Hamingjustund

Til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum.

Sólveig Jakobsdóttir á fjarmenntabúðunum:

Við byrjuðum með menntabúðir með þessu sniði síðastliðið vor. Við ákváðum að prófa vegna Covid-19 en við höfum áður verið með töluvert af menntabúðum á stað. Við ákváðum því að prófa að setja búðirnar á þetta form í þessu Covid ástandi. Í vor vorum þá með þrjár búðir og svo erum við að taka upp boltann núna. Við fengum styrk, samfélagstyrk frá Háskóla Íslands til þess að standa fyrir tveimur búðum á misseri núna í ár og reyna að þróa búðirnar og formið áfram. Hugmyndin er að taka saman handbók með ábendingum fyrir þá sem hafa áhuga á að vera með fjarmenntabúðir. Ég setti grein í Skólaþræði í vor sem fjallaði um menntabúðirnar og þessar fyrstu prófanir og undirbúning hjá okkur. Vonandi höldum við áfram með menntabúðir af þessum toga.

Í hópnum sem stóð fyrir búðunum eru Sólveig Jakobsdóttir, Hróbjartur Árnason, Kristín Dýrfjörð, Salvör Gissurardóttir, Svava Pétursdóttir, Sólveig Zophoníasdóttir og svo hann Ingvar okkar Sigurgeirsson. Ingvar lagði mjög mikið af mörkum í þessari vinnu og náttúrulega ekki bara í þetta verkefni. Það er örugglega enginn annar á landinu eða mjög fáir sem hafa lagt jafnmikið af mörkum til skólaþróunar.

Við erum því miður búin að missa hann út út hópnum í þessu verkefni því hann átti stórafmæli 26. nóvember. Við ákváðum að bjóða Ingvari sem heiðursgesti inn á hamingjustund í fjarmenntabúðunum. Það hefði mátt tileinka Ingvari sérstaklega þessar fjarmenntabúðir. Takk Ingvar okkar fyrir ánægjulegt, hvetjandi og gefandi samstarf, hlý og mannbætandi samskipti. Það er enginn eins og þú.

Gestabók

Merktu inn á Google Maps kortið hvar þú tókst þátt í fjarmenntabúðunum.

Fjarmenntabúðakort á Google Maps

Þátttakendur fjarmenntabúðanna í desember voru staðsettir á Stór-Reykjavíkursvæðinu, Patreksfirði og í Eyjafirði