsategundin? - Teiknaðu uppáhalds bangsann þinn.
Bakhjarlar Menntavísindasviðs eru reynslumikið fræðifólk og kennarar sem vilja láta gott af sér leiða með ráðgjöf og stuðningi í þeim óvenjulegu aðstæðum sem nú eru uppi í samfélaginu. Starfsfólk skóla- og frístundastofnana, sveitarfélög og stjórnvöld geta óskað eftir ráðgjöf og stuðningi bakhjarla við margháttuð verkefni, þróun lausna í skóla- og frístundastarfi, endurskipulag kennslu og margt fleira. Ráðgjöf og stuðningur og Hollráð og hugleiðingar.
Á þessari síðu er hægt að finna hugmyndir fyrir börn og fjölskyldur þeirra til að stytta sér stundir nú þegar félagsmiðsöðvar neyðast til að loka í samkomubanni. Við lokum félagsmiðstöðvunum í bili en opnum fyrir rafræna félagsmiðstöð.
Við hvetjum ykkur til að fylgjast með Stuðkví sem Skátarnir eru með sem er stuðningur fyrir börn og fjölskyldur í sóttkví. Skátarnir takast á við allar áskoranir af ábyrgð og bjartsýni. Þar eru í boði skemmtileg skátaverkefni sem hægt er að vinna heima eða úti í garði á meðan þetta ástand varir.
Leikjavefurinn er samvinnu- og þróunarverkefni kennara og nema við Háskóla Íslands. Þar er að finna safna af meira en 400 leikjum til að nota í skóla- og frístundastarfi. Dæmi um leiki eru hreyfileikir og æfingar, leikbrúður og leikræn tjáning og Origami – pappírsbrot.
Íþróttafélög hafa mörg hver deilt æfingum á Instagram, Facebook og víðar og hvetja sína iðkendur til að æfa sig heima. Einnig hefur íþróttafólk komið fram með heimaæfingar. Að halda klósettpappír-rúllu á lofti með fótunum er eitt af því sem margir eru að prófa. Gaman getur verið að taka upp árangurinn.
Hér má lesa nokkur heilsutengd heilræði frá Þorgrími Þráinssyni sem hann deildi á Sportabler fyrir Valsara en á erindi við okkur öll.
Nú er kannski kjörin tíma fyrir börn og okkur sem fjölskyldur að takast á við áskoranir og tilraunir sem taka lengri tíma. Það gæti kannski verið að sá fyrir kryddjurtum og sumarblómum, smíða kassabíl, stúdera furðufiska eða risaeðlur, læra að hnýta veiðiflugur, læra að “jöggla” eða bara einfaldlega að æfa sig að elda kvöldmat. Sumir eru að æfa sig í að elda vegan mat. Á Vegnanistur er tilvalið að æfa sig í vegan bakstri og uppgötva hversu auðvelt það er að veganvæða mat.
Til að hvetja okkur til að verka virk þá er hér flott virkni-bingó sem Gunnlaugur Smárason þýddi. Hér er hægt að nálgast VirkniBingó.
Hér eru fleiri útfærslur að virkni-bingóum sem hægt er að spreyta sig á.
Tilvalið að rækta andlega líðan og róa hugann. Hægt að kynna sér núvitund og prófa sig áfram.
Holl ráð um Velferð á óvissutímum – #núvitund og samkennd frá Bryndísi og Ingibjörgu.
Á vefnum má finna fleiri góð ráð t.d. um Núvitund, og núvitundaræfingar eða fara út og í núvitundargöngu. Í núvitundargöngu er gott að ákveða fyrirfram hverju á að taka eftir t.d. hvað er fyrir ofan þig, hvað er fyrir neðan þig, sérðu einhver dýr, sérðu einhver farartæki, sérðu einhvern mat, sérðu eitthvað rusl, hvað heyrir þú, finnur þú einhverja lykt, taktu eftir áferðinni er snjór, sandur, gras, hraun, steinar o.s.frv.
Gera jóga kósý horn heima með teppum, púðum, kveikja á ilmkerti, dimma ljósin og setja á tónlist. Hægt að taka öndunaræfingar þar og hlusta á núvitundarsögu eða róandi tónlist.
Það er mjög gaman að leita að myndöndum á Youtube sem sýna allskonar leiki sem hægt er að fara í. Hér eru örfá dæmi.
Virðum tveggja metra regluna - Leikir sem fela ekki í sér snertingu: