Úti

Hugmyndir fyrir útiveru

Heilræði frá Sædís Sif Harðardóttir:
  • Vera með poka með sér til að setja ýmsa hluti í sem smáfólkið vill geyma.
  • Gott að hafa smá plástur, tissjú og aukafatnað, og að sjálfsögðu galla sig vel og hafa allt til alls ef um lengri ferðir er að ræða.
  • Passa að vera með nesti / vatn ef ferð gæti lengst.
  • Muna að útiveran snýst um leiðina en ekki ákveðna athöfn eða áfangastað (svona yfirleitt).
  • Ekkert veður er vont veður- bara klæða sig vel 😊
  • Fara út í leiki eins og Einakróna, Fallin spíta, Snerta þrjá hluti. Hér eru 20 útileikir frá vertuuti.is

  • Fara í göngutúr um hverfið

  • Fara á næsta útivistarsvæði. Hér er listi yfir útivistarsvæði og græn svæði í Reykjavík og fín frétt um átta van­nýttar úti­vistar­perlur á höfuð­borgar­svæðinu

  • Fjöruferð t.d. Laugarnesfjara, Nauthólsvík, Grótta, Fjaran við Skarfallett og Geldinganes. Hér eru hugmynd að fjörferð með barnabörnunum.

  • Vera búin að prenta út yoga spjöld og gera nokkrar stöður á góðum stað, eða bara gera einhverjar skemmtilegar íþróttaæfingar.

  • Gera þrautabraut úr því sem er á útisvæðinu og vera með eitthvað með sér til að merkja ( smá mánlingarlímband, krítar eða annað)

  • Svalir: gera allskonar subb og busl út á svölum ( nota skálar, eldhúsáhöld, froðu, matarlit og hvað annað sem manni dettur í hug). Tilvalið líka að hafa matarlit í vatni og pensla og „mála svalirnar“.. ef hægt er, draga fram krítarnar. Einnig æði að setja upp smá þvottastöð fyrir ákveðin leikföng sem mega blotna ( frosðu í eina skál og vatn og allskonar bursta í þá næstu, og svo handklæði til að þurka)..það má líka gera í baðinu.

  • Vatn (lækur/pollur): smakka ef við á, henda út í, vera með tangir og veiða eitthvað uppúr, hlusta á vatnið, vaða ef er hægt…

  • Snjór: mála snjóinn með vatni með smá matarlit ( gera smá gat á tappan á flöskunni), setja upp ísbúð úr snjókúlum ( og nota litað vatn).

  • Leikir: finna andstæður í náttúrinni ( gott að hafa með sér tóman eggjabakka til að safna í, skrifa kannski í borninn stór/lítill o.s.frv). Finna liti í náttúrinni ( hafa einnig eggjabakka með litum í botninum).

  • Rusl: týna rusl, búa til eitthvað úr ruslinu 😊

  • Sögustund: láta börnin finna nokkra hluti á mann, nota þá stil að segja sögu, eða ef þau geta segja sjálf ( einn segir eina setningu með einum af sínum hlut og svo koll af kolli þar til allir hutir eru komnir í söguna). Segja sögu og nefna í sögunni eitthvað sem er í kring og þau eiga að sinna / benda ef þau verða vör við það… t.d: einu sinni var ég upp í tré ( og þá eiga þau að benda.. eða mega fara upp í tré ef hægt er….)

  • Ganga: löng , stutt, fjallganga, nesti?, lautarferð, þrautakongur, taka myndir, taka upp hljóð, öskra 😊 Búa til lag um það sem sést á leiðinni ( bullulag.. mjög gaman, einn tekur við af öðrum…)

  • Bingó: Eiga til almennt bingó sem á við flest útivistarsvæði, svo er gaman að kanna svæðin og gera sértök bingó, jafnvel vera búin að koma einhverju skrýtnu fyrir 😊

  • Leikir: botlaleikur, eltingaleikur, hvað sjáum við úr skýjunum, eina króna o.s.fr o.s.frv.

  • Leika út á leikvelli, skólalóð eftir að skóla er lokið, út í garði

  • Fara í vettvangsferðir um næsta nágrenni.

  • Fara í hjólatúr

  • Leika sér í snjónum

  • Tálga

  • Fara í þrautaleik

  • Fara í Geocaching eða Pokémon Go

  • Fara í ljósmyndamaraþon

  • Ævintýralegur þrautaleikur úti

  • Byggja skýli í garðinum úr hlutum sem við eigum

  • Leika sér í snjó, leðju eða sand

Víða á netinu má finna hugmyndir og ráð:

Munum að það er í lagi að blotna, verða pínu kalt og drullugur þegar maður er úti.

Kærar þakkir til þeirra sem hafa sent okkur hugmyndir og þær hafa verið settar inn á vefinn þar sem við á.

Allskonar til að gera í samkomubanni ... og ekki samkomubanni

Sædís Sif Harðardóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur sendi okkur ýmsar hugmyndir sem settar hafa verið inn á vefinn og má líka nálgast hér.