Fjarmenntabúðir

Stuðningur háskóla við skólastarf með stafrænni tækni

Fjarmenntabúðir skólaárið 20202021 á vegum starfsfólks Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri með samstarfi við aðila frá Kennarasambandi Íslands, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Menntamiðju. Menntabúðirnar eru hluti af verkefninu “Fjarmenntabúðir: Stuðningur háskóla við skólastarf með stafrænni tækni” sem er styrkt af Háskóla Íslands. Menntabúðirnar eru óformlegur vettvangur fyrir skólafólk til þess að miðla tilraunum og lausnum og læra hvert af öðru á netinu í rauntíma.

Farmenntabúðirnar fóru fram á zoom fimmtudaginn 10. desember kl.15.00–16.30+ og að þessu sinni var áhersla á fjar- og netkennslu og notkun upplýsingatækni í námi og samskiptum á framhalds- og háskólastigi og í fullorðinsfræðslu.


Dagskrá búðanna má sjá neðar á síðunni.

#fjarmenntabudir

Lota A: 15.00–15.30

Lota B: 15.40–16.10

Hamingjustund kl. 16.10–16.30+

Leiðbeiningar fyrir kynnendur/leiðbeinendur:
Skráið framlög fyrir lok 9.12.

Vinsamlega skráðu þessar upplýsingar í tíma/stofureitinn (sjá google skjalið hér neðar) sem þú velur fyrir þína kynningu/umræður (fyrstur kemur - fyrstur fær)

Fjarmenntabúðir 2020-2021 vinnuskjal

Leiðbeiningar fyrir þá sem vilja taka þátt
í búðunum 10.12
án kynningar

Skoðið endanlega dagskrá og smellið ykkur á þá stofu/netfundi sem þið hafið áhuga á (eða Zoom app í snjalltæki, slá inn ID). Eingöngu er hægt að vera á einum fundi í einu. Velkomið er að taka þátt í allri dagskránni eða hluta hennar. Hægt er að taka þátt með virkum hætti í textaspjalli og mögulega einnig með hljóð/myndspjalli en fer eftir fjölda í stofu. Best ef fólk kemur inn á fund (í upphafi) með slökkt á hljóði. og myndavél. Hægt er að skrá hugmyndir/óskir um kynningar á menntabúðum seinna hér. Góð regla að endurræsa tölvu fyrir þátttöku. Ef vantar aðstoð má hafa samband við Áslaugu Björku Eggertsdóttur eða Sólveigu Jakobsdóttur.

upptökur úr fjarmenntabúðum mars og apríl og maí

Menntabúðir í starfsþróun kennara: Geta þær virkað?