Bekkjarfulltrúar

Af síðu Lækjarskóla

  • Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar.

  • Það er mikilvægt í góðu skólasamfélagi að foreldrar þekki hvort annað og þeir geti sammælst um ýmsar uppeldisreglur sem snúa að nemandanum s.s. útivistartíma, tölvu/símanotkun, hegðun, afmæli o.fl.

  • Bekkjarfulltrúar bera ábyrgð á að manna foreldraröltið og eru í samstarfi við Vitann.

  • Í hverjum bekk eiga að vera tveir bekkjarfulltrúar.

  • Stjórn foreldrafélagsins skal boða alla bekkjarfulltrúa til sameiginlegs fundar minnst einu sinni á vetri. (Bekkjartengla-kvöld)

  • Bekkjarfulltrúar hjálpa til við að skipuleggja félagsstarf með "sínum" bekk eða árgangi a.m.k. tvisvar yfir skólaárið í samráði við umsjónarkennara og/eða árgansstjóra. Þetta getur falist í því að sjá til þess að nemendur og foreldrar/forráðamenn geri eitthvað saman, t.d. fara á skauta, í keilu, grilla að vori o.þ.h. Bekkjarfulltrúi reynir að taka mið af áhugasviði nemenda og foreldra.

  • Hver bekkur skal skipa 2 fulltrúa

  • Fulltrúarnir geta skipulagt viðburði fyrir árganginn eða grunnskólastigin (yngsta- mið- og unglingastig)

  • Þeir eru ábyrgir fyrir foreldrarölti og passa upp á þátttöku síns bekkjar

  • Gott er að skapa vettvang til þess að ræða saman og skipuleggja viðburði

  • Skipuleggja á tvo viðburði, einn á haustönn og hinn á vorönn (þeir mega að sjálfsögðu vera fleiri)

  • Bekkjarfulltrúar þurfa að finna hvernig best sé að ræða saman og koma skilaboðum áleiðis

Ábending um verkefni sem bekkjartenglar geta stofnað eru Vinahópar. Nánar má lesa um verkefnið hér.

Þeir sem vilja vera með í starfi bekkjartengla geta sent póst með nafni og fyrir hvaða bekk þeir ætli að starfa.

Tölvupóstfang foreldrafélagsins: laekjarskoli.foreldrafelag@gmail.com

Sköpum gott samfélag innan skólans og sýnum fordæmi. Virkjum börnin til þátttöku og hvetjum þau í jákvæðum samskiptum. Þau eru framtíðin!