Foreldrafélag Lækjarskóla

Foreldrafélög eru nú lögbundin skv. 9. gr. laga um grunnskóla. Við hvern grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Það er á ábyrgð skólastjóra að sjá til stofnun þess og að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

Fundir

Félagið heldur Aðalfund á haustönn til þess að kynna starfið, fá nýja meðlimi með í stjórn og kjósa í stjórnarstöður. Einnig er farið yfir ársreikninga og viðburði sem haldnir voru á síðasta skólaári.

Upplýst

Félagið vill halda foreldrum upplýstum um þá viðburði sem eru í vændum. Félagið dreifir fréttum, segir frá málefnum og er til staðar fyrir foreldra.

Ykkar rödd

Félagið talar fyrir hönd foreldra barna í Lækjarskóla. Það hefur fulltrúa í Skóla- og Foreldraráði. Tekur upp málefni sem þarf að ræða og kemur þeim áleiðis.

Hlutverk foreldrafélagsins er m.a. eftirfarandi:

  • Að styðja við skólastarfið

  • Stuðla að velferð nemenda skólans

  • Efla tengsl heimilis og skóla

  • Hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi

  • Hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu

Mælum með að lesa meira inn á vef Heimilis og skóla

Foreldrafélagið þarf nokkra fulltrúa

Þetta eru helstu sætin innan félagsins en í stjórn eiga að sitja 11 fulltrúar! (Sjá síðu Lækjarskóla)

Formann

Varaformann

Gjaldkera

Ritara

Fulltrúi í Skólaráð

Fulltrúi í Skólaráð

Fulltrúi í Foreldraráð

Fulltrúi í Foreldraráð

Hvert er starf þessara fulltrúa foreldrafélagsins?

Í stjórn foreldrafélagsins sitja 11 fulltrúar, kosnir á aðalfundi, sem haldinn er árlega í október. Félagar eru allir foreldrar nemenda í skólanum.


Félaginu er ætlað það hlutverk að vera samstarfsvettvangur foreldra. Allar bekkjardeildir hafa 2 bekkjarfulltrúa, sem hafa yfirumsjón með hvers kyns bekkjarstarfi utan hefðbundins skólatíma og eru tengiliðir við stjórn foreldrafélagsins.


Félagið stendur fyrir jólaföndri og vorhátíð og hvetur til að þá komi foreldrar og nemendur saman í skólann og eigi notalegar stundir. Foreldrarölt hefur verið starfrækt í samstarfi við Félagsmiðstöðina Vitann og bera bekkjartenglar ábyrgð á að manna röltið.

Meira má lesa á síðu Lækjarskóla

Hafðu samband

Við viljum leggja áherslu á góð samskipti og minna foreldra á tölvupóstfangið og samskiptasíðu foreldra á facebook. (linkur neðst á síðu)

Mentor

Allar mikilvægar upplýsingar frá Stjórn Foreldrafélagsins eru sendar í gegnum tölvupóst frá Mentor.

Að lokum

Byggjum saman gott og farsælt samband milli foreldra og sínum þannig börnunum okkar gott fordæmi.