Kennari
Kennari
Foreldri
Foreldri
Skólastjóri
Aðili úr grendarsamfélagi
2 nemendur
Starfsmaður skólans
Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald og skal slíkt ráð starfa við hvern grunnskóla. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun skólans og mótun sérkenna hans.
Þegar fyrirhugaðar eru miklar breytingar á skólahaldi sendir skólaráð frá sér umsögn um málið áður en endanleg ákvörðun er tekin. Skólaráð hefur það hlutverk einnig að fylgjast með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.
Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess, auk þess ber honum að boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags skólans a.m.k. einu sinni á ári.
Að styðja við skólastarfið
Stuðla að velferð nemenda skólans
Efla tengsl heimilis og skóla
Hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi
Hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu
Fjalla um málefni m.a:
Skólanámskrá skólans
Árlega starfsáætlun
Rekstraráætlun
Foreldraráð Hafnarfjarðar er samráðsvettvangur og málsvari foreldra grunnskólabarna í Hafnarfirði. Hlutverk Foreldaráðs Hafnarfjarðar er að vinna að sameiginlegum málefnum skólanna og gefa umsagnir um ýmis mál er varða skóla- og fjölskyldumál. Foreldraráð vinnur í nánu samstarfi við foreldrafélögin í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar.
Fengið af síðu Foreldraráðs
Fundir 4x á ári
Koma upplýsingum áfram til hinna í stjórn foreldrafélagsins og til foreldra.
Kynna áætlanir fyrir foreldrum
Ræða mál fyrir hönd foreldra
Hafa umsagnarrétt á allar meiriháttar breytinga á skólastarfi
Fylgjast með áætlunum skólanámskrár